Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

659. spurningaþraut: Guðmundur Sigurjónsson og fleira fólk

659. spurningaþraut: Guðmundur Sigurjónsson og fleira fólk

Fyrri aukaspurning:

Hvað er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  „Skömmu‘ áður en vindurinn sofnar uppi á hæðunum, eins og morgundöggin sprettur svitinn fram. Andartaki áður en nýr dagur kemur með póstinum ákveður sólin að hylja sinn harm.“ Hvað er þetta?

2.  Í kjölfar Skaftárelda komu ... ?

3.  Hún fæddist um árið 850 — ef hún var til á annað borð — og átti tvö börn með eiginmanni sínum, Þorsteinn hét sonur hennar en Þórný dóttir. Hún er talin formóðir allra innfæddra Íslendinga — ef hún var þá til á annað borð! Hvað hét hún?

4.  Á árunum kringum 2010 reis upp stjórnmálahreyfing innan bandaríska Repúblikanaflokksins sem þótti heldur pópúlísk. Hreyfingin rann svo inn í stuðningsmannablokk Trumps og er vart lengur minnst á hana. Hvað var þessi hreyfing kölluð?

5.  „Ekki skal gráta Björn bónda, heldur ...“ hvað?

6.  Hvaða fyrirbæri er Maríulax?

7.  Hvað heitir danski fótboltakarlinn sem fékk hjartaáfall í leik á Evrópumótinu í fótbolta síðastliðið sumar?

8.  Hvað heitir forseti Sýrlands sem virðist ætla að halda völdum þrátt fyrir borgarastríð í áratug?

9.  Í hvaða landi fellur fljótið Indus til sjávar?

10.  Guðmundur Sigurjónsson varð annar Íslendinga til þess að ná á alþjóðavettvangi tilteknum áfanga, sem er eftirsóttur mjög. Það var árið 1975. Á eftir Guðmundi hefur svo rúmlega tugur Íslendinga náð sama áfanga, og voru þeir heilmiklar þjóðhetjur á sínum tíma þótt nokkuð hafi dregið úr athyglinni undanfarið. Hvaða áfanga náði Guðmundur?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Blindsker eftir Bubba Morthens.

2.  Móðuharðindi.

3.  Hallveig Fróðadóttir (kona Ingólfs Arnarsonar). Hallveig dugar reyndar.

4.  Tea Party, Teboðshreyfingin.

5.  Safna liði.

6.  Fyrsti lax sem einhver veiðir.

7.  Christan Eriksen.

8.  Assad.

9.  Pakistan.

10.  Hann var stórmeistari í skák.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er sporðdreki.

Á neðri myndinni er Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár