Sif Sigurðardóttir fjölmiðlafræðingur notaði OxyContin-verkjalyfið í tvö og hálft ár á árunum 2009 til 2012 og var háð því. Læknir ávísaði lyfinu til hennar vegna mikilla bakverkja sem hún byrjaði að upplifa. Bakverkirnir voru vegna brjóskloss í baki. Hún tók tvær OxyContin-töflur á dag og fór hún í fráhvörf ef hún tók ekki lyfin af einhverjum ástæðum. „Ég er búin að vera með krónískan bakverk í 17 ár og notaði mjög lengi morfín [OxyContin] heima hjá mér. Ég tók þetta á hverjum einasta degi,“ segir Sif, sem búsett er á Akureyri.
Stundin fjallar um mál Sifjar vegna umfjöllunar blaðsins um ópíóðafaraldurinn sem skekið hefur Bandaríkin, og Ísland líka að vissu leyti, síðastiðin 20 ár. Íslenska lyfjafyrirtækið Actavis var annar stærsti seljandi morfínskyldra verkjalyfja í Bandaríkjunum á árunum …
Athugasemdir