Fyrri aukaspurning:
Hvaða myndhöggvari gjörði myndina hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Í hverju var Robert James Fischer heimsmeistari?
2. Hvaða íþróttafélag hefur aðsetur á Hlíðarenda?
3. Hvers son var Gunnar á Hlíðarenda?
4. Hvað er SARS-CoV-2?
5. JPV er skammstöfun fyrir eina af undirdeildum stærsta bókaforlags landsins. Fyrir hvað stendur þessi skammstöfun JPV í bókabransanum?
6. Kákasusfjallgarðurinn rís milli tveggja hafsvæða, þótt annað hafið sé raunar landlukt og sé því í raun stöðuvatn. En hvað heita þessi svæði bæði?
7. Í fjöllunum þeim eru þrjú lítil ríki. Nefnið að minnsta kosti tvö þeirra.
8. Sigurjón Kjartansson og Óttar Proppé hafa allt frá 1987 verið saman í hljómsveit sem heitir ...?
9. Rentukammerið og kansellíið. Hvað er það fyrir nokkuð?
10. Nefertiti hét drottning ein. Í hvaða landi var hún drottning.
***
Seinni aukaspurning:
Hvað nefnist flugvélategundin sem hér sést?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Skák.
2. Valur.
3. Hámundarson.
4. Veiran sem veldur Covid-19.
5. Jóhann Páll Valdimarsson.
6. Savartahaf og Kaspíhaf.
7. Armenía, Georgía og Aserbædjan. Hafa þarf tvö rétt, sem sagt.
8. Ham.
9. Stjórnardeildir (ráðuneytisskrifstofur) í Kaupmannahöfn sem höfðu með málefni Íslands að vera.
10. Egiftalandi.
***
Svör við aukaspurningum:
Höggmyndina gerði Einar Jónsson.
Á neðri myndinni er vél af gerðinni Stuka.
Athugasemdir