Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Ef ég væri yngri þá myndi ég fá mér byssu og fara“

Ís­lend­ing­ar hafa áhyggj­ur af yf­ir­lýs­ing­um Pútíns um hugs­an­lega notk­un kjarna­vopna. Við­mæl­end­ur Stund­ar­inn­ar telja al­mennt að ís­lensk stjórn­völd ættu að beita sér harð­ar gegn Rúss­um. Fólk hef­ur litl­ar áhyggj­ur af eig­in hag en ótt­ast um fólk­ið í Úkraínu, einkum börn­in.

Hörð andstaða Viðmælendur Stundarinnar eru almennt mjög andvígir hernaði Rússa í Úkraínu. Anna Þrúður Þorkelsdóttir vildi helst taka sér vopn í hönd og ganga til liðs við Úkraínumenn en aldurinn hamli henni. Anna Þrúður er 83 ára.

„Ef ég væri yngri þá myndi ég fá mér byssu og fara. Eða gefa honum tesopa. Gott te,“ segir hin 83 ára Anna Þrúður Þorkelsdóttir sem Stundin ræddi við á förnum vegi um innrás Rússa inn í Úkraínu og hennar afstöðu hvað stríðið varðar. Anna Þrúður, eins og flestir viðmælendur, lýstu mjög harðri andstöðu við framferði Rússa.

Viðmælendur Stundarinnar telja almennt að íslenskir ráðamenn ættu að beita sér harðar gagnvart Rússum eftir innrás þeirra í Úkraínu. Í meira mæli ætti að beita beinum aðgerðum, svo sem að vísa sendiherra Rússlands úr landi og sömuleiðis sé þörf á að upplýsa Íslendinga betur um þær aðgerðir sem ráðist hafi verið í. Þó eru ekki allir á einu máli hvað það varðar, til eru þeir sem telja að stríðsrekstur Rússa í Úkraínu komi Íslendingum lítið við.

„Ég er hræddust um fólkið í Úkraínu og Rússlandi, öll börnin sem þurfa að fara“

Þá hefur fólk einnig áhyggjur af yfirlýsingum Pútíns um hugsanlega notkun kjarnavopna, þó misjafnt sé hversu líklegt það telur að alvara fylgi þeim yfirlýsingum. „Ég hef mínar efasemdir en því miður er sannleikurinn sá að hann er óútreiknanlegur maður þannig að það er hvað sem er sem getur komið fyrir. En vonum ekki,“ sagði einn viðmælenda.

Almennt fylgjast viðmælendur Stundarinnar vel með fréttaflutningi af stríðsrekstrinum í Úkraínu og eru vel upplýstir, ýmist með því að fylgjast með fréttamiðlum eða samfélagsmiðlum. Spurðir um ástæðurnar fyrir því er fólk almennt á því að nauðsynlegt sé að fylgjast með þróun mála, stríðið sé í Evrópu og í raun í næsta nágrenni við okkur. Þá eru segja sumir viðmælendur að þeir fylgist hreinlega of mikið með „af því að þetta er bara svo ömurlegt og ónauðsynlegt og þetta hittir mann í hjartastað.“

Almennt er fólk ekki óttaslegið um eigin hag en óttast hins vegar um afleiðingar stríðsins á almenna borgara í Úkraínu. „Ég er hræddust um fólkið í Úkraínu og Rússlandi, öll börnin sem þurfa að fara.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HH
    Hallgrímur Hróðmarsson skrifaði
    Ég er ekki talsmaður stríðs en nú finnst mér ástæða til að bregðast við. Það er grátlegt að horfa upp á að Rússar virðast komast upp með allt. Það er lítil huggun í því að segja að Rússum sækist erfitt að koma sínu fram - úkraínski herinn verji land sitt af krafti. Hvaða huggun er í því ef Pútín nær sínum markmiðum þótt það dragist um nokkrar vikur.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár