Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Þessi ótti upp á líf og dauða var raunverulegur“

Leik­stjór­inn Guð­mund­ur Arn­ar Guð­munds­son átti stórt líf sem ung­ling­ur þar sem slags­mál­in voru upp á líf og dauða og full­orðna fólk­ið varð einskis víst. Hann not­ar drauma sína sem inn­blást­ur fyr­ir alda­móta­sög­ur um unga drengi sem berj­ast við stór­ar til­finn­ing­ar. Stund­in ræddi við hann um nýj­ustu kvik­mynd hans, Ber­d­reymi, á milli æv­in­týra á Berl­inale há­tíð­inni.

„Þessi ótti upp á líf og dauða var raunverulegur“

Byggingarnar gnæfa yfir á hinu framúrstefnulega torgi, Potsdamer Platz í Berlín, þar sem Berlinale hátíðin fer fram ár hvert. Ég hitti Guðmund Arnar Guðmundsson leikstjóra fyrir í sérútbúnu viðtalsrými á Hyatt hótelinu, þar sem stórleikarar, bransafólk og fjölmiðlamenn þeysast um. Daginn áður var Berdreymi, nýjasta mynd hans, frumsýnd í nálægu kvikmyndahúsi og með framleiðendum í för var leikarahópurinn, mikið til ungmenni sem voru að stíga sín fyrstu spor í leiklist.

„Krakkarnir voru að gefa eiginhandaráritanir,“ segir Guðmundur með bros á vör, en unglingar hafa alltaf leikið stór hlutverk í myndum hans og fengið í kjölfarið að njóta afrakstursins. „Fólk kom með útprentaðar myndir af þeim og þau hafa verið að taka af sér „selfie“ myndir á meðan þau gefa eiginhandaráritun.“

Dagskráin hefur verið stíf og þennan dag er Guðmundur með röð viðtala á dagskrá. Mynd hans er eitt af þeim íslensku verkum sem sýnd eru á hátíðinni og því margir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár