Hundruð manna mótmæltu í dag innrás Rússa í Úkraínu við sendiráð landsins við Tungötu í miðborg Reykjavíkur.
Andrei Menshenin, rússneskur blaðamaður, skipulagði mótmælin. Sagði hann í samtali við mbl.is marga Rússa vera andsnúna innrásinni og hafa sett svarta prófílmynd á samfélagsmiðlum í dag.
Einn viðstaddra var Benedikt Jóhannesson, stofnandi og fyrrverandi formaður Viðreisnar. „Allir voru daprir eftir það sem gerðist og er að gerast. Baráttunni gegn ofbeldi og yfirgangi lýkur aldrei,“ sagði hann á Facebook.
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sagðist vilja sýna samstöðu með úkraínsku þjóðinni. „Það náttúrulega gengur ekki að það sé vaðið yfir hana með ofbeldi og yfirgangi,“ sagði hann.
Athugasemdir