Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Lífeyrissjóður setti hálfan milljarð í Alvotech sem efast um rekstrarhæfi sitt

Líf­tæknifyr­ir­tæk­ið Al­votech, sem stýrt er af Ró­bert Wessman, ef­ast um mögu­leik­ann á eig­in rekstr­ar­hæfi til fram­tíð­ar að öllu óbreyttu. Fyr­ir­tæk­ið seg­ist eiga rekstr­ar­fé út mars. Þetta kem­ur fram í fjár­festa­kynn­ingu Al­votech sem birt er á heima­síðu banda­ríska fjár­mála­eft­ir­lits­ins. 700 starfs­menn eru hjá Al­votech, flest­ir á Ís­landi.

Lífeyrissjóður setti hálfan milljarð í Alvotech sem efast um rekstrarhæfi sitt
Áhættuþættir í rekstri Alvotech Líftæknifyrirtækið Alvotech hefur staðið í hlutafjáraukningum og birt fjárfestakynningar opinberlega þar áhættuþættir í rekstrinum eru settir fram. Róbert Wessman er stofnandi Alvotech og einn af hluthöfunum.

Líftæknifyrirtækið Alvotech, sem er meðal annars í eigu fjárfestisins Róberts Wessman, efast um rekstrarhæfi sitt til framtíðar ef félagið nær sér ekki í nýja fjármögnun. Þetta kemur fram í fjárfestakynningu Alvotech sem aðgengileg er á heimasíðu bandaríska fjármálaeftirlitsins (SEC).

Alvotech stendur nú í endurfjármögnunarferli, meðal annars í Bandaríkjunum, og er það þess vegna sem fjárfestakynningin er birt opinberlega á heimasíðu fjármálaeftirlitsins.

700 starfsmenn eru hjá Alvotech, flestir á Íslandi, en einnig í Bandaríkjunum og Sviss. 

„Talsverður vafi er til staðar um rekstrarhæfi félagsins til framtíðar.“

Í fjárfestakynningunni er gerður fyrirvari um fjárhagsstöðu Alvotech í yfirliti yfir áhættuþætti í rekstrinum. Þessi fyrirvari er aftast í fjárfestakynningunni og segir í honum orðrétt: „Núverandi lausafjárstaða Alvotech, auk yfirvofandi  50 milljóna dollara fjárfestingar frá Alvogen, er nægjanleg til að fjármagna reksturinn út fyrsta ársfjórðung 2022 án frekari fjármögnunar. Talsverður vafi er til staðar um rekstrarhæfi félagsins til framtíðar.“

Sömu fyrirvarar um rekstarhæfi Alvotech …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    SEC er mjög viðkvæmt fyrir vafaatriðum í fjárfestakynningum... kannski rétt að vekja athygli þeirra á þessum óljósu vafaatriðum í kynningunni þar sem það er ósjaldan sem fjárfestakynningar sleppa gegnum netið í fyrstu atrennu nema vakin sé athygli á slíku. Hefðbundnu vinnubrögðin þeirra eru að vísa þessu til frekari greiningar ... ósjaldan með alvarlegum afleiðingum fyrir viðkomandi fyrirtæki..?
    0
    • Hlynur Jörundsson skrifaði
      Það er góð reynsla af þessari aðferðarfræði.

      Olli Magma verulegum óþægindum og smá kostnaði í Kanada. Svo þegar þú lýstir eftir leyniskjalinu um verðmætamat HS Orku þá neyddist ég til að búa til uppljóstrara hjá Magma ( Kruus) og vingast við stjórnina til að fá skjalið. ..... og aðrar upplýsingar.

      Og frekar auðvelt að veita Weissman viðeigandi refsingu fyrir hans modus operandi... ef það er það sem ykkur hjá Stundinni langar til.

      Og Aðalsteinn á hrós skilið fyrir að koma málum til dómara þegar lögreglustjórninn á Akureyri fer í leiki. En rétt að benda á að þó svo að í ljós komi að lögin hennar Katrínar séu ekki alger þykjustulög..... mun niðurstaðan ekki hafa neinar neikvæðar afleiðingar fyrir starfsmenn lögreglunnar sem sveigja og teygja lögin eftir sínum kokkabókum. Á sama tíma og fjöldi byrlunarmála og hefndarklámi er hent ofan í skúffu.

      Ef þið raunverulega viljið bæta þjóðfélagið... hættið þá að láta draga ykkur í dramaleikina.... og farið að ganga harkalega á spillt kerfið.... jafnvel þó það séu "ykkar menn". Því það er kerfið sem skiftir máli... ekki Weissman, Samherji eða aðrar afleiðingar.

      Ó... SEC hefur alltaf áhuga á kastalaeignum og slíkum eignum fyrirtækjaeigenda á fyrirtækjum á markaði... kallað true due diligence.
      0
  • Ólafur Þorkell Pálsson skrifaði
    Galið. 2007?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Róbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Alvotech tapaði 332 milljónum krónum á dag á fyrsta ársfjórðungi
GreiningRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Al­votech tap­aði 332 millj­ón­um krón­um á dag á fyrsta árs­fjórð­ungi

Fjöl­marg­ir fjár­fest­ar, með­al ann­ars ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, hafa veðj­að stórt á að Al­votech muni með tíð og tíma verða mylj­andi pen­inga­vél. Hökt hef­ur ver­ið á því ferli og á síð­ustu 27 mán­uð­um hef­ur fé­lag­ið tap­að um 180 millj­örð­um króna. Stjórn­end­ur Al­votech eru hins veg­ar bratt­ir og spá því að tekj­ur fé­lags­ins muni allt að fimm­fald­ast milli ára.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Lífeyrissjóður greiddi atkvæði gegn kaupréttum stjórnar Alvotech
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Líf­eyr­is­sjóð­ur greiddi at­kvæði gegn kauprétt­um stjórn­ar Al­votech

Lyfja­þró­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Al­votech hef­ur veitt fjór­um óháð­um stjórn­ar­mönn­um kauprétti í fé­lag­inu. Stjórn fé­lags­ins fékk heim­ild til að veita öll­um stjórn­ar­mönn­um slíka kauprétti en þeir stjórn­ar­menn sem eru tengd­ir Al­votech, með­al ann­ars Ró­bert Wess­mann og Árni Harð­ar­son hafa af­sal­að sér þess­um kauprétt­um. Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Stapi greiddi at­kvæði gegn kauprétt­ar­kerf­inu.
Háskólinn hjálpaði Róberti að eignast verksmiðjuna fyrir ekkert
SkýringRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Há­skól­inn hjálp­aði Ró­berti að eign­ast verk­smiðj­una fyr­ir ekk­ert

Við­skipt­in með lóð­ina í Vatns­mýri þar sem lyfja­verk­smiðja Al­votech reis vöktu til­tölu­lega litla at­hygli fyr­ir ára­tug síð­an. Í við­skipt­un­um voru Reykja­vík­ur­borg og Há­skóli Ís­lands hins veg­ar að af­henda Ró­berti Wessman af­not af gæð­um í op­in­berri eigu á silf­urfati, sem hann hef­ur síð­an not­að til að hagn­ast æv­in­týra­lega á í gegn­um lyfja­þró­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Al­votech.
Félag Róberts seldi skuldabréf í Alvotech á 12 milljarða rétt fyrir verðhrun
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Fé­lag Ró­berts seldi skulda­bréf í Al­votech á 12 millj­arða rétt fyr­ir verð­hrun

Fé­laga­net Ró­berts Wessman hef­ur inn­leyst hagn­að af sölu lyfja­verk­smiðj­unn­ar í Vatns­mýri á sama tíma og hluta­bréfa­verð Al­votech hef­ur hrun­ið. Árni Harð­ar­son seg­ir að sala fé­lags Ró­berts á skulda­bréf­um sem það fékk sem greiðslu fyr­ir verk­smiðj­una sé til­vilj­un og teng­ist ekk­ert synj­un Banda­ríska lyfja­eft­ir­lits­ins á mark­aðs­leyfi til Al­votech.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár