Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Pútín hótar því sem aldrei hefur sést

Vla­dímír Pútín vís­aði til bar­áttu gegn nas­isma og Banda­ríkj­anna sem „heimsveld­is lyga“, eft­ir að hann fyr­ir­skip­aði alls­herj­ar­inn­rás í Úkraínu. Hann var­ar við því að hon­um verði veitt mót­spyrna.

Pútín hótar því sem aldrei hefur sést
Sprengingar nærri Kharkiv Rússar réðust meðal annars á herflugvöll í Chuguyev nærri Kharkiv í austurhlutanum. Mynd: AFP

Eftir að hafa þráfaldlega þrætt fyrir áform um innrás í Úkraínu, þrátt fyrir mikinn liðssöfnuð við landamærin, fyrirskipaði Vladimir Pútín Rússlandsforseti herdeildum að ráðast á landið úr mörgum áttum í nótt. Pútín lýsti árásunum sem sértækum aðgerðum og fyrirskipaði Úkraínumönnum að veita enga mótspyrnu, heldur leggja niður vopn. „Nató styður úkraínska nýnasista ... Aðgerðir okkar eru sjálfsvörn gegn ógnum,“ sagði Pútín í nótt.

Sprengingar heyrðust í nótt Kharkiv, Kramatorsk og Dnipro í austri, í Odessu og Kherson í suðri, og höfuðborginni Kyiv í norðri. Úkraínsk yfirvöld segja meira en 40 hermenn hafa látist og upp undir 10 óbreytta borgara.

„Hver sem reynir að trufla okkur, eða að ógna landi okkar og þjóð, verður að vita að andsvar Rússlands verður tafarlaust og leiðir yfir ykkur afleiðingar sem þið hafið aldrei upplifað í sögu ykkar. Við erum tilbúin í hvað sem er,“ sagði Pútín í ávarpi sínu í nótt.

Fórnarlamb loftárásaMaður hylur annan, sem lést í loftárás í nótt, með teppi nærri Chuguiv í austurhluta Úkraínu.
Slasaður eftir loftárásSlasaður maður bíður hjálpar nærri Chuguiv í austurhluta Úkraínu.

Pútín sagði hernaðaraðgerðirnar vera „spurningu um líf og dauða“ vegna útþenslu Nató. „Þetta er rauða línan sem ég hef oft talað um. Þeir eru komnir yfir hana,“ sagði Pútín. Hann vitnaði til aðgerða Nató í Júgóslavíu 1999 og innrásar Bandaríkjanna í Írak 2003, máli sínu til stuðnings, og sagði að Bandaríkin væri „heimsveldi lyga“. 

Þá réttlætti Pútín innrásina með því að hann væri að hreinsa Úkraínu af nasisma. Áður hefur hann skilgreint Úkraínu sem sköpunarverk Rússa og efast um tilvistarrétt ríkisins. Undanfarið hefur hann síðan endurtekið ásakanir um þjóðarmorð Úkraínumanna í Donbass.

Úkraínsk yfirvöld fullyrtu að þau hefði skotið niður fimm herflugvélar og eina þyrlu.

Í gærkvöldi beindi Volodymir Zelenski, forseti Úkraínu, orðum sínum til rússnesku þjóðarinnar og sagði að hún ein gæti stöðvað óréttmæta árás.

Í morgun flutti hann ávarp til úkraínsku þjóðarinnar. Þar sagði hann Rússa hafa ráðist á Úkraínu með slægum hætti og hegðað sér líkt og Adolf Hitler gerði í upphafi Seinni heimsstyrjaldar. Hann sagði Rússa vera á „vegferð illsku“.

Kyiv í morgunHópur fólks bíður við hraðbanka til að taka út reiðufé.
Biðröð við bensínstöðUmferðaröngþveiti myndaðist á leið úr Kyiv í morgun.
Á lestarstöðinniKonur á Kyiv-Pasazhyrskyi lestarstöðinni í morgun. Loftvarnarsírenur hljóðuðu í miðborginni í dag eftir að Rússar hófu stórskotaliðsárás og eldflaugaárásir að fyrirskipan Pútíns.

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, boðaði harðar refsiaðgerðir. „Við munum frysta eignir Rússa í Evrópusambandinu og stöðva aðgengi rússneskra banka að evrópskum fjármálamörkuðum,“ sagði hún. „Við fordæmum þessa villimannslegu árás og þau illkvittnu rök sem notuð eru til að réttlæta hana.“

Þá sagði hún: „Við munum ekki leyfa Pútín forseta að innleiða valdbeitingu og ósvífni í stað alþjóðalaga.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár