Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

644. spurningaþraut: Kokkteill, ránfugl, Blanda og verðlaunahöfundar

644. spurningaþraut: Kokkteill, ránfugl, Blanda og verðlaunahöfundar

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er stærsti ránfugl í heimi?

2.  Hversu margir Bandaríkjaforsetar hafa verið myrtir í embætti?

3.  Mojito nefndist kokkteill sem oftast hefur að geyma romm, límónudjús, sódavatn og mintu. Í hvaða landi í Karabíska hafinu er mojito upprunninn?

4.  Úti í hvaða fjörð, flóa, vík eða vog fellur áin Blanda?

5.  Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki skáldverka fyrir fullorðna hafa verið veitt frá 1989. Hallgrímur Helgason fékk þau á dögunum í þtiðja sinn en hver er eini höfundurinn sem hefur fengið verðlaunin tvisvar í þessum flokki?

6.  Í hvaða landi er borgin Lyon?

7.  En í hvaða landi er lengsti skipaskurður í heimi?

8.  Hvað hét faðir Margrétar 2. Danadrottningar?

9.  Hversu margir eru taflmennirnir á skákborði áður en nokkur hefur verið drepinn?

10.  Tveir af núverandi þingmönnum Samfylkingar hafa gegnt ráðherraembætti. Nefnið að minnsta kosti annan.

***

Seinni aukaspurning:

En hver er konan hér fyrir neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kondórinn í Andesfjöllum. Ekki þarf þó að nefna Andesfjöllin.

2.  Fjórir.

3.  Kúbu.

4.  Húnaflóa. Reyndar er Húnafjörður enn nákvæmara svar, en Húnaflói dugar.

5.  Guðbergur Bergsson.

6.  Frakklandi.

7.  Kína.

8.  Friðrik.

9.  32.

10.  Oddný Harðardóttir (fjármálaráðherra) og Þórunn Sveinbjarnardóttir (umhverfisráðherra).

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Móðir Teresa en á þeirri neðri Guðrún Ýr eða GDRN.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár