Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

659. spurningaþraut: Guðmundur Sigurjónsson og fleira fólk

659. spurningaþraut: Guðmundur Sigurjónsson og fleira fólk

Fyrri aukaspurning:

Hvað er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  „Skömmu‘ áður en vindurinn sofnar uppi á hæðunum, eins og morgundöggin sprettur svitinn fram. Andartaki áður en nýr dagur kemur með póstinum ákveður sólin að hylja sinn harm.“ Hvað er þetta?

2.  Í kjölfar Skaftárelda komu ... ?

3.  Hún fæddist um árið 850 — ef hún var til á annað borð — og átti tvö börn með eiginmanni sínum, Þorsteinn hét sonur hennar en Þórný dóttir. Hún er talin formóðir allra innfæddra Íslendinga — ef hún var þá til á annað borð! Hvað hét hún?

4.  Á árunum kringum 2010 reis upp stjórnmálahreyfing innan bandaríska Repúblikanaflokksins sem þótti heldur pópúlísk. Hreyfingin rann svo inn í stuðningsmannablokk Trumps og er vart lengur minnst á hana. Hvað var þessi hreyfing kölluð?

5.  „Ekki skal gráta Björn bónda, heldur ...“ hvað?

6.  Hvaða fyrirbæri er Maríulax?

7.  Hvað heitir danski fótboltakarlinn sem fékk hjartaáfall í leik á Evrópumótinu í fótbolta síðastliðið sumar?

8.  Hvað heitir forseti Sýrlands sem virðist ætla að halda völdum þrátt fyrir borgarastríð í áratug?

9.  Í hvaða landi fellur fljótið Indus til sjávar?

10.  Guðmundur Sigurjónsson varð annar Íslendinga til þess að ná á alþjóðavettvangi tilteknum áfanga, sem er eftirsóttur mjög. Það var árið 1975. Á eftir Guðmundi hefur svo rúmlega tugur Íslendinga náð sama áfanga, og voru þeir heilmiklar þjóðhetjur á sínum tíma þótt nokkuð hafi dregið úr athyglinni undanfarið. Hvaða áfanga náði Guðmundur?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Blindsker eftir Bubba Morthens.

2.  Móðuharðindi.

3.  Hallveig Fróðadóttir (kona Ingólfs Arnarsonar). Hallveig dugar reyndar.

4.  Tea Party, Teboðshreyfingin.

5.  Safna liði.

6.  Fyrsti lax sem einhver veiðir.

7.  Christan Eriksen.

8.  Assad.

9.  Pakistan.

10.  Hann var stórmeistari í skák.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er sporðdreki.

Á neðri myndinni er Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár