Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Torg segir sig úr Samtökum atvinnulífsins

Fer ekki vel á því að fjöl­mið­ill sé að­ili að hags­muna­sam­tök­um sem fjalla þarf um í frétt­um, seg­ir Jón Þór­is­son fram­kvæmda­stjóri Torgs. Torg gef­ur út Frétta­blað­ið og Mark­að­inn, auk þess að reka DV og Hring­braut.

Torg segir sig úr Samtökum atvinnulífsins
Munu semja beint við starfsfólk Jón Þórisson, forstjóri Torgs, segir að félagið muni ekki framselja samningsumboð sitt í komandi kjarasamningaviðræðum. Mynd: Fréttablaðið / Anton Brink

Fjölmiðlafyrirtækið Torg hefur sagt sig úr Samtökum verslunar og þjónustu og þar með úr Samtökum atvinnulífsins. Ákvörðun þess efnis var tekin með þeim rökum að ekki færi vel á því að fjölmiðill hefði væri aðili að hagsmunasamtökum sem hann þyrfti ítrekað að fjalla um í fréttaflutningi sínum. Úrsögnin hefur þó ekki tekið gildi ennþá sökum þess að uppsagnarfrestur er á slíkum uppsögnum. Jón Þórisson, forstjóri Torgs, segir það sérkennilegt og ekki í góðum takti við lög um félagafrelsi.

Ákvörðunin var tekin að frumkvæði Jóns sem segist hafa um all langt skeið hafa haft efasemdir um réttmæti þess að fyrirtækið væri aðili að hagsmunasamtökum sem þessum. „Það var aðal ástæðan, við gerum engar athugasemdir við starfsemi þessara samtaka enda hefðum við þá komið því á framfæri ef það hefði verið. Fyrst og fremst er þetta vegna þess að okkur finnst ekki fara vel á því að fjölmiðill eigi hagsmuni í hagsmunasamtökum, ef svo má segja, en þurfi svo kannski að geta fjallað um þau og skýrt frá ýmsum málum þeim tengdum. Við viljum ekki vera undir þá sök seldir að vera mögulega með einhvers konar bias í þeim efnum.“

„Þetta er hálfgert vistarband“
Jón Þórisson

Sem fyrr segir mun úrsögn Torgs ekki taka gildi strax og gagnrýnir Jón það ráðslag í samþykktum Samtak verslunar og þjónustu. „Við höfum tilkynnt úrsögn okkar en hins vegar eru reglurnar þannig að það er ákveðinn uppsagnarfrestur, hálft ár eftir að uppsögnin berst. Við erum því ekki gengin úr samtökunum en það mun gerast í október næstkomandi. Þetta byggir á einhverju ákvæði í samþykktum, sem að út af fyrir sig er sérkennilegt og ekki í góðu samræmi við reglur um félagafrelsi. Þetta er hálfgert vistarband.“

Tap síðustu þriggja ára yfir milljarð

Spurður hvort að eitthvað fjárhagslegt hagræði geti orðið að uppsögninni fyrir Torg segir Jón að það sé eitthvað en þó ekki neitt sem máli skipti í rekstri félagsins. Félagsgjöldin séu hlutfall af launakostnaði og veltu fyrirtækja og það ráði ekki neinum úrslitum í rekstri Torgs. Það hafi því ekki verið áhrifaþáttur í ákvörðuninni.

Gildandi kjarasamningur Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins rennur út í lok október næstkomandi og því ljóst að kjarasamningsgerð mun hefjast áður en úrsögn Torgs tekur gildi. Jón segir að það muni ekki breyta miklu í kjarasamningsgerðinni. „Ég reikna með að við framseljum ekki lengur samningsumboðið heldur önnumst samningagerðina sjálf. Það verður auðvitað, eins og alltaf er, í takt við það sem er að gerast á vinnumarkaði. Þannig að ég held að það breyti fremur litlu.“

Torg ehf. gefur út Fréttablaðið og Markaðinn auk þess að rekar DV og Hringbraut. Á síðasta ári, 2021, tapaði félagið 240 milljónum króna og árið áður nam tapið 599 milljónum króna. Árið 2019 nam tap félagsins 212 milljónum króna og er því tap félagsins á síðustu þremur árum rúmu milljarður króna.

Á síðustu tveimur árum hefur tapinu verið mætt með því að 900 milljónum króna verið veitt inn í félagið með nýju hlutafé úr vasa eigenda. Helgi Magnússon fjárfestir á 91 prósent hlutafjár í félaginu í gegnum félögin Hofgarða ehf. og HFB-77 ehf.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
3
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár