Fyrri aukaspurning:
Hvað hét konan sem var fyrirmynd málarans er málaði þetta verk?
***
Aðalspurningar:
1. Og hvað hét annars málarinn?
2. En hvaða málari málaði loftið í Sixtínsku kapellunni?
3. Í hvaða borg er Sixtínska kapellan?
4. Bókin Undan illgresinu fékk norrænu barnabókaverðlaunin fyrir árið 1990. Hver skrifaði bókina?
5. Hversu mörg eru stjörnumerki hins svonefnda dýrahrings?
6. Maríana-gjána má finna á hafsbotni í hvaða hafi?
7. Hvað er annars merkilegt við Maríana-gjána?
8. Árið 1835 fann þýski efnafræðingurinn Liebig upp aðferð til að búa til ákveðinn hlut. Menn höfðu áður reynt ýmsar aðferðir til að búa til svona hluti og stundum með sæmilegum árangri og notuðu til þess bæði gljáfægða steina og málmskífur af ýmsu tagi, en uppfinning Liebigs olli sannkallaðri byltingu. Hver var þessi hlutur hans?
9. Jón Viðar Jónsson stundaði lengi ákveðin verk, og gerir sosum enn að einhverju leyti. Hann þótti skörulegur við þessi verk og varð bæði vinsæll en líka allmjög umdeildur. Hver voru þessi verk hans?
10. Hvaða krydd er yfirleitt notað á Margarítu-pizzur?
***
Seinni aukaspurning:
Austur snýr svona nokkurn veginn upp á myndinni hér að neðan. Ef hún prentast vel sjáiði móta fyrir nokkrum smáeyjum allra neðst sem kallaðar eru Juan Fernandez-eyjar. Þær eru frægar fyrir hvað?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Picasso.
2, Michelangelo.
3. Vatíkan-borg.
4. Guðrún Helgadóttir.
5. Tólf.
6. Kyrrahafinu.
7. Þar er dýpsta hafsvæði Jarðar.
8. Spegill.
9. Leikdómar.
10. Basil, basilíka.
***
Svör við aukaspurningum:
Fyrirsætan hét Dora Maar.
Eyjarnar eru frægar fyrir að á einni þeirra varð skipreika sjómaður sem síðar varð fyrirmynd að skáldsagnapersónunni Robinson Crusoe.
Athugasemdir