Fyrri aukaspurning:
Hver er konan hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hver er stærsti ránfugl í heimi?
2. Hversu margir Bandaríkjaforsetar hafa verið myrtir í embætti?
3. Mojito nefndist kokkteill sem oftast hefur að geyma romm, límónudjús, sódavatn og mintu. Í hvaða landi í Karabíska hafinu er mojito upprunninn?
4. Úti í hvaða fjörð, flóa, vík eða vog fellur áin Blanda?
5. Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki skáldverka fyrir fullorðna hafa verið veitt frá 1989. Hallgrímur Helgason fékk þau á dögunum í þtiðja sinn en hver er eini höfundurinn sem hefur fengið verðlaunin tvisvar í þessum flokki?
6. Í hvaða landi er borgin Lyon?
7. En í hvaða landi er lengsti skipaskurður í heimi?
8. Hvað hét faðir Margrétar 2. Danadrottningar?
9. Hversu margir eru taflmennirnir á skákborði áður en nokkur hefur verið drepinn?
10. Tveir af núverandi þingmönnum Samfylkingar hafa gegnt ráðherraembætti. Nefnið að minnsta kosti annan.
***
Seinni aukaspurning:
En hver er konan hér fyrir neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Kondórinn í Andesfjöllum. Ekki þarf þó að nefna Andesfjöllin.
2. Fjórir.
3. Kúbu.
4. Húnaflóa. Reyndar er Húnafjörður enn nákvæmara svar, en Húnaflói dugar.
5. Guðbergur Bergsson.
6. Frakklandi.
7. Kína.
8. Friðrik.
9. 32.
10. Oddný Harðardóttir (fjármálaráðherra) og Þórunn Sveinbjarnardóttir (umhverfisráðherra).
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Móðir Teresa en á þeirri neðri Guðrún Ýr eða GDRN.
Athugasemdir