Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Svandís ráðherra sjávarútvegsmála: „Fátt sem rökstyður hvalveiðar eftir árið 2024“

Svandís Svavars­dótt­ir, ráð­herra sjáv­ar­út­vegs­mála, seg­ir að rök skorti fyr­ir hval­veið­um Ís­lands. Svandís er með svip­aða skoð­un og Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra að þessu leyti. Hval­ur hf. má veiða hvali fram til 2023.

Svandís ráðherra sjávarútvegsmála: „Fátt sem rökstyður hvalveiðar eftir árið 2024“
Segir tæpt að rök séu fyrir hvalveiðum Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir tæpt að rök séu til staðar fyrir áframhaldandi hvalveiðum Íslendinga.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, sem meðal annars er ráðherra sjávarútvegsmála, segir að það sé fátt sem rökstyðji hvalveiðar Íslendinga eftir árið 2024. Hvalur hf. hefur leyfi til að veiða hvali, langreyðar, í sumar og næsta sumar. Í vikunni gaf Kristján Loftsson, forstjóri og helsti hluthafi Hvals hf., það út að fyrirtækið hyggist veiða hvali í fyrsta skipti frá árinu 2018. 

Tilkynning Kristjáns vakti strax viðbrögð frá samtökum ferðaþjónustunnar. „Það er náttúrlega margþekkt og hefur oft komið fram að ferðaþjónustan telur að hvalveiðar skaði ímynd Íslands sem ferðamannalands. Það er engum blöðum um það að fletta. Það þarf ekki annað en að skoða umfjöllun um hvalveiðar Íslendinga í erlendum miðlum. Þetta eru oft og tíðum í stórum fjölmiðlum mjög ástríðufullar umfjallanir,“ sagði Jóhannes Skúlason, formaður samtakanna. 

Í svari til Stundarinnar um hvort hún hyggist heimila hvalveiðar áfram eftir árið 2023 segir Svandís að hún telji að svo verði ekki en að gera þurfi úttekt á því hvort veiðarnar skili fjárhagslegum ávinningi. „Áður en ákvörðun er tekin um framtíð hvalveiða þarf að gera úttekt á hvort veiðarnar skili þjóðarbúinu efnahagslegum ávinningi. Í núverandi stöðu virðist vera fátt sem rökstyður það að heimila hvalveiðar eftir árið 2024.

Viðvarandi tap á veiðunum

Svandís segir aðspurð að viðvarandi tap hafi verið á hvalveiðunum og að þar af leiðandi hafi þau fyrirtæki sem hafa leyfi til þessara veiða ekki nýtt sér þau, að undanskildu Hval hf. „Síðustu þrjú ár hafa engin stórhveli verið veidd en ein hrefna var veidd árið 2021. Fátt bendir til þess að það sé efnahagslegur ávinningur að því að stunda þessar veiðar, þar sem þau fyrirtæki sem hafa leyfi til hvalveiða hafa ekki nýtt þau. Ástæður þessa geta verið nokkrar en má vera að viðvarandi tap af þessum veiðum sé líklegasta ástæðan. 

Svandís segir aðspurð um hvað henni finnist um að fyrirtæki Kristjáns Loftssonar að veiða hvali í sumar að það sé fyrirtækisins að ákveða það: „Hvalur hf. hefur tilskilin leyfi til hvalveiða í sumar samkvæmt núverandi reglugerðum, og því stjórnenda og eigenda Hvals hf. að meta hvort fyrirtækið nýti sér það leyfi. Vert er að benda á í þessu samhengi að síðustu þrjú ár hafa engin stórhveli verið veidd og aðeins ein hrefna,“ segir Svandís. 

Skoðun Katrínar forsætisráðherra

Ekki hlynnt hvalveiðumKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur gefið það út að hún sé ekki hlynnt hvalveiðum Íslands.

Skoðun Svandísar Svavarsdóttur rímar við þá skoðun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að rök fyrir áframhaldandi veiðum á hval skorti. Hún hefur sagt við Stundina: „Ég hef haft miklar efasemdir um að veiðar á langreyðum við Íslandsstrendur geti talist sjálfbærar út frá umhverfis-, samfélagslegum og efnahagslegum sjónarmiðum. Þá hef ég einnig efasemdir um að veiðiaðferðirnar uppfylli þær kröfur sem við gerum um velferð dýra.

Miðað við afstöðu matvælaráðherra og forsætisráðherra verður að teljast afar ólíklegt að hvalveiðar verði heimilaðar áfram eftir sumarið 2023 þar sem þær telja að rök skorti fyrir þeim. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
2
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
4
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár