Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Torg segir sig úr Samtökum atvinnulífsins

Fer ekki vel á því að fjöl­mið­ill sé að­ili að hags­muna­sam­tök­um sem fjalla þarf um í frétt­um, seg­ir Jón Þór­is­son fram­kvæmda­stjóri Torgs. Torg gef­ur út Frétta­blað­ið og Mark­að­inn, auk þess að reka DV og Hring­braut.

Torg segir sig úr Samtökum atvinnulífsins
Munu semja beint við starfsfólk Jón Þórisson, forstjóri Torgs, segir að félagið muni ekki framselja samningsumboð sitt í komandi kjarasamningaviðræðum. Mynd: Fréttablaðið / Anton Brink

Fjölmiðlafyrirtækið Torg hefur sagt sig úr Samtökum verslunar og þjónustu og þar með úr Samtökum atvinnulífsins. Ákvörðun þess efnis var tekin með þeim rökum að ekki færi vel á því að fjölmiðill hefði væri aðili að hagsmunasamtökum sem hann þyrfti ítrekað að fjalla um í fréttaflutningi sínum. Úrsögnin hefur þó ekki tekið gildi ennþá sökum þess að uppsagnarfrestur er á slíkum uppsögnum. Jón Þórisson, forstjóri Torgs, segir það sérkennilegt og ekki í góðum takti við lög um félagafrelsi.

Ákvörðunin var tekin að frumkvæði Jóns sem segist hafa um all langt skeið hafa haft efasemdir um réttmæti þess að fyrirtækið væri aðili að hagsmunasamtökum sem þessum. „Það var aðal ástæðan, við gerum engar athugasemdir við starfsemi þessara samtaka enda hefðum við þá komið því á framfæri ef það hefði verið. Fyrst og fremst er þetta vegna þess að okkur finnst ekki fara vel á því að fjölmiðill eigi hagsmuni í hagsmunasamtökum, ef svo má segja, en þurfi svo kannski að geta fjallað um þau og skýrt frá ýmsum málum þeim tengdum. Við viljum ekki vera undir þá sök seldir að vera mögulega með einhvers konar bias í þeim efnum.“

„Þetta er hálfgert vistarband“
Jón Þórisson

Sem fyrr segir mun úrsögn Torgs ekki taka gildi strax og gagnrýnir Jón það ráðslag í samþykktum Samtak verslunar og þjónustu. „Við höfum tilkynnt úrsögn okkar en hins vegar eru reglurnar þannig að það er ákveðinn uppsagnarfrestur, hálft ár eftir að uppsögnin berst. Við erum því ekki gengin úr samtökunum en það mun gerast í október næstkomandi. Þetta byggir á einhverju ákvæði í samþykktum, sem að út af fyrir sig er sérkennilegt og ekki í góðu samræmi við reglur um félagafrelsi. Þetta er hálfgert vistarband.“

Tap síðustu þriggja ára yfir milljarð

Spurður hvort að eitthvað fjárhagslegt hagræði geti orðið að uppsögninni fyrir Torg segir Jón að það sé eitthvað en þó ekki neitt sem máli skipti í rekstri félagsins. Félagsgjöldin séu hlutfall af launakostnaði og veltu fyrirtækja og það ráði ekki neinum úrslitum í rekstri Torgs. Það hafi því ekki verið áhrifaþáttur í ákvörðuninni.

Gildandi kjarasamningur Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins rennur út í lok október næstkomandi og því ljóst að kjarasamningsgerð mun hefjast áður en úrsögn Torgs tekur gildi. Jón segir að það muni ekki breyta miklu í kjarasamningsgerðinni. „Ég reikna með að við framseljum ekki lengur samningsumboðið heldur önnumst samningagerðina sjálf. Það verður auðvitað, eins og alltaf er, í takt við það sem er að gerast á vinnumarkaði. Þannig að ég held að það breyti fremur litlu.“

Torg ehf. gefur út Fréttablaðið og Markaðinn auk þess að rekar DV og Hringbraut. Á síðasta ári, 2021, tapaði félagið 240 milljónum króna og árið áður nam tapið 599 milljónum króna. Árið 2019 nam tap félagsins 212 milljónum króna og er því tap félagsins á síðustu þremur árum rúmu milljarður króna.

Á síðustu tveimur árum hefur tapinu verið mætt með því að 900 milljónum króna verið veitt inn í félagið með nýju hlutafé úr vasa eigenda. Helgi Magnússon fjárfestir á 91 prósent hlutafjár í félaginu í gegnum félögin Hofgarða ehf. og HFB-77 ehf.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár