Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Saga Úkraínu er bæði lengri og merkari en saga Rússlands!

Saga Úkraínu er bæði lengri og merkari en saga Rússlands!
Tripillja — 30 þúsund manna borg fyrir 6.000 árum! Svo undarlega sem blasir við virðist bæjarstæðið hafa verið yfirgefið og jafnvel brennt reglulega á 60-80 ára fresti, án þess að ummerki séu um stríð eða vopnavald. Enginn kann skýringu á þessu ennþá. En lengi byggðist borgin alltaf upp aftur.

Ófriðvænlegt er nú kringum Úkraínu. Ástæðurnar virðast ýmsar — en hverfast flestar annars vegar um þörf Rússa örugg landamæri í vestri, eftir bitra reynslu af innrásum úr þeirri átt, og hins vegar um þörf Úkraínu (og nágrannaríkja) til að vera örugg fyrir ásókn Rússa.

Síðustu aldirnar hafa Rússar sennilega farið talsvert oftar með her á hendur á nágrannaríkjum (þar á meðal Úkraínu) en þeir hafa sjálfir sætt innrásum, án þess ástæða sé til að metast um þær hörmungar allar.

Þá er heldur engin ástæða til að horfa framhjá því að leiðtogi Rússa vill beina athyglinni frá vaxandi vandamálum innanlands með því að magna upp óvin utanlands.

Það er gamalreynd brella harðstjóra og virðist nær alltaf virka.

Annars ætla ég ekki í þessum pistli að rekja það sem nú er á seyði, heldur hitt sem á undan er gengið. Sem sé sögu Úkraínu.

Svarta moldin

Menn hafa búið í Úkraínu frá örófi alda og Neanderdalsmenn þar á undan og eflaust fleiri manntegundir. Enda var þar gott til búsetu, veðurfar milt og hlýtt í suðri og gnægð veiðidýra í skógum. Nyrðri hluti þess landsvæðis sem við köllum nú Úkraínu nær norður í laufskógana miklu sem forðum teygðu sig eftir öllu hinu tempraða belti Evrópu og að Úralfjöllum.

Í syðri hlutanum fer að bera á gresjum og þar er hin svokallaða „svarta mold“ sem þykir einkar frjósöm og gerði Úkraínu eftirsótta mjög til kornræktar — þegar þar að kom.

Íbúar í Tripillju voru listamenn.

Fyrir um 7.000 árum fór einmitt að rísa á svæðinu — allt frá vesturhluta núverandi Úkraínu og inn í Rúmeníu — merkileg menning sem fræðimenn hafa nefnt hinu hljómfagra nafni Cucuteni–Trypillia. Þar var stundaður sjálfbær landbúnaður og efnahagur virðist hafa verið með mestu ágætum, verkmenntun var á háu stigi og allt í blóma.

Af ýmsum ástæðum áttuðu menn sig mjög seint á mikilvægi Cucuteni–Trypillia menningarinnar en hún sýnir að hin hefðbundna mynd af upphafi menningar sem risið hafi eingöngu við hin miklu fljót í Egiftalandi, Mesópótamíu (Írak), Indlandi og Kína, sú mynd er alröng.

Þótt sú menningarríki við fljótin hafi vissulega tekið eindregna forystu á ákveðnu tímabili sögunnar.

Stórborgir sinna tíma

Nema hvað, fyrir 6.000 fóru fólkið sem myndaði Cucuteni–Trypillia menninguna að reisa stórar og miklar borgir sem eru eiginlega fyrst að komast upp á yfirborðið (í bæði eiginlegri og óeiginlegri merkingu) allra síðustu áratugina.

Tripillja heitir nú fámennt syfjulegt smáþorp í Úkraínu, 40 kílómetrum sunnan við Kíev eða Kænugarð. 

En fyrir 6.000 árum var þar iðandi borg þar sem bjuggu allt að 30.000 sálir.

Sem er næsta ótrúleg stærð fyrir þann tíma.

Því miður er alltof fátt vitað um þessa borg og aðrar á svæðinu (því þær voru margar) en hérna má lesa grein sem ég skrifaði um borgina fyrir nokkrum árum. Greinin heitir: „Fundu Úkraínumenn upp lýðræðið?“ Merkilegt þykir nefnilega að engin merki hafa fundist um yfirstétt eða einræði af neinu tagi í Tripilja.

Ótal mörgum heillandi spurningum er enn ósvarað um Cucuteni–Trypillia menninguna. Fólkið virðist til dæmis hafa fundið upp hjólið en að því er virðist eingöngu notað það í barnaleikföng eins og Majar í Ameríku alllöngu seinna.

Og af hverju brenndi fólkið borgir sínar á 60-80 ára fresti, en byggði þær síðan aftur nákvæmlega eins?!

Heil menning gufar upp

Fyrir 5.000 árum hvarf þessi menning af sjónarsviðinu. Deilt er um ástæður þess en þær voru líklega af ýmsu tagi. Talið er að hlýnað hafi verulega á svæðinu ansi snögglega og hefðbundinn landbúnaður og lifnaðarhættir Cucuteni–Trypillia fólks röskuðust. Í kjölfar þess að gresjur breiddust mjög út leituðu hirðingjar úr austri inn á svæðið, herskáir nokkuð og einbeittir eins og hirðingja er gjarnan háttur.

Tripilljumenn hirtu um sínar kýr og mótuðu þær í leir.

Þeir vilja eignast ný lönd til að beita hjörðum sínum, ekki sitja kyrrir og rækta garðinn sinn eins og jarðyrkjubændur.

Með hæfilegum einföldunum má segja að þarna hafi verið á ferð hópir eða þjóðir sem höfðu búið í austurhluta hinnar núverandi Úkraínu (Donetsk-héraðinu) um skeið og má kalla Kúrgana; oft líka kenndir við Yamnaya menningu. Þetta fólk hóf heilmikla útrás í margar áttir fyrir 5.000 til 4.000 árum.

Þótt það sé ekki óumdeilt telja margir fræðimenn að þessir tilteknu Úkraínumenn (!) hafi verið formæður og forfeður þeirra svonefndu Indó-Evrópumanna sem mynduðu að lyktum merk menningarríki á Indlandi og í Íran, auk þess sem áhrif þeirra urðu allsráðandi í Evrópu.

Dakíumenn svonefndir settust að í Rúmeníu en formæður Kelta, Grikkja, Rómverja, Germana og ótal fleiri þjóða héldu lengra í vesturátt.

Um þetta leyti tömdu menn hesta í fyrsta sinn og gerðist það einhvers staðar (eða víða) á svæðinu frá Úkraínu austur að norðurhluta Kasakastan.

Hinir mestu hestamenn Úkraínu

Nú má (enn með hæfilegum einföldunum) segja að í Úkraínu og syðstu héruðum hins núverandi Rússlands (norður af Svartahafi) hafi tekið við valdatíð Skýþa. Þeir og frændur þeirra Sarmatíumenn voru frægir hestamenn og þróuðu líklega ístöð í núverandi mynd sem gerði riddara þeirra trausta í sessi og óttalega óvini fyrir nágranna.

Veldi Skýþa um 170 fyrir Krist.

Skýþar réðu ríkjum (án þess þó vel að merkja að mynda öflug ríki) á sléttunum í nokkur hundruð ár fyrir og eftir Krists burð og gerðu reglulega innrásir á Balkanskaga og inn í Miðausturlönd, þótt sú kenning sé líka til að þeir hafi þvert á móti verið einkar friðsöm þjóð og kannski svarið sig meira í ætt við formæður sínar frá tímum Cucuteni–Trypillia heldur en Kúrgana.

Nema hvað — svo liðu aldirnar, fólk bjó áfram á sléttunum norðan við Svartahaf og lifði þar sínu lífi en einnig átti leið um fjöldi þjóða sem komu flestar hraðbyri að austan, en þó ekki allar.

Um árið 400 eftir upphaf tímatals vors, þá varð árekstur í Úkraínu sem varð svo frægur í kvæðum og þjóðsögum að margt af því efni lifir enn góðu lífi.

Einfaldasta mynd þeirra sögu er svona:

Á fjórðu öld hafði germönsk þjóð sem Gotar kallaðist mætt til Úkraínu og sest þar að og drottnaði yfir heimamönnum. Gotar voru sagðir komnir frá Gotlandi í Eystrasalti og engin sérstök ástæða er til að trúa því ekki. 

Nema hvað þá mætir úr austri herská þjóð komin alla leið úr Mið-Asíu.

Húnar.

Að hefna þess með Eddukvæðum ...

Hér er ástæðulaust að rekja eina ferðina enn herferðir Húna á fimmtu öld þegar þeir ruddust á endanum langt inn í Gallíu (Frakkland), virtust líklegir til að standa yfir höfuðsvörðum Rómaveldis og áttu líka innhlaup suður til Miðausturlanda.

Jörmunrekur Gotakóngur beið afhroð gegn Húnum

En áður sú saga öll hófst fyrir alvöru, þá herjuðu Húnar á Gota sem gerst höfðu herraþjóð á hinu forna yfirráðasvæði Cucuteni–Trypillia menningarinnar.

Skemmst er frá því að segja að Gotar fóru hrakfarir miklar.

Þeim var sópað hastarlega að heiman og flúðu í ofboði suður á Balkanskaga og síðan lengra vestur.

Þar gengu þeir í lið með öðrum þjóðum og náðu þannig að hefna sín á Húnum en um leið urðu til við varðeldana og kjötkatlana á kvöldin sögur og kvæði um baráttuna við óvininn úr austri.

Þar er komin rót ýmissa af þeim hetjukvæðum sem farið var að kalla Eddukvæði þegar þau höfðu ferðast (og umbreyst) á mörgum öldum alla leið vestur á Íslandsstrendur þar sem þau voru loks skrifuð niður.

Bændur hasla sér völl

Nema hvað — Húnar gufuðu upp eins og jörðin hefði gleypt þá vestur í Evrópu og sneru aldrei aftur á úkraínsku slétturnar. 

En þar var líka heilmikil umferð, því þjóðir eins og Alanar, Avarar, Búlgarar (sem lengi bjuggu við Svartahafið austanvert), Kasarar, Ungverjar, Petsjnekar og fleiri streymdu hjá á leiðinni vestur. 

En jafnframt því sem slíkar sögur voru orðnar býsna kunnuglegar á svörtu moldinni og hæðardrögunum, þá var líka annað að gerast sem hefði ekki endilega alltaf náð á forsíður fréttablaðanna (ef einhver hefðu verið um 500-700 e.Kr.) en átti þó eftir að verða afar afdrifaríkt — og reyndar miklu afdrifaríkara en mörg heimsóknin úr austri.

Því úr vestri, innan úr Mið-Evrópu, var nýtt fólk farið að slá niður hælum sínum á hinum úkraínsku sléttum og reyndar farið að feta sig lengra norður inn í laufskógabeltið þar sem hafði verið harla strjálbyggt miðað við Úkraínu og önnur svæði norður af Svartahafi.

En nú var þetta nýja fólk rækilega farið að hasla sér völl. Hinir nýkomnu gerðust digrir bændur og hirtu í svipinn minna um að að fara um með miklum hernaði. En gamalgrónir íbúar sem fyrir voru lentu undir ægishjálmi þessa nýja fólks og fóru fyrr en varði að tala þeirra tungu.

Þetta voru Slavar.

Hverjir bjuggu þá í Moskvu?

Ástæðulaust er að rekja í smáatriðum hvaða slavneskir ættbálkir settust að hvar, enda margt á huldu þar um, en um það bil árið 600 (í síðasta lagi) stofnaði einn þessara slavnesku ættbálka kaupstað á bugðu við fljótið Dnépr — af hreinni tilviljun ekki nema 40 kílómetrum frá þeim stað þar sem hafði verið iðandi 30.000 borg mörg þúsund árum fyrr.

Tripillja.

Þessi nýi kaupstaður fékk seinna nafnið Kíev eða Kænugarður.

Á sama tíma bjuggu finnskættaðir veiðimenn í skógunum langt í norðri við annað mikið fljót, Volgu. Þeir voru fámennir og þar sem heitir nú Moskva, þar var engin byggð.

Frá framhaldi sögu Úkraínumanna svo hérna!

En um þetta leyti var staðan svona:

Þótt aðvífandi innrásarþjóðir ættu leið um Úkraínu, sem nú heitir,þá voru íbúarnir orðnir Slavar þegar þarna var komð sögu (milli 700-850 eða um svipað leyti og Ísland byggðist).

´

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Þórarinsson skrifaði
    Það sem hr. Illugi virðist ekki skilja, ekki frekar en aðrir ,,frjálsir" fjölmiðlamenn ,,siðaðra" vesturvelda... er tjáð sig hafa um þessi mál, er hvernig þetta allt horfir fyrir Rússaveldi:

    https://www.counterpunch. org/2022/01/19/ready-for-another-game-of-russian-roulette/
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Þegar Norðurlöndin runnu saman: Margrét drottning og slagurinn í Åsle
Flækjusagan

Þeg­ar Norð­ur­lönd­in runnu sam­an: Mar­grét drottn­ing og slag­ur­inn í Åsle

Þann 24. fe­brú­ar 1389 mætt­ust her­ir tveir grá­ir fyr­ir járn­um skammt ut­an við smá­þorp­ið Åsle í suð­ur­hluta Sví­þjóð­ar, þetta var á mýr­lendu svæði milli stóru vatn­anna Vätt­ern og Vänern, ekki langt frá Jön­k­öp­ing. Um það bil þús­und dát­ar voru í hvor­um her og fór sjálf­ur kon­ung­ur­inn yf­ir Svía­ríki fyr­ir öðr­um þeirra, hans tign Al­brekt af Mek­len­búrg. Hann var fyrst og fremst þýsk­ur her­toga­son­ur en hafði ver­ið val­inn kon­ung­ur Svía þeg­ar há­sæt­ið var um stund laust þar í landi 1364.
Lögmaður Trumps úr óvæntri og ævafornri átt — og kirkju!
Illugi Jökulsson
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

Lög­mað­ur Trumps úr óvæntri og æva­fornri átt — og kirkju!

Don­ald Trump á um þess­ar mund­ir í marg­vís­legu stappi í banda­rísk­um rétt­ar­söl­um og berst þar á mörg­um víg­stöðv­um. Með­al lög­fræð­inga hans er Al­ina nokk­ur Habba og er óhætt að segja að hún hafi vak­ið heil­mikla at­hygli með vask­legri en ekki að sama skapi ígrund­aðri frammi­stöðu. Dóm­ari við ein rétt­ar­höld­in hef­ur margoft sett of­an í við hana og jafn­vel hæðst að...

Mest lesið

Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
1
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Alltof mikið rask „fyrir hagsmuni mjög fárra“
4
FréttirNáttúruvernd

Alltof mik­ið rask „fyr­ir hags­muni mjög fárra“

Stuðn­ings­menn virkj­un­ar­áforma í Skjálf­andafljóti lyftu brún­um er vinnslu­til­laga að­al­skipu­lags Þing­eyj­ar­sveit­ar var aug­lýst ný­ver­ið. Þar var ekki að finna stakt orð um Ein­búa­virkj­un, smá­virkj­un svo­kall­aða sem land­eig­end­ur í Bárð­ar­dal áforma. Aðr­ir íbú­ar fagna hins veg­ar og segja fljót­ið mikla, sem fæð­ir bæði Ald­eyj­ar­foss og Goða­foss, dýr­mæt­ara í frjálsu falli.
Rektor Háskóla Íslands segir tilboð ráðherra hafa gert erfiða fjárhagsstöðu skólans verri
6
FréttirHáskólamál

Rektor Há­skóla Ís­lands seg­ir til­boð ráð­herra hafa gert erf­iða fjár­hags­stöðu skól­ans verri

Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Ís­lands, seg­ir að til­boð há­skóla­ráð­herra til sjálf­stætt starf­andi há­skóla vera um­fangs­mikla stefnu­breyt­ingu í fjár­mögn­un há­skóla­kerf­is­ins. Ekk­ert sam­ráð hafi ver­ið haft við stjórn­end­ur skól­ans en ljóst þyk­ir að breyt­ing­in muni að óbreyttu hafa nei­kvæð áhrif á fjár­hags­stöðu skól­ans sem sé nú þeg­ar erf­ið. HÍ sé far­inn að hug­leiða að leggja nið­ur náms­leið­ir.
Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
7
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Ragnheiður Þorgrímsdóttir
8
Aðsent

Ragnheiður Þorgrímsdóttir

„Þeg­ar „meng­un­ar­veik­in“ er ann­ars veg­ar er fátt um bjarg­ir“

Ragn­heið­ur Þor­gríms­dótt­ir, hross­a­rækt­andi og ábú­andi á jörð­inni Kúlu­dalsá í Hval­fjarð­ar­sveit, seg­ir að veik­indi og dauða hest­anna henn­ar megi rekja til stór­iðj­unn­ar á Grund­ar­tanga. Nú í fe­brú­ar veikt­ust tvo af hross­um henn­ar og þurfti að fella þau. Hún ræð­ir þetta mál í að­sendri grein til Heim­ild­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
2
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
3
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
6
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
7
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
2
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
3
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
5
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
7
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu