Fyrri aukaspurning:
Hvað er þetta?
***
Aðalspurningar:
1. „Skömmu‘ áður en vindurinn sofnar uppi á hæðunum, eins og morgundöggin sprettur svitinn fram. Andartaki áður en nýr dagur kemur með póstinum ákveður sólin að hylja sinn harm.“ Hvað er þetta?
2. Í kjölfar Skaftárelda komu ... ?
3. Hún fæddist um árið 850 — ef hún var til á annað borð — og átti tvö börn með eiginmanni sínum, Þorsteinn hét sonur hennar en Þórný dóttir. Hún er talin formóðir allra innfæddra Íslendinga — ef hún var þá til á annað borð! Hvað hét hún?
4. Á árunum kringum 2010 reis upp stjórnmálahreyfing innan bandaríska Repúblikanaflokksins sem þótti heldur pópúlísk. Hreyfingin rann svo inn í stuðningsmannablokk Trumps og er vart lengur minnst á hana. Hvað var þessi hreyfing kölluð?
5. „Ekki skal gráta Björn bónda, heldur ...“ hvað?
6. Hvaða fyrirbæri er Maríulax?
7. Hvað heitir danski fótboltakarlinn sem fékk hjartaáfall í leik á Evrópumótinu í fótbolta síðastliðið sumar?
8. Hvað heitir forseti Sýrlands sem virðist ætla að halda völdum þrátt fyrir borgarastríð í áratug?
9. Í hvaða landi fellur fljótið Indus til sjávar?
10. Guðmundur Sigurjónsson varð annar Íslendinga til þess að ná á alþjóðavettvangi tilteknum áfanga, sem er eftirsóttur mjög. Það var árið 1975. Á eftir Guðmundi hefur svo rúmlega tugur Íslendinga náð sama áfanga, og voru þeir heilmiklar þjóðhetjur á sínum tíma þótt nokkuð hafi dregið úr athyglinni undanfarið. Hvaða áfanga náði Guðmundur?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heitir konan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Blindsker eftir Bubba Morthens.
2. Móðuharðindi.
3. Hallveig Fróðadóttir (kona Ingólfs Arnarsonar). Hallveig dugar reyndar.
4. Tea Party, Teboðshreyfingin.
5. Safna liði.
6. Fyrsti lax sem einhver veiðir.
7. Christan Eriksen.
8. Assad.
9. Pakistan.
10. Hann var stórmeistari í skák.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er sporðdreki.
Á neðri myndinni er Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri.
Athugasemdir