Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Torg segir sig úr Samtökum atvinnulífsins

Fer ekki vel á því að fjöl­mið­ill sé að­ili að hags­muna­sam­tök­um sem fjalla þarf um í frétt­um, seg­ir Jón Þór­is­son fram­kvæmda­stjóri Torgs. Torg gef­ur út Frétta­blað­ið og Mark­að­inn, auk þess að reka DV og Hring­braut.

Torg segir sig úr Samtökum atvinnulífsins
Munu semja beint við starfsfólk Jón Þórisson, forstjóri Torgs, segir að félagið muni ekki framselja samningsumboð sitt í komandi kjarasamningaviðræðum. Mynd: Fréttablaðið / Anton Brink

Fjölmiðlafyrirtækið Torg hefur sagt sig úr Samtökum verslunar og þjónustu og þar með úr Samtökum atvinnulífsins. Ákvörðun þess efnis var tekin með þeim rökum að ekki færi vel á því að fjölmiðill hefði væri aðili að hagsmunasamtökum sem hann þyrfti ítrekað að fjalla um í fréttaflutningi sínum. Úrsögnin hefur þó ekki tekið gildi ennþá sökum þess að uppsagnarfrestur er á slíkum uppsögnum. Jón Þórisson, forstjóri Torgs, segir það sérkennilegt og ekki í góðum takti við lög um félagafrelsi.

Ákvörðunin var tekin að frumkvæði Jóns sem segist hafa um all langt skeið hafa haft efasemdir um réttmæti þess að fyrirtækið væri aðili að hagsmunasamtökum sem þessum. „Það var aðal ástæðan, við gerum engar athugasemdir við starfsemi þessara samtaka enda hefðum við þá komið því á framfæri ef það hefði verið. Fyrst og fremst er þetta vegna þess að okkur finnst ekki fara vel á því að fjölmiðill eigi hagsmuni í hagsmunasamtökum, ef svo má segja, en þurfi svo kannski að geta fjallað um þau og skýrt frá ýmsum málum þeim tengdum. Við viljum ekki vera undir þá sök seldir að vera mögulega með einhvers konar bias í þeim efnum.“

„Þetta er hálfgert vistarband“
Jón Þórisson

Sem fyrr segir mun úrsögn Torgs ekki taka gildi strax og gagnrýnir Jón það ráðslag í samþykktum Samtak verslunar og þjónustu. „Við höfum tilkynnt úrsögn okkar en hins vegar eru reglurnar þannig að það er ákveðinn uppsagnarfrestur, hálft ár eftir að uppsögnin berst. Við erum því ekki gengin úr samtökunum en það mun gerast í október næstkomandi. Þetta byggir á einhverju ákvæði í samþykktum, sem að út af fyrir sig er sérkennilegt og ekki í góðu samræmi við reglur um félagafrelsi. Þetta er hálfgert vistarband.“

Tap síðustu þriggja ára yfir milljarð

Spurður hvort að eitthvað fjárhagslegt hagræði geti orðið að uppsögninni fyrir Torg segir Jón að það sé eitthvað en þó ekki neitt sem máli skipti í rekstri félagsins. Félagsgjöldin séu hlutfall af launakostnaði og veltu fyrirtækja og það ráði ekki neinum úrslitum í rekstri Torgs. Það hafi því ekki verið áhrifaþáttur í ákvörðuninni.

Gildandi kjarasamningur Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins rennur út í lok október næstkomandi og því ljóst að kjarasamningsgerð mun hefjast áður en úrsögn Torgs tekur gildi. Jón segir að það muni ekki breyta miklu í kjarasamningsgerðinni. „Ég reikna með að við framseljum ekki lengur samningsumboðið heldur önnumst samningagerðina sjálf. Það verður auðvitað, eins og alltaf er, í takt við það sem er að gerast á vinnumarkaði. Þannig að ég held að það breyti fremur litlu.“

Torg ehf. gefur út Fréttablaðið og Markaðinn auk þess að rekar DV og Hringbraut. Á síðasta ári, 2021, tapaði félagið 240 milljónum króna og árið áður nam tapið 599 milljónum króna. Árið 2019 nam tap félagsins 212 milljónum króna og er því tap félagsins á síðustu þremur árum rúmu milljarður króna.

Á síðustu tveimur árum hefur tapinu verið mætt með því að 900 milljónum króna verið veitt inn í félagið með nýju hlutafé úr vasa eigenda. Helgi Magnússon fjárfestir á 91 prósent hlutafjár í félaginu í gegnum félögin Hofgarða ehf. og HFB-77 ehf.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár