Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Uppreisn á fréttamiðlinum 24.is

Blaða­menn birtu pist­il án sam­ráðs við rit­stjóra þar sem þeir lýsa óstjórn og fjár­hag­sóreiðu á fréttamiðl­in­um. Laun janú­ar­mánuð­ar hafa enn ekki ver­ið greidd.

Uppreisn á fréttamiðlinum 24.is
Uppnám á 24.is Blaðamenn á fréttamiðlinum 24.is hafa ekki fengið greidd laun og birtu pistil til að lýsa stöðu mála á miðlinum. Þeir eru hættir störfum. Mynd: Stundin / JIS

Blaðamenn fréttamiðilsins 24.is birtu í morgun pistil á vefsíðu miðilsins þar sem þeir lýsa lausatökum í stjórnun miðilsins og rekstri hans. Það birtist meðal annars í því að starfsmenn hafi fengið laun sín greidd seint og illa og samskiptaleysi við stjórnendur. Enn hafa blaðamenn ekki fengið greidd laun fyrir janúarmánuð. Því sé sá tími liðinn sem þeir segjast tilbúnir að gefa stjórnendum til að gera upp við starfsmenn.

Pistillinn ber yfirskriftina „Framtíð 24.is – Á meðan kötturinn sefur...skrifa mýsnar yfirlýsingu“. Er þar rakið að vefurinn hafi undanfarnar vikur ekki verið uppfærður reglulega og lítið afl hafi farið í umsjón hans. Eftirstandandi blaðamenn vilji því skýra stöðu mála. Undir pistilinn skrifa þeir Arnór Steinn Ívarsson og Tómas Valgeirsson, blaðmenn 24.is. Pistillinn var skrifaður án aðkomu stjórnenda 24.is. Hann hefur nú verið tekinn úr birtingu.

Í pistlinum kemur fram að á þeim fáu mánuðum sem liðnir eru frá því miðillinn fór í loftið, í október síðastliðnum, hafi fátt staðist af því sem stjórnendur lofuðu í upphafi. „Laun fóru að koma seint og sjaldnast í heilu lagi. Starfsmenn voru fullvissaðir um að fyrirtækið stæði á traustum fótum. Þeir fætur voru ekki svo traustir, eða svo virðist: starfsmenn fá ekki að vita.

Mýsnar skrifa pistilPistill blaðamanna 24.is birtist í morgun en var tekin út eftir hádegi.

Í samtali við Stundina segir Arnór Steinn að fyrstu mánuðina hafi laun verið greidd. „Svo voru orðin teikn á lofti um að eitthvað væri að, laun komu seint og sjaldnast í heilu lagi. Nú er biðin eftir launum janúarmánaðar orðin ansi löng,“ segir Arnór Steinn og staðfestir að laun fyrir janúarmánuð hafi enn ekki verið greidd, nú síðasta dag febrúarmánaðar. Þá hafi samskiptum við yfirmenn rekstrar vefsins verið mjög ábótavant.

Spurður hvaða svör, ef einhver, blaðamenn hafi fengið þegar þeir hafi leitað svara við því hver staða mála hjá miðlinum væri og hvenær þeir mættu eiga von á að fá laun sín greidd svarar Arnór Steinn því að þau svör hafi verið fáfengleg. „Svörin sem við höfum fengið er að það eigi að bæta úr þessum málum og fram til þessa höfum við lagt traust okkar á það. Við höfum gefið þessu sénsa en nú er sá tími kominn að þeir sénsar séu uppurnir.“

Spurður hvaðan peningar inn í reksturinn hefðu komið eða átt að koma vildi Arnór Steinn ekki tjá sig um það. Spurður hvort hann lita svo á að hann væri þá hættur störfum hjá 24.is svaraði hann: „Já, ég lít svo á.“

Að sögn Arnórs Steins höfðu engin viðbrögð borist frá forsvarsmönnum 24.is eftir að pistillinn fór í loftið. Sem fyrr segir hefur pistillinn verið tekinn úr birtingu. Hvorki Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri 24.is, né Guðbjarni Traustason framkvæmdastjóri svöruðu þegar Stundin reyndi að ná tali af þeim.

 Pistil þeirra Arnórs Steins og Tómasar má lesa hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár