Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Navalny: „Pútin og þjófar hans eru helsta ógnin sem blasir við Rússum“

Al­ex­ei Navalny sit­ur í fanga­búð­um í Rússlandi, enda tel­ur Vla­dimir Pút­in hann hættu­leg­asta and­stæð­ing sinn. Navalny hreifst ekki beint af ræð­unni sem Pút­in hélt í rúss­neska sjón­varp­inu í gær­kvöldi þar sem hann rétt­lætti stefnu sína gagn­vart Úkraínu

Navalny: „Pútin og þjófar hans eru helsta ógnin sem blasir við Rússum“
Alexei Navalny var á dögunum flokkaður sem hryðjuverkamaður í Rússlandi, svo Pútin gæti látið dæma hann í 15 ára fangelsi til viðbótar. En Navalny er hvergi smeykur á Twitter.

Alexei Navalny er helsti stjórnarandstæðingurinn í Rússlandi um þessar mundir. Það má gagnrýna Navalny fyrir ýmis orð sín fyrir áratug eða svo en ekki er hægt að saka hann um ragmennsku, því eftir banatilræði — sem augljóslega var runnið undan rifjum Pútins forseta — þá sneri Navalny aftur til Rússlands frá Þýskalandi, þar sem hann átti þó víst hæli. Og var Navalny umsvifalaust fangelsaður eins og gerist og gengur í einræðisríkjum.

Navalny var nýlega útskurðaður hryðjuverkamaður í Rússlandi og ætlunin er greinilega að halda honum í fangelsi til dauðadags. Enginn ætti reyndar að láta koma sér á óvart þótt Navalny verði fyrir banaslysi á næstunni eða andist af sviplegum magakrampa eða einhverju þvíumlíku.

En Navalny lætur ekki deigan síga og einhvern veginn kom hann á framfæri Twitter-pistli eftir ræðu Pútins í rússneska sjónvarpinu í gærkvöldi.

Navalny sagði á þann háðska og skorinorða hátt sem hann hefur tamið sér:

„Í gær horfði ég á „fund [rússneska] öryggisráðsins“, þennan söfnuð ellibelgja og þjófa (ég held að Baráttuhópur okkar gegn spillingu hafi gert rannsókn á spillingarmakki hvers einasta þeirra).

Og ég fór að hugsa um sama söfnuð „nómenklatúra“ ellibelgja sem sátu í miðstjórn sovéska kommúnistaflokksins og ímynduðu sér líka upp úr þurru að þeir væru stjórnvitringar á heimvísu við „skákborðið mikla“ og ákváðu að senda sovéskar hersveitir inn í Afganistan.

Árangurinn var mannfall upp á hundruð þúsunda, helsærðar þjóðir og afleiðingar sem hvorki við né Afganir erum enn búnir að bíta úr nálinni með, og raunar varð þetta ein helsta ástæðan fyrir hruni Sovétríkjanna.

Þessir fáráðlingar úr miðstjórninni skýldu sér á bak við svikula hugmyndafræði. Þessir ellibelgir Pútins hafa ekki einu sinni hugmyndafræði — bara stöðugar og blygðunarlausar lygar. Þeir hafa ekki einu sinni fyrir því að ljá ástæðu sinni fyrir stríðinu minnsta trúverðugleika.

Báðir aðilar [kommúnistaflokkurinn og stjórn Pútins] þurfa að dreifa athygli rússnesku þjóðarinnar frá hinum raunverulegu vandamálum — efnahagsmálunum, hækkandi vöruverði, vaxandi lögleysu — og beina athyglinni í staðinn að „hinni keisaralegu móðursýki“.

Hve langt er síðan þið horfðuð síðast á rússneskar sjónvarpsfréttir? Þær eru það eina sem ég horfi á nú um stundir og ég skal segja ykkur það að það ENGAR fréttir frá Rússlandi, ALLS ENGAR. Allan fréttatímann er aðeins fjallað um Úkraínu - Bandaríkin - Evrópu.

En eintómur áróður dugar ekki lengur fyrir hina elliæru þjófa. Þeir vilja blóð. Þeir vilja fá að hreyfa leikfangaskriðdreka um stríðskortin.

Því er það sem leiðtogi miðstjórnarinnar á 21. öldinni heldur alveg gjörsamlega vitskerta ræðu. Ég las á Twitter bestu lýsinguna á ræðunni: „Þetta var nákvæmlega eins og dauðadrukkinn afi minn sem dettur í það í fjölskylduboðum og abbast upp á alla með útlistunum sínum á því hvernig er raunverulega í pottinn búið í alheimspólitíkinni.“

Prófið að taka orðið „Úkraínu“ út úr ræðu hans og setjið „Kasakstan“ í staðinn eða „Belarús“ eða „Eystrasaltslöndin“ eða „Aserbædjan“ eða „Úsbekistan“ eða jafnvel „Finnland“. Og reynið að ímynda ykkur hvert hugsanagangur hins elliæra afa gæti leitt hann næst.

Þetta endaði skelfilega fyrir alla árið 1979. Og þetta mun enda jafn illa núna. Afganistan var eyðilagt en Sovétríkin voru líka helsærð eftir.

Pútin ber ábyrgð á því að hundruð Úkraínumanna og Rússa gætu fallið núna og í framtíðinni gæti talan endað í tugum þúsunda. Já, hann mun ekki leyfa Úkraínu að þróast að eigin geðþótta, heldur mun hann draga landið í svaðið, en Rússland mun greiða sama verð.

Við [Rússar] eigum allt sem til þarf til að þróast vel á 21. öldinni. Við höfum olíu og menntað fólk en nú munum aftur tapa stórfé og sólunda sögulegu tækifæri til að lifa auðugu venjulegu lífi en í staðinn fá stríð, skít, lygar og höllina [Pútins] með gullörnunum í Gelendzhik.

Pútin og hans elliæru þjófar úr Öryggisráðinu og Sameinuðu Rússlandi eru óvinir Rússlands og helsta ógnin sem blasir við [Rússum], ekki Úkraína og ekki Vesturlönd. Pútin drepur og vill drepa fleiri.

Það er Kreml sem gerir þig fátækan, ekki Washington. Það er ekki í London sem sú efnahagsstefna er ákveðin sem hækkar verðið á súpuskál ellilífeyrisþegans um helming, heldur í Moskvu.

Til að berjast í þágu Rússlands, til að bjarga [Rússlandi] þarf að koma Pútin og þjófum hans frá völdum. En nú þýðir það líka öllu venjulegri „baráttu fyrir friði“.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnus Helgi Sigurðsson skrifaði
    Góð greining hjá Navalny á ástandinu og mikið er þetta sorglegt
    0
  • Páll Pálsson skrifaði
    Þetta er því miður allt satt ....sem er skelfilegt....ef það verdur styrjöld þá vona ég ad Rússar geri eins og Argentínu menn eftir Falklandseya stríðið
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu