Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

654. spurningaþraut: Hér er spurt um fleðulega gellu með gassagang

654. spurningaþraut: Hér er spurt um fleðulega gellu með gassagang

Fyrri aukaspurning:

Hver er karlinn hér til vinstri? Þið fáið jafnframt STASI-stig ef þið vitið hvað hinn heitir?

****

Aðalspurningar:

1. Á BSÍ í Reykjavík er nú endastöð fyrir flugrútu og ýmsar aðrar samgöngur. En hvað þýðir skammstöfunin BSÍ?

2.  Hversu löng skyldi vera leiðin frá BSÍ og út að flugstöðinni á Miðnesheiði? Eru það 37 kílómetrar, 47 kílómetrar, 57 kílómetrar, 67 kílómetrar eða 77 kílómetrar?

3.  Og flugstöðin sú arna, eftir hverjum heitir hún?

4.  Hvað hét geysivinsæll sjónvarpsþáttur Hermanns Gunnarssonar á sínum tíma?

5.  Hvað nefndist sú fleðulega gella sem þar birtist einlægt með gassagangi nokkrum?

6.  Og hver fór með það hlutverk?

7.  Hvaða fjölmenna Asíuland ætlar að reisa sér nýja höfuðborg á næstu árum?

8.  Hvaða fjölmenna Suður-Ameríkuland gerði einmitt það fyrir um 60 árum — reisti nýja höfuðborg og flutti þangað alla stjórnsýslu sína?

9.  Þann 17. júní 1976 voru 17 Íslendingar sæmdir hinni íslensku fálkaorðu. Þar af voru átta manns sem gegndu allir sama starfinu undir sama hatti, þótt á ögn mismunandi vettvangi væri. Þessir menn höfðu þótt vinna sín verk af slíkri prýði síðustu fjögur árin að þeir máttu heita þjóðhetjur, þótt sumir þeirra væru vissulega frægari en aðrir. Hvaða karlar voru þetta?  

10.  Inn úr hvaða firði gengur Djúpavík á Ströndum?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Bifreiðastöð Íslands.

2.  47 kílómetrar.

3.  Leifi Eiríkssyni.

4.  Á tali með Hemma Gunn.

5.  Elsa Lund.

6.  Laddi.

7.  Indónesía.

8.  Brasilía.

9.  Skipherrar Landhelgisgæslunnar sem fengu orðuna fyrir frammistöðu sína í þorskastríðum við Breta.

10.  Reykjafirði.

***

Svör við aukaspurningum:

Karlinn á efri myndinni — sá til vinstri — er Gorbatsjov. Sá til hægri er Erich Honecker leiðtogi Austur-Þýskalands.

Konan á neðri myndinni er Björk.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár