Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Þessi ótti upp á líf og dauða var raunverulegur“

Leik­stjór­inn Guð­mund­ur Arn­ar Guð­munds­son átti stórt líf sem ung­ling­ur þar sem slags­mál­in voru upp á líf og dauða og full­orðna fólk­ið varð einskis víst. Hann not­ar drauma sína sem inn­blást­ur fyr­ir alda­móta­sög­ur um unga drengi sem berj­ast við stór­ar til­finn­ing­ar. Stund­in ræddi við hann um nýj­ustu kvik­mynd hans, Ber­d­reymi, á milli æv­in­týra á Berl­inale há­tíð­inni.

„Þessi ótti upp á líf og dauða var raunverulegur“

Byggingarnar gnæfa yfir á hinu framúrstefnulega torgi, Potsdamer Platz í Berlín, þar sem Berlinale hátíðin fer fram ár hvert. Ég hitti Guðmund Arnar Guðmundsson leikstjóra fyrir í sérútbúnu viðtalsrými á Hyatt hótelinu, þar sem stórleikarar, bransafólk og fjölmiðlamenn þeysast um. Daginn áður var Berdreymi, nýjasta mynd hans, frumsýnd í nálægu kvikmyndahúsi og með framleiðendum í för var leikarahópurinn, mikið til ungmenni sem voru að stíga sín fyrstu spor í leiklist.

„Krakkarnir voru að gefa eiginhandaráritanir,“ segir Guðmundur með bros á vör, en unglingar hafa alltaf leikið stór hlutverk í myndum hans og fengið í kjölfarið að njóta afrakstursins. „Fólk kom með útprentaðar myndir af þeim og þau hafa verið að taka af sér „selfie“ myndir á meðan þau gefa eiginhandaráritun.“

Dagskráin hefur verið stíf og þennan dag er Guðmundur með röð viðtala á dagskrá. Mynd hans er eitt af þeim íslensku verkum sem sýnd eru á hátíðinni og því margir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár