Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Pútín hótar því sem aldrei hefur sést

Vla­dímír Pútín vís­aði til bar­áttu gegn nas­isma og Banda­ríkj­anna sem „heimsveld­is lyga“, eft­ir að hann fyr­ir­skip­aði alls­herj­ar­inn­rás í Úkraínu. Hann var­ar við því að hon­um verði veitt mót­spyrna.

Pútín hótar því sem aldrei hefur sést
Sprengingar nærri Kharkiv Rússar réðust meðal annars á herflugvöll í Chuguyev nærri Kharkiv í austurhlutanum. Mynd: AFP

Eftir að hafa þráfaldlega þrætt fyrir áform um innrás í Úkraínu, þrátt fyrir mikinn liðssöfnuð við landamærin, fyrirskipaði Vladimir Pútín Rússlandsforseti herdeildum að ráðast á landið úr mörgum áttum í nótt. Pútín lýsti árásunum sem sértækum aðgerðum og fyrirskipaði Úkraínumönnum að veita enga mótspyrnu, heldur leggja niður vopn. „Nató styður úkraínska nýnasista ... Aðgerðir okkar eru sjálfsvörn gegn ógnum,“ sagði Pútín í nótt.

Sprengingar heyrðust í nótt Kharkiv, Kramatorsk og Dnipro í austri, í Odessu og Kherson í suðri, og höfuðborginni Kyiv í norðri. Úkraínsk yfirvöld segja meira en 40 hermenn hafa látist og upp undir 10 óbreytta borgara.

„Hver sem reynir að trufla okkur, eða að ógna landi okkar og þjóð, verður að vita að andsvar Rússlands verður tafarlaust og leiðir yfir ykkur afleiðingar sem þið hafið aldrei upplifað í sögu ykkar. Við erum tilbúin í hvað sem er,“ sagði Pútín í ávarpi sínu í nótt.

Fórnarlamb loftárásaMaður hylur annan, sem lést í loftárás í nótt, með teppi nærri Chuguiv í austurhluta Úkraínu.
Slasaður eftir loftárásSlasaður maður bíður hjálpar nærri Chuguiv í austurhluta Úkraínu.

Pútín sagði hernaðaraðgerðirnar vera „spurningu um líf og dauða“ vegna útþenslu Nató. „Þetta er rauða línan sem ég hef oft talað um. Þeir eru komnir yfir hana,“ sagði Pútín. Hann vitnaði til aðgerða Nató í Júgóslavíu 1999 og innrásar Bandaríkjanna í Írak 2003, máli sínu til stuðnings, og sagði að Bandaríkin væri „heimsveldi lyga“. 

Þá réttlætti Pútín innrásina með því að hann væri að hreinsa Úkraínu af nasisma. Áður hefur hann skilgreint Úkraínu sem sköpunarverk Rússa og efast um tilvistarrétt ríkisins. Undanfarið hefur hann síðan endurtekið ásakanir um þjóðarmorð Úkraínumanna í Donbass.

Úkraínsk yfirvöld fullyrtu að þau hefði skotið niður fimm herflugvélar og eina þyrlu.

Í gærkvöldi beindi Volodymir Zelenski, forseti Úkraínu, orðum sínum til rússnesku þjóðarinnar og sagði að hún ein gæti stöðvað óréttmæta árás.

Í morgun flutti hann ávarp til úkraínsku þjóðarinnar. Þar sagði hann Rússa hafa ráðist á Úkraínu með slægum hætti og hegðað sér líkt og Adolf Hitler gerði í upphafi Seinni heimsstyrjaldar. Hann sagði Rússa vera á „vegferð illsku“.

Kyiv í morgunHópur fólks bíður við hraðbanka til að taka út reiðufé.
Biðröð við bensínstöðUmferðaröngþveiti myndaðist á leið úr Kyiv í morgun.
Á lestarstöðinniKonur á Kyiv-Pasazhyrskyi lestarstöðinni í morgun. Loftvarnarsírenur hljóðuðu í miðborginni í dag eftir að Rússar hófu stórskotaliðsárás og eldflaugaárásir að fyrirskipan Pútíns.

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, boðaði harðar refsiaðgerðir. „Við munum frysta eignir Rússa í Evrópusambandinu og stöðva aðgengi rússneskra banka að evrópskum fjármálamörkuðum,“ sagði hún. „Við fordæmum þessa villimannslegu árás og þau illkvittnu rök sem notuð eru til að réttlæta hana.“

Þá sagði hún: „Við munum ekki leyfa Pútín forseta að innleiða valdbeitingu og ósvífni í stað alþjóðalaga.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár