Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Ódýrasta og mest mengandi olían brennd í loðnubræðslum

Stærstu og stönd­ug­ustu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins brenna úr­gang­sol­íu í stór­um stíl í bræðsl­um sín­um. Olí­an er einn óum­hverf­i­s­vænsti kost­ur fyr­ir­tækj­anna en um leið sá langó­dýr­asti.

Ódýrasta og mest mengandi olían brennd í loðnubræðslum

Olíuúrgangur á Íslandi hefur aldrei verið endurunninn í sögu landsins þrátt fyrir að það sé hægt. Ein af ástæðunum fyrir því er sú að nokkrar loðnubræðslur á landinu virðast háðar því að geta brennt olíuúrgang, þar sem hún er ódýrasta eldsneyti sem fæst. Brennsluofnarnir sem eru í loðnubræðslunum gætu í raun brennt hvaða eldsneyti sem er, meðal annars gasolíu sem er mun umhverfisvænni kostur. En á meðan þeim stendur til boða lítið hreinsuð og þynnt úrgangsolía, á mun lægra verði, brenna verksmiðjurnar henni og losa fyrir vikið mun meira af hættulegum efnum út í andrúmsloftið. Verksmiðjuolían er þriðjungur þeirrar olíu sem brennd er á núverandi loðnuvertíð.

Ein meginástæða þess að olía er ekki endurunnin hér er sú að það borgar sig ekki. Enginn fjárhagslegur hvati er til þess, auk þess sem svo illa virðist staðið að flokkun og söfnun olíuúrgangs og alls konar olíum og efnum blandað saman við olíuna …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár