Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ódýrasta og mest mengandi olían brennd í loðnubræðslum

Stærstu og stönd­ug­ustu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins brenna úr­gang­sol­íu í stór­um stíl í bræðsl­um sín­um. Olí­an er einn óum­hverf­i­s­vænsti kost­ur fyr­ir­tækj­anna en um leið sá langó­dýr­asti.

Ódýrasta og mest mengandi olían brennd í loðnubræðslum

Olíuúrgangur á Íslandi hefur aldrei verið endurunninn í sögu landsins þrátt fyrir að það sé hægt. Ein af ástæðunum fyrir því er sú að nokkrar loðnubræðslur á landinu virðast háðar því að geta brennt olíuúrgang, þar sem hún er ódýrasta eldsneyti sem fæst. Brennsluofnarnir sem eru í loðnubræðslunum gætu í raun brennt hvaða eldsneyti sem er, meðal annars gasolíu sem er mun umhverfisvænni kostur. En á meðan þeim stendur til boða lítið hreinsuð og þynnt úrgangsolía, á mun lægra verði, brenna verksmiðjurnar henni og losa fyrir vikið mun meira af hættulegum efnum út í andrúmsloftið. Verksmiðjuolían er þriðjungur þeirrar olíu sem brennd er á núverandi loðnuvertíð.

Ein meginástæða þess að olía er ekki endurunnin hér er sú að það borgar sig ekki. Enginn fjárhagslegur hvati er til þess, auk þess sem svo illa virðist staðið að flokkun og söfnun olíuúrgangs og alls konar olíum og efnum blandað saman við olíuna …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár