Forsætis- og utanríkisráðuneyti Íslands segja stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum Norðurskautaráðsins vegna innrásar Rússlands í Úkraínu vera skýra og jafnframt að greining Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta Íslands, á stríðinu og afleiðingum þess hafi ekki áhrif á samstarf íslenska ríkisins við Hringborð Norðurslóða. Ólafur Ragnar er stofnandi Hringborðs Norðurslóða sem hlýtur árlega styrki frá íslenska ríkinu upp á 15 milljónir til að leigja ráðstefnuhúsið Hörpu undir ráðstefnu sem stofnunin heldur hér á landi á hverju ári.
Þau lönd sem eru í Norðurskautaráðinu eru Ísland, Danmörk, Rússland, Kanada, Bandaríkin, Noregur, Svíþjóð og Finnland. Öll aðildarríkin nema Rússland, þar á meðal Ísland, ákváðu nýlega að hætta öllu starfi í ráðinu vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
Í svari forsætisráðuneytisins um þessa ákvörðun og greiningu Ólafs Ragnars á ákvörðun þjóðanna í Norðurskautsráðinu að leggja niður starf ráðsins segir: „Stefna íslenskra stjórnvalda í málinu er skýr enda studdi Ísland yfirlýsingu aðildarríkja Norðurskautsráðsins, utan Rússlands, þar …
Athugasemdir (2)