Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

648. spurningaþraut: Texta fyrir hvaða söngleik samdi virðulegt Nóbelsskáld?

648. spurningaþraut: Texta fyrir hvaða söngleik samdi virðulegt Nóbelsskáld?

Fyrri aukaspurning:

Myndin hér að ofan prýðir leirker fornt en það var gert ... hvar?

***

Aðalspurningar:

1.  Í framhaldi af fyrri spurningu, hvað skyldu þær heita, hetjurnar sem þar heyja frægt einvígi sem örlög heillar borgar gætu ráðist af? Nefna þarf kappana báða.

2.  Hver samdi leikrit um Óþello?

3.  Í hvaða ríki var Tony Blair um tíma æðstur valdamaður?

4.  Breskt Nóbelskáld (sem reyndar fæddist í Bandaríkjunum) orti virðuleg kvæði um lífið og dauðann og annað þvíumlíkt en átti fleiri hliðar. Skáldið orti líka léttúðugar dýravísur sem voru 1981 notaðar sem uppistaða í vinsælum söngleik. Hvað heitir söngleikurinn?

5.  En hver var það sem samdi músíkina við þann söngleik?

6.  Hvað heitir sá róttæki femínistahópur sem hefur mjög látið að sér kveða í yfirstandandi MeToo bylgju?

7.  Cherokee er nafnið á stórri jeppategund sem framleidd er í Bandaríkjunum. Hvaða fyrirtæki framleiðir jeppa þessa?

8.  En hvaðan er nafnið Cherokee annars runnið?

9.  Piltur einn í Biblíusögunum var í uppáhaldi hjá föður sínum svo hinir mörgu bræður hans urðu öfundsjúkir. Þeir gripu þá til þess ráðs að selja hann í þrældóm til annars lands. Hvað hét piltur?

10.  Bræðrunum hefndist þó fyrir, því hann varð mektarmaður í hinu nýja landi og hafði brátt öll ráð þeirra í hendi sér. Hvaða land var það?

***

Seinni aukaspurning:

Úr hvaða bíómyndatöð er myndin hér að neðan?

***

Svör við aukaspurningum:

1.  Akkiles og Hektor.

2.  Shakespeare.

3.  Bretlandi.

4.  Cats.

5.  Andrew Lloyd Webber.

6.  Öfgar.

7.  Jeep eða Chrysler — hvorttveggja rétt.

8.  Ein af frumbyggjaþjóðum í Bandaríkjunum.

9.  Jósef.

10.  Egiftaland.

***

Svör við aukaspurningum:

Vasinn á efri myndinni er grískur.

Neðri myndin vísar til Hunger Games-flokksins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár