Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Stundin og Eigin Konur hefja samstarf

Þætt­irn­ir Eig­in Kon­ur, und­ir stjórn Eddu Falak, verða birt­ir á Stund­inni. Rit­stjórn Stund­ar­inn­ar kem­ur að heim­ild­ar­vinnu og um­fjöll­un­um í tengsl­um við þætt­ina.

Stundin og Eigin Konur hefja samstarf

Ritstjórn Stundarinnar og Eigin Konur, undir stjórn Eddu Falak, hafa hafið formlegt samstarf.

Í samstarfinu felst að ritstjórn Stundarinnar veitir ráðgjöf og aðstoð við heimildarvinnu í undirbúningi þátta Eigin kvenna. Þá birtast þættir Eigin Kvenna áskrifendum Stundarinnar til jafns við styrkjendum Eigin Kvenna á Patreon. Þeir þættir Eigin Kvenna sem eru opnir öllum verða frumsýndir á Stundinni.

Markmiðið valdefling og opnun umræðunnar

Í Eigin Konum hefur verið lögð áhersla á að veita brotaþolum rödd og rými, sem samræmist áherslum Stundarinnar um valdeflingu. Stundin var stofnuð árið 2015 með því markmiði að starfrækja fjölmiðil sem væri fyrst og fremst háður almannavaldi og almannavaldi, út frá þeim forsendum að vald hefur áhrif á hvaða upplýsingar eru veittar, og að upplýsingar hafa áhrif á ákvarðanir, upplýstar ákvarðanir eru undirstaða farsældar samfélagsins og hagsmunir valdsins eru ekki alltaf sömu og almennings.

Áhersla hefur verið lögð á rannsóknarblaðamennsku og var ritstjórn Stundarinnar í heild sinni valin blaðamenn ársins fyrir umfjöllun um uppreist æru barnaníðinga. Á þeim tíma sem Stundin hefur starfað hefur miðillinn hlotið flestar tilnefningar einkarekinna miðla til blaðamannaverðlauna. Ritstjóri Stundarinnar er Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og rannsóknarritstjóri Helgi Seljan.

Fjöldi fólks hefur treyst Eigin Konum og Eddu Falak fyrir frásögnum sínum af erfiðri reynslu frá því hlaðvarpsþættirnir hófu göngu sína árið 2021 og hafa viðtölin haft afgerandi áhrif á þjóðfélagsumræðuna. Í samstarfi við Eigin Konur mun framlag Stundarinnar liggja í langri reynslu af  rannsóknarblaðamennsku. Eftir atvikum mun Stundin fylgja eftir umfjöllunum.

Hótanir eftir sambandsslit

Í fyrsta þætti Eigin kvenna eftir samstarf, sem er sá 71. í röðinni, segir Edda Pétursdóttir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin fékk hún fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Stundin birtir hluta skilaboðanna í frétt í samstarfi við Eigin konur.

Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða því framvegis birtir á vef Stundarinnar, til viðbótar við miðla Eigin Kvenna. Styrkjendur Eigin Kvenna á Patreon og áskrifendur Stundarinnar fá aðgang að fjórum þáttum aukalega í hverjum mánuði. 

Áskrift að Stundinni má fá hér. Styrkja má Eigin Konur hér á Patreon og fylgja hér á Instagram.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Þetta samstarf er aldeilis frábær hugmynd !!!
    2
  • Eiríkur Jónsson skrifaði
    Þá er líklega best að afskrá sig, hafandi verið áskrifandi Stundarinnar frá upphafi
    -3
    • BD
      Bryndís Dagbjartsdóttir skrifaði
      Akkúrat það fyrsta sem ég hugsaði
      -3
    • GAG
      Guðni Arnar Guðnason skrifaði
      Sammála, segi upp áskrift í dag. Algjörlega fáránleg ákvörðun Stundarinnar.
      -3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár