Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

677. spurningaþraut: Hvað hét fyrirsætan á málverki þessu?

677. spurningaþraut: Hvað hét fyrirsætan á málverki þessu?

Fyrri aukaspurning:

Hvað hét konan sem var fyrirmynd málarans er málaði þetta verk?

***

Aðalspurningar:

1.  Og hvað hét annars málarinn?

2.  En hvaða málari málaði loftið í Sixtínsku kapellunni?

3.  Í hvaða borg er Sixtínska kapellan?

4.  Bókin Undan illgresinu fékk norrænu barnabókaverðlaunin fyrir árið 1990. Hver skrifaði bókina?

5.  Hversu mörg eru stjörnumerki hins svonefnda dýrahrings?

6.  Maríana-gjána má finna á hafsbotni í hvaða hafi?

7.  Hvað er annars merkilegt við Maríana-gjána?

8.  Árið 1835 fann þýski efnafræðingurinn Liebig upp aðferð til að búa til ákveðinn hlut. Menn höfðu áður reynt ýmsar aðferðir til að búa til svona hluti og stundum með sæmilegum árangri og notuðu til þess bæði gljáfægða steina og málmskífur af ýmsu tagi, en uppfinning Liebigs olli sannkallaðri byltingu. Hver var þessi hlutur hans?

9.  Jón Viðar Jónsson stundaði lengi ákveðin verk, og gerir sosum enn að einhverju leyti. Hann þótti skörulegur við þessi verk og varð bæði vinsæll en líka allmjög umdeildur. Hver voru þessi verk hans?

10.  Hvaða krydd er yfirleitt notað á Margarítu-pizzur?

***

Seinni aukaspurning:

Austur snýr svona nokkurn veginn upp á myndinni hér að neðan. Ef hún prentast vel sjáiði móta fyrir nokkrum smáeyjum allra neðst sem kallaðar eru Juan Fernandez-eyjar. Þær eru frægar fyrir hvað?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Picasso.

2,  Michelangelo.

3.  Vatíkan-borg.

4.  Guðrún Helgadóttir.

5.  Tólf.

6.  Kyrrahafinu.

7.  Þar er dýpsta hafsvæði Jarðar.

8.  Spegill.

9.  Leikdómar.

10.  Basil, basilíka.

***

Svör við aukaspurningum:

Fyrirsætan hét Dora Maar.

Eyjarnar eru frægar fyrir að á einni þeirra varð skipreika sjómaður sem síðar varð fyrirmynd að skáldsagnapersónunni Robinson Crusoe.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár