Byggingarnar gnæfa yfir á hinu framúrstefnulega torgi, Potsdamer Platz í Berlín, þar sem Berlinale hátíðin fer fram ár hvert. Ég hitti Guðmund Arnar Guðmundsson leikstjóra fyrir í sérútbúnu viðtalsrými á Hyatt hótelinu, þar sem stórleikarar, bransafólk og fjölmiðlamenn þeysast um. Daginn áður var Berdreymi, nýjasta mynd hans, frumsýnd í nálægu kvikmyndahúsi og með framleiðendum í för var leikarahópurinn, mikið til ungmenni sem voru að stíga sín fyrstu spor í leiklist.
„Krakkarnir voru að gefa eiginhandaráritanir,“ segir Guðmundur með bros á vör, en unglingar hafa alltaf leikið stór hlutverk í myndum hans og fengið í kjölfarið að njóta afrakstursins. „Fólk kom með útprentaðar myndir af þeim og þau hafa verið að taka af sér „selfie“ myndir á meðan þau gefa eiginhandaráritun.“
Dagskráin hefur verið stíf og þennan dag er Guðmundur með röð viðtala á dagskrá. Mynd hans er eitt af þeim íslensku verkum sem sýnd eru á hátíðinni og því margir …
Athugasemdir