Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Mótmæltu „ofbeldi og yfirgangi“ við rússneska sendiráðið

Hundruð manna mót­mæltu inn­rás Rússa í Úkraínu við sendi­ráð­ið í Túngötu.

Mótmæltu „ofbeldi og yfirgangi“ við rússneska sendiráðið

Hundruð manna mótmæltu í dag innrás Rússa í Úkraínu við sendiráð landsins við Tungötu í miðborg Reykjavíkur.

Andrei Mens­hen­in, rúss­nesk­ur blaðamaður, skipulagði mótmælin. Sagði hann í samtali við mbl.is marga Rússa vera andsnúna innrásinni og hafa sett svarta prófílmynd á samfélagsmiðlum í dag.

Einn viðstaddra var Benedikt Jóhannesson, stofnandi og fyrrverandi formaður Viðreisnar. „Allir voru daprir eftir það sem gerðist og er að gerast. Baráttunni gegn ofbeldi og yfirgangi lýkur aldrei,“ sagði hann á Facebook.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sagðist vilja sýna samstöðu með úkraínsku þjóðinni. „Það náttúrulega gengur ekki að það sé vaðið yfir hana með ofbeldi og yfirgangi,“ sagði hann.

Andrés Ingi JónssonÞingmaður Pírata var viðstaddur mótmælin.Davíð Þór

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár