Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Íslensk kona nam börnin sín á brott á einkaflugvél

Norska lög­regl­an rann­sak­ar brott­nám á þrem­ur börn­um frá ís­lensk­um föð­ur. Flest bend­ir til þess að að­gerð­in hafi ver­ið þaul­skipu­lögð. „Þeir vilja vera á Ís­landi,“ seg­ir kon­an.

Íslensk kona nam börnin sín á brott á einkaflugvél
Fór á einkaflugvél Konan fór með einkaflugvél frá Noregi og lenti á Reykjavíkurflugvelli. Myndin tengist ekki efni greinarinnar beint. Mynd: Isavia

Íslensk kona er grunuð um að hafa rænt þremur börnum af heimili föður þeirra í norskum smábæ og flutt þau með einkaflugvél til Íslands í gær. Faðir barnanna, sem einnig er íslenskur, fer með forræði barnanna þriggja, samkvæmt úrskurði Hæstaréttar Noregs árið 2019. Samkvæmt dómnum er konunni eingöngu heimilað að hitta börn sín um sólarhring á ári.

Allt bendir til að atvikið hafi verið þaulskipulagt, en það var um klukkan fjögur í gærdag, sem faðir barnanna uppgötvaði að börnin hefðu verið tekin. Þau hafa búið ásamt föður sínum í smábæ í suðurhluta Noregs. Tvö barnanna voru sótt í skóla en eitt á heimili sitt, án heimildar föðurins. 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar flaug konan með börnin þrjú í einkaflugvél frá litlum flugvelli í Torp í suðurhluta Noregs, ekki langt frá heimili barnanna. Konan hafði komið með sömu vél frá Íslandi fyrr um daginn. 

Flugvélin lenti á Reykjavíkurflugvelli seint í gærkvöldi. Norska lögreglan rannsakar málið og hefur haft samband við íslensk lögregluyfirvöld og óskað eftir samvinnu við rannsóknina. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur norska lögreglan rætt við konuna sem staðfestir hún að börnin séu í hennar umsjá á Íslandi.

Konan segir frá því í Facebook-status að hún telji börnin eiga rétt á umgengni við sína nánustu án „eftirlits ókunnugs fólks“.

„Eftir langan undirbúning, vangaveltur og ráðfæringar við fagfólk þá var eina niðurstaðan að sækja skytturnar okkar. Langþráður dagur fyrir krakkana sem hafa ekki hist í næstum þrjú ár. Það er ótrúlegt að einhver reyni að réttlæta aðskilnað systkina, hvað þá aðskilnað barna frá foreldri sem hefur ekkert viljað nema eðlilega samveru barnanna við fjölskylduna og heilbrigt umhverfi fyrir þau að alast upp í. Slagurinn sem er framundan miðast að því að tryggja systkinunum gott líf og bjarta framtíð með þeim sem elska þau mest. Réttur strákanna til eðlilegrar umgengni við foreldra, réttur þeirra til áhyggjulausrar æsku og öruggs umhverfis hefur verið virtur að vettugi. Það hefur ekki verið hlustað á þá. Þeir vilja vera á Íslandi, þeir vilja fá að vera börn og þeir vilja eiga frjáls samskipti við sína nánustu, ekki undir eftirliti ókunnugs fólks.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (10)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Óskar Steinn Gestsson skrifaði
    Ég gleymi aldrei þegar litháarnir sem ég var að vinna með í Noregi fóru að tala um barnaverndarnefnd, þeir voru allir skíthræddir við yfirvaldið, þorðu aldrei að fara ut á lífið af ótta við að börnin væru tekin af þeim. Óháð þessu máli þá er eitthvað alvarlegt í gangi þarna í Noregi, einhver barnaverksmiðja í gangi.
    3
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Þetta líkist máli sem kom upp fyrir nokkrum árum þegar móðir nam brott barn eða börn frá dönskum föður í Danmörku með einkaflugvél. Það endaði þannig að íslenska lögreglan sendi börnin til föður síns og móðirinn þurfti að sitja af sér fanelsisdóm í Danmörku ef ég man rétt.
    1
    • Helga Álfheiðardóttir Sigurðardóttir skrifaði
      Nei, það endaði ekki þannig. Börnin fóru aldrei aftur til föðursins, en biðu hjá móðurfjölskyldu á meðan móðirin afplánaði.
      0
    • ÁH
      Ásmundur Harðarson skrifaði
      Það er rétt að börnin voru hjá móðurfjölskyldunni meðan móðirin afplánaði. Móðirin kaus svo að fara sjálf með börnin til Danmerkur þar sem forræði föðurins yfir börnunum var staðfest fyrir dómi. Ég gerði ráð fyrir að þau hefðu þá farið til hans.
      0
  • Viggó Jörgensson skrifaði
    Enn má svo bæta við að skv. 261. gr. norskra hegningarlaga varðar það sekt eða allt að 2 ára fangelsi að flytja barn út úr Noregi án samþykkis þess sem fer með forræði barnsins. Hljóti barnið skaða af því er refsiramminn 6 ára fangelsi. Þetta er þungbær málaflokkur fyrir alla hlutaðeigandi.
    2
  • Viggó Jörgensson skrifaði
    Hins vegar er Ísland skyldugt að hlýta niðurstöðu norskra dómstóla, og skila þessum börnum aftur til Noregs. Nema íslenskir dómstólar komist að annari niðurstöðu. Norsk barnaverndaryfirvöld munu svífast einskis til að fá þessi börn aftur, enda eru þau eign Konungsríkisins Noregs að þeirra sögn.
    -1
  • Viggó Jörgensson skrifaði
    Approximately 4000 people who were formerly taken into custody by the child welfare [ in Norway] have sought compensation for suffering and abuse while living in orphanages or foster families between 1945 and 1980. Of these, 2637 have received compensation, in total $220 million (2010).
    0
  • Það er satt,Þeir eru sálsjúkir í lille drit noregi,ég misti mín 3 börn á lígi.
    -1
  • Viggó Jörgensson skrifaði
    Veit alls ekkert um þetta mál. En barnaverndarstefna Noregs er mótuð af sálsjúku fólki, í anda nazista. Línan er að börn séu eign Konungsríkisins Noregur en alls ekki foreldranna. Noregur er með tugi mála fyrir Mannréttindadómstól Evrópu út af ofbeldi við börn og foreldra.
    -1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Þetta er hræðilegt.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár