Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Uppreisn á fréttamiðlinum 24.is

Blaða­menn birtu pist­il án sam­ráðs við rit­stjóra þar sem þeir lýsa óstjórn og fjár­hag­sóreiðu á fréttamiðl­in­um. Laun janú­ar­mánuð­ar hafa enn ekki ver­ið greidd.

Uppreisn á fréttamiðlinum 24.is
Uppnám á 24.is Blaðamenn á fréttamiðlinum 24.is hafa ekki fengið greidd laun og birtu pistil til að lýsa stöðu mála á miðlinum. Þeir eru hættir störfum. Mynd: Stundin / JIS

Blaðamenn fréttamiðilsins 24.is birtu í morgun pistil á vefsíðu miðilsins þar sem þeir lýsa lausatökum í stjórnun miðilsins og rekstri hans. Það birtist meðal annars í því að starfsmenn hafi fengið laun sín greidd seint og illa og samskiptaleysi við stjórnendur. Enn hafa blaðamenn ekki fengið greidd laun fyrir janúarmánuð. Því sé sá tími liðinn sem þeir segjast tilbúnir að gefa stjórnendum til að gera upp við starfsmenn.

Pistillinn ber yfirskriftina „Framtíð 24.is – Á meðan kötturinn sefur...skrifa mýsnar yfirlýsingu“. Er þar rakið að vefurinn hafi undanfarnar vikur ekki verið uppfærður reglulega og lítið afl hafi farið í umsjón hans. Eftirstandandi blaðamenn vilji því skýra stöðu mála. Undir pistilinn skrifa þeir Arnór Steinn Ívarsson og Tómas Valgeirsson, blaðmenn 24.is. Pistillinn var skrifaður án aðkomu stjórnenda 24.is. Hann hefur nú verið tekinn úr birtingu.

Í pistlinum kemur fram að á þeim fáu mánuðum sem liðnir eru frá því miðillinn fór í loftið, í október síðastliðnum, hafi fátt staðist af því sem stjórnendur lofuðu í upphafi. „Laun fóru að koma seint og sjaldnast í heilu lagi. Starfsmenn voru fullvissaðir um að fyrirtækið stæði á traustum fótum. Þeir fætur voru ekki svo traustir, eða svo virðist: starfsmenn fá ekki að vita.

Mýsnar skrifa pistilPistill blaðamanna 24.is birtist í morgun en var tekin út eftir hádegi.

Í samtali við Stundina segir Arnór Steinn að fyrstu mánuðina hafi laun verið greidd. „Svo voru orðin teikn á lofti um að eitthvað væri að, laun komu seint og sjaldnast í heilu lagi. Nú er biðin eftir launum janúarmánaðar orðin ansi löng,“ segir Arnór Steinn og staðfestir að laun fyrir janúarmánuð hafi enn ekki verið greidd, nú síðasta dag febrúarmánaðar. Þá hafi samskiptum við yfirmenn rekstrar vefsins verið mjög ábótavant.

Spurður hvaða svör, ef einhver, blaðamenn hafi fengið þegar þeir hafi leitað svara við því hver staða mála hjá miðlinum væri og hvenær þeir mættu eiga von á að fá laun sín greidd svarar Arnór Steinn því að þau svör hafi verið fáfengleg. „Svörin sem við höfum fengið er að það eigi að bæta úr þessum málum og fram til þessa höfum við lagt traust okkar á það. Við höfum gefið þessu sénsa en nú er sá tími kominn að þeir sénsar séu uppurnir.“

Spurður hvaðan peningar inn í reksturinn hefðu komið eða átt að koma vildi Arnór Steinn ekki tjá sig um það. Spurður hvort hann lita svo á að hann væri þá hættur störfum hjá 24.is svaraði hann: „Já, ég lít svo á.“

Að sögn Arnórs Steins höfðu engin viðbrögð borist frá forsvarsmönnum 24.is eftir að pistillinn fór í loftið. Sem fyrr segir hefur pistillinn verið tekinn úr birtingu. Hvorki Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri 24.is, né Guðbjarni Traustason framkvæmdastjóri svöruðu þegar Stundin reyndi að ná tali af þeim.

 Pistil þeirra Arnórs Steins og Tómasar má lesa hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár