Fyrri aukaspurning:
Hvers konar köttur er sá köttur hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hvað heitir bankastjóri Íslandsbanka?
2. Katmandu heitir borg ein í Asíu, höfuðborg í ... hvaða landi?
3. Hvaða skipafélag rak á sínum tíma farþegaskipið Gullfoss?
4. Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis hafa verið veitt frá 1993. Einn höfundur hefur fengið þau tvívegis. Hver er sá?
5. Árið 1908 var stofnuð í Bandaríkjunum sérstök löggæslusveit sem kunn er undir ákveðinni skammstöfun. Hver er hún?
6. Það var dugmikill dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Bandaríkjanna sem gekkst fyrir stofnun lögreglusveitarinnar. Afabróðir þessa ameríska dómsmálaráðherra var mjög frægur maður á sinni tíð (í byrjun 19. aldar), raunar alþekktur. Hver var það?
7. La Manche nefnist fyrirbæri eitt í landafræðinni á frönsku, en allt annað nafn er notað á ensku yfir fyrirbærið — og enska nafnið gefur raunar til kynna að Englendingar vilji kasta eign sinni yfir það. Það hefur raunar löngum verið Englendingum mikils virði. En við Íslendingar notum yfir fyrirbærið nafn sem er í raun bein þýðing á franska heitinu. Hvaða fyrirbæri er La Manche?
8. Hver er fjölmennasta borgin í Suður-Ameríku?
9. En hver skyldi vera sú næst fjölmennasta þar í álfu?
10. William Windsor er þekktastur undir öðru nafni. Hvaða nafn er það?
***
Aukaspurning:
Þetta er mynd frá 2006. Hver er konan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Birna Einarsdóttir.
2. Nepal.
3. Eimskipafélagið.
4. Guðjón Friðriksson.
5. FBI.
6. Napóleon Frakkakeisari.
7. Ermarsund.
8. Sao Paolo í Brasilíu.
9. Lima í Perú.
10. Vilhjálmur prins, hertoginn af Cambridge.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er persneskur köttur.
Á neðri myndinni er Drífa Snædal.
Athugasemdir (1)