Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Saga Úkraínu er bæði lengri og merkari en saga Rússlands!

Saga Úkraínu er bæði lengri og merkari en saga Rússlands!
Tripillja — 30 þúsund manna borg fyrir 6.000 árum! Svo undarlega sem blasir við virðist bæjarstæðið hafa verið yfirgefið og jafnvel brennt reglulega á 60-80 ára fresti, án þess að ummerki séu um stríð eða vopnavald. Enginn kann skýringu á þessu ennþá. En lengi byggðist borgin alltaf upp aftur.

Ófriðvænlegt er nú kringum Úkraínu. Ástæðurnar virðast ýmsar — en hverfast flestar annars vegar um þörf Rússa örugg landamæri í vestri, eftir bitra reynslu af innrásum úr þeirri átt, og hins vegar um þörf Úkraínu (og nágrannaríkja) til að vera örugg fyrir ásókn Rússa.

Síðustu aldirnar hafa Rússar sennilega farið talsvert oftar með her á hendur á nágrannaríkjum (þar á meðal Úkraínu) en þeir hafa sjálfir sætt innrásum, án þess ástæða sé til að metast um þær hörmungar allar.

Þá er heldur engin ástæða til að horfa framhjá því að leiðtogi Rússa vill beina athyglinni frá vaxandi vandamálum innanlands með því að magna upp óvin utanlands.

Það er gamalreynd brella harðstjóra og virðist nær alltaf virka.

Annars ætla ég ekki í þessum pistli að rekja það sem nú er á seyði, heldur hitt sem á undan er gengið. Sem sé sögu Úkraínu.

Svarta moldin

Menn hafa búið í Úkraínu frá örófi alda og Neanderdalsmenn þar á undan og eflaust fleiri manntegundir. Enda var þar gott til búsetu, veðurfar milt og hlýtt í suðri og gnægð veiðidýra í skógum. Nyrðri hluti þess landsvæðis sem við köllum nú Úkraínu nær norður í laufskógana miklu sem forðum teygðu sig eftir öllu hinu tempraða belti Evrópu og að Úralfjöllum.

Í syðri hlutanum fer að bera á gresjum og þar er hin svokallaða „svarta mold“ sem þykir einkar frjósöm og gerði Úkraínu eftirsótta mjög til kornræktar — þegar þar að kom.

Íbúar í Tripillju voru listamenn.

Fyrir um 7.000 árum fór einmitt að rísa á svæðinu — allt frá vesturhluta núverandi Úkraínu og inn í Rúmeníu — merkileg menning sem fræðimenn hafa nefnt hinu hljómfagra nafni Cucuteni–Trypillia. Þar var stundaður sjálfbær landbúnaður og efnahagur virðist hafa verið með mestu ágætum, verkmenntun var á háu stigi og allt í blóma.

Af ýmsum ástæðum áttuðu menn sig mjög seint á mikilvægi Cucuteni–Trypillia menningarinnar en hún sýnir að hin hefðbundna mynd af upphafi menningar sem risið hafi eingöngu við hin miklu fljót í Egiftalandi, Mesópótamíu (Írak), Indlandi og Kína, sú mynd er alröng.

Þótt sú menningarríki við fljótin hafi vissulega tekið eindregna forystu á ákveðnu tímabili sögunnar.

Stórborgir sinna tíma

Nema hvað, fyrir 6.000 fóru fólkið sem myndaði Cucuteni–Trypillia menninguna að reisa stórar og miklar borgir sem eru eiginlega fyrst að komast upp á yfirborðið (í bæði eiginlegri og óeiginlegri merkingu) allra síðustu áratugina.

Tripillja heitir nú fámennt syfjulegt smáþorp í Úkraínu, 40 kílómetrum sunnan við Kíev eða Kænugarð. 

En fyrir 6.000 árum var þar iðandi borg þar sem bjuggu allt að 30.000 sálir.

Sem er næsta ótrúleg stærð fyrir þann tíma.

Því miður er alltof fátt vitað um þessa borg og aðrar á svæðinu (því þær voru margar) en hérna má lesa grein sem ég skrifaði um borgina fyrir nokkrum árum. Greinin heitir: „Fundu Úkraínumenn upp lýðræðið?“ Merkilegt þykir nefnilega að engin merki hafa fundist um yfirstétt eða einræði af neinu tagi í Tripilja.

Ótal mörgum heillandi spurningum er enn ósvarað um Cucuteni–Trypillia menninguna. Fólkið virðist til dæmis hafa fundið upp hjólið en að því er virðist eingöngu notað það í barnaleikföng eins og Majar í Ameríku alllöngu seinna.

Og af hverju brenndi fólkið borgir sínar á 60-80 ára fresti, en byggði þær síðan aftur nákvæmlega eins?!

Heil menning gufar upp

Fyrir 5.000 árum hvarf þessi menning af sjónarsviðinu. Deilt er um ástæður þess en þær voru líklega af ýmsu tagi. Talið er að hlýnað hafi verulega á svæðinu ansi snögglega og hefðbundinn landbúnaður og lifnaðarhættir Cucuteni–Trypillia fólks röskuðust. Í kjölfar þess að gresjur breiddust mjög út leituðu hirðingjar úr austri inn á svæðið, herskáir nokkuð og einbeittir eins og hirðingja er gjarnan háttur.

Tripilljumenn hirtu um sínar kýr og mótuðu þær í leir.

Þeir vilja eignast ný lönd til að beita hjörðum sínum, ekki sitja kyrrir og rækta garðinn sinn eins og jarðyrkjubændur.

Með hæfilegum einföldunum má segja að þarna hafi verið á ferð hópir eða þjóðir sem höfðu búið í austurhluta hinnar núverandi Úkraínu (Donetsk-héraðinu) um skeið og má kalla Kúrgana; oft líka kenndir við Yamnaya menningu. Þetta fólk hóf heilmikla útrás í margar áttir fyrir 5.000 til 4.000 árum.

Þótt það sé ekki óumdeilt telja margir fræðimenn að þessir tilteknu Úkraínumenn (!) hafi verið formæður og forfeður þeirra svonefndu Indó-Evrópumanna sem mynduðu að lyktum merk menningarríki á Indlandi og í Íran, auk þess sem áhrif þeirra urðu allsráðandi í Evrópu.

Dakíumenn svonefndir settust að í Rúmeníu en formæður Kelta, Grikkja, Rómverja, Germana og ótal fleiri þjóða héldu lengra í vesturátt.

Um þetta leyti tömdu menn hesta í fyrsta sinn og gerðist það einhvers staðar (eða víða) á svæðinu frá Úkraínu austur að norðurhluta Kasakastan.

Hinir mestu hestamenn Úkraínu

Nú má (enn með hæfilegum einföldunum) segja að í Úkraínu og syðstu héruðum hins núverandi Rússlands (norður af Svartahafi) hafi tekið við valdatíð Skýþa. Þeir og frændur þeirra Sarmatíumenn voru frægir hestamenn og þróuðu líklega ístöð í núverandi mynd sem gerði riddara þeirra trausta í sessi og óttalega óvini fyrir nágranna.

Veldi Skýþa um 170 fyrir Krist.

Skýþar réðu ríkjum (án þess þó vel að merkja að mynda öflug ríki) á sléttunum í nokkur hundruð ár fyrir og eftir Krists burð og gerðu reglulega innrásir á Balkanskaga og inn í Miðausturlönd, þótt sú kenning sé líka til að þeir hafi þvert á móti verið einkar friðsöm þjóð og kannski svarið sig meira í ætt við formæður sínar frá tímum Cucuteni–Trypillia heldur en Kúrgana.

Nema hvað — svo liðu aldirnar, fólk bjó áfram á sléttunum norðan við Svartahaf og lifði þar sínu lífi en einnig átti leið um fjöldi þjóða sem komu flestar hraðbyri að austan, en þó ekki allar.

Um árið 400 eftir upphaf tímatals vors, þá varð árekstur í Úkraínu sem varð svo frægur í kvæðum og þjóðsögum að margt af því efni lifir enn góðu lífi.

Einfaldasta mynd þeirra sögu er svona:

Á fjórðu öld hafði germönsk þjóð sem Gotar kallaðist mætt til Úkraínu og sest þar að og drottnaði yfir heimamönnum. Gotar voru sagðir komnir frá Gotlandi í Eystrasalti og engin sérstök ástæða er til að trúa því ekki. 

Nema hvað þá mætir úr austri herská þjóð komin alla leið úr Mið-Asíu.

Húnar.

Að hefna þess með Eddukvæðum ...

Hér er ástæðulaust að rekja eina ferðina enn herferðir Húna á fimmtu öld þegar þeir ruddust á endanum langt inn í Gallíu (Frakkland), virtust líklegir til að standa yfir höfuðsvörðum Rómaveldis og áttu líka innhlaup suður til Miðausturlanda.

Jörmunrekur Gotakóngur beið afhroð gegn Húnum

En áður sú saga öll hófst fyrir alvöru, þá herjuðu Húnar á Gota sem gerst höfðu herraþjóð á hinu forna yfirráðasvæði Cucuteni–Trypillia menningarinnar.

Skemmst er frá því að segja að Gotar fóru hrakfarir miklar.

Þeim var sópað hastarlega að heiman og flúðu í ofboði suður á Balkanskaga og síðan lengra vestur.

Þar gengu þeir í lið með öðrum þjóðum og náðu þannig að hefna sín á Húnum en um leið urðu til við varðeldana og kjötkatlana á kvöldin sögur og kvæði um baráttuna við óvininn úr austri.

Þar er komin rót ýmissa af þeim hetjukvæðum sem farið var að kalla Eddukvæði þegar þau höfðu ferðast (og umbreyst) á mörgum öldum alla leið vestur á Íslandsstrendur þar sem þau voru loks skrifuð niður.

Bændur hasla sér völl

Nema hvað — Húnar gufuðu upp eins og jörðin hefði gleypt þá vestur í Evrópu og sneru aldrei aftur á úkraínsku slétturnar. 

En þar var líka heilmikil umferð, því þjóðir eins og Alanar, Avarar, Búlgarar (sem lengi bjuggu við Svartahafið austanvert), Kasarar, Ungverjar, Petsjnekar og fleiri streymdu hjá á leiðinni vestur. 

En jafnframt því sem slíkar sögur voru orðnar býsna kunnuglegar á svörtu moldinni og hæðardrögunum, þá var líka annað að gerast sem hefði ekki endilega alltaf náð á forsíður fréttablaðanna (ef einhver hefðu verið um 500-700 e.Kr.) en átti þó eftir að verða afar afdrifaríkt — og reyndar miklu afdrifaríkara en mörg heimsóknin úr austri.

Því úr vestri, innan úr Mið-Evrópu, var nýtt fólk farið að slá niður hælum sínum á hinum úkraínsku sléttum og reyndar farið að feta sig lengra norður inn í laufskógabeltið þar sem hafði verið harla strjálbyggt miðað við Úkraínu og önnur svæði norður af Svartahafi.

En nú var þetta nýja fólk rækilega farið að hasla sér völl. Hinir nýkomnu gerðust digrir bændur og hirtu í svipinn minna um að að fara um með miklum hernaði. En gamalgrónir íbúar sem fyrir voru lentu undir ægishjálmi þessa nýja fólks og fóru fyrr en varði að tala þeirra tungu.

Þetta voru Slavar.

Hverjir bjuggu þá í Moskvu?

Ástæðulaust er að rekja í smáatriðum hvaða slavneskir ættbálkir settust að hvar, enda margt á huldu þar um, en um það bil árið 600 (í síðasta lagi) stofnaði einn þessara slavnesku ættbálka kaupstað á bugðu við fljótið Dnépr — af hreinni tilviljun ekki nema 40 kílómetrum frá þeim stað þar sem hafði verið iðandi 30.000 borg mörg þúsund árum fyrr.

Tripillja.

Þessi nýi kaupstaður fékk seinna nafnið Kíev eða Kænugarður.

Á sama tíma bjuggu finnskættaðir veiðimenn í skógunum langt í norðri við annað mikið fljót, Volgu. Þeir voru fámennir og þar sem heitir nú Moskva, þar var engin byggð.

Frá framhaldi sögu Úkraínumanna svo hérna!

En um þetta leyti var staðan svona:

Þótt aðvífandi innrásarþjóðir ættu leið um Úkraínu, sem nú heitir,þá voru íbúarnir orðnir Slavar þegar þarna var komð sögu (milli 700-850 eða um svipað leyti og Ísland byggðist).

´

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Þórarinsson skrifaði
    Það sem hr. Illugi virðist ekki skilja, ekki frekar en aðrir ,,frjálsir" fjölmiðlamenn ,,siðaðra" vesturvelda... er tjáð sig hafa um þessi mál, er hvernig þetta allt horfir fyrir Rússaveldi:

    https://www.counterpunch. org/2022/01/19/ready-for-another-game-of-russian-roulette/
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu