Hugmyndin um sameiningu lífverunnar og vélmennisins hefur verið til frá örófi alda og draumsýnin um að maðurinn gerist skapari lífs talin jafn heillandi og hún hefur þótt ógnvænleg.
Nú telja nokkrir vísindamenn sig vera komna nær þeirri hugmynd að sameina þessa tvo veruleika með því að taka frumur og fá þær til að hegða sér ekki aðeins á vélrænan og nokkuð fyrirsjáanlegan hátt, líkt og við þekkjum af hálfu vélmenna, heldur einnig að skapa afkvæmi í því ferli.
En hvað þýðir þessi uppgötvun þeirra fyrir vísindin og rannsóknartækifærin þar á eftir og hvað var það nákvæmlega sem þeir komust að?
Skringileg þróun
Xenobots er það sem vísindamenn frá Háskólanum í Vermont, Tuft háskóla og Harvard kalla nýju lífvélarnar sínar. Þeir eru blanda af Xenopus og Robot. Xenopus er heitið á klófættri frosktegund frá Suður-Shara og er nafnið mótað úr grísku orðunum Xenos, sem þýðir „skrýtið“, og pous sem þýðir „fótur“. …
Þetta er einföld frásögn af fikti með stofnfrumur froska og að skera kúlulag frumklasa þeirra í einskonar Pacman hálfmána, sem geri þeim kleift að safna fleiri stofnfrumum með sér í einu. Allir geta leikið sér svona og ekkert er hannað eða skapað umfram það sem náttúrna er löngu búin að skapa. Ekkert er heldur „vél“ þarna sem ekki er í öllum lífverum.