Tíu bækur, fimmtán tungumál og um milljón eintök seld. Óhætt er að segja að Lilja Sigurðardóttir hafi notið velgengni sem rithöfundur. Spurð út í lykilinn að góðri sögu og hvaða stílbrögð hún notar segir hún: „Ég skrifa frekar knappan stíl. Ég er mikill Hemingway-aðdáandi hvað stíl varðar og er ekki mikið í nákvæmum lýsingum. Ég reyni að búa til einhvers konar frásagnartakt þannig að sagan sjálf hafi einhvers konar hjartslátt; að það sé taktur sem kannski verður hraðari. Ég nota til þess stutta kafla og skipti oft á milli sjónarhorna til að lesendur nái ekki að verða mettir af einu sjónarhorni áður en þeir fari yfir í það næsta. Það er þessi frásagnartaktur sem ég hef áhuga á að skapa og bæta mig í, auk þess sem ég vil verða knappari í stílnum en flókin setningagerð er minn Akkilesarhæll,“ segir Lilja, sem er að skrifa sína tíundu spennusögu.
Fyrsta bók …
Athugasemdir