Olíuúrgangur á Íslandi hefur aldrei verið endurunninn í sögu landsins þrátt fyrir að það sé hægt. Ein af ástæðunum fyrir því er sú að nokkrar loðnubræðslur á landinu virðast háðar því að geta brennt olíuúrgang, þar sem hún er ódýrasta eldsneyti sem fæst. Brennsluofnarnir sem eru í loðnubræðslunum gætu í raun brennt hvaða eldsneyti sem er, meðal annars gasolíu sem er mun umhverfisvænni kostur. En á meðan þeim stendur til boða lítið hreinsuð og þynnt úrgangsolía, á mun lægra verði, brenna verksmiðjurnar henni og losa fyrir vikið mun meira af hættulegum efnum út í andrúmsloftið. Verksmiðjuolían er þriðjungur þeirrar olíu sem brennd er á núverandi loðnuvertíð.
Ein meginástæða þess að olía er ekki endurunnin hér er sú að það borgar sig ekki. Enginn fjárhagslegur hvati er til þess, auk þess sem svo illa virðist staðið að flokkun og söfnun olíuúrgangs og alls konar olíum og efnum blandað saman við olíuna …
Athugasemdir