„Litlu-Namibíu“ kalla þeir nýja miðbæinn á Selfossi, gárungarnir. Ástæðan er sú að stór hluti peninganna til uppbyggingar nýja miðbæjarins er kominn frá stærsta eiganda Samherja, Kristjáni Vilhelmssyni. Samherji er svo aftur frægur að endemum fyrir umsvif í Namibíu.
Föstudagsmorguninn 11. mars var í útjaðri þessarar Litlu-Namibíu, í því sem kalla mætti gamla miðbænum á Selfossi, tekist á um útgerðaráform Íslendinga í Namibíu, fyrir dómi.
Dómsalurinn í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi er líklegast sá eini hér á landi sem staðsettur er í verslunarmiðstöð. Hann deilir þar hæð með verkfræðistofu. Á neðri hæðinni eru rakara- og snyrtistofur.
Fyrsta spurning dagsins í dómsalnum var þessi:
„Þorgeir, geturðu lýst fyrir mér starfsháttum í sjávarútvegi í Namibíu?“
Fyrir sléttu ári síðan sendi sveitarstjórn sveitarfélagsins Strandabyggðar frá sér tilkynningu. Þar var tilkynnt um þá ákvörðun að segja sveitarstjóra upp störfum. Strandabyggð er tæplega 430 íbúa sveitarfélag. Tíðindin af uppsögninni voru nokkuð óvænt. Þessi sama sveitarstjórn …
http://herdubreid.is/hinir-osnertanlegu/
"130 milljarðar voru afskrifaðir hjá fjölskyldufyrirtækjum Bjarna Benediktssonar"
"Benedikt Sveinsson tók yfir á annað hundrað milljónir af einkaskuldum sonar síns, meðal annars vegna veðmála"
"Í miðju Hruni var Bjarni ennþá að færa stórfé úr landi til að borga fyrir fasteignabrask á Flórida"
Síðar var Bjarni Ben gerður að fjármálaráðherra í þrígang !!!
varð svo verksmiðjustjóri hjá síldarverksmiðjum ríkisins og krafðist þess að arðurinn rynni í hans eigin vasa því hann væri búinn að gera svo góða díla fyrir þjóðina.
Semsagt mjög líklega fyrsti íslenski ólígarkinn eftir sjálfstæðisyfirlýsingu 🤓
Helgi má alveg kafa dýpra og byrja að grafa upp skítinn sem byrjaði um leið og við losnuðum við Dani....