Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Björn Zoëga með tæpar 5 milljónir á mánuði í Svíþjóð og Íslandi

Sænskt dag­blað fjall­ar um launa­mál Björns Zoëga, for­stjóra Karol­inska-sjúkra­húss­ins, og set­ur í sam­band við laun sænska for­sæt­is­ráð­herr­ans. Magda­lenu And­er­son. Björn er með helm­ingi hærri laun en hún. Sænska blað­ið set­ur laun­in í sam­hengi við aukastarf Björns fyr­ir heil­brigð­is­ráð­herra á Ís­landi sem Björn fær tæp­lega 1100 þús­und fyr­ir á mán­uði sam­hliða for­stjóra­laun­un­um. Björn seg­ist ekki hafa ver­ið bú­inn að kanna laun sín á Ís­landi.

Björn Zoëga með tæpar 5 milljónir á mánuði í Svíþjóð og Íslandi
Í tvöfaldri vinnu Björn er í fullri vinnu bæði hjá Karolinska í Stokkhólmi og hjá heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar á Íslandi.

Forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð, Björn Zoëga, er með tæplega 5 milljónir króna á mánuði í laun í Svíþjóð og á Íslandi. Launamál Björns hafa verið til umfjöllunar í sænska blaðinu Dagens Nyheter og segir þar að hann sé með rúmlega 270 þúsund sænskar krónur, tæplega 3.9 milljónir íslenskra króna í laun á mánuði. Auk þess er Björn með tæplega 1.1 milljón íslenskra króna á mánuði fyrir að vera ráðgjafi heilbrigðisráðherrans á Íslandi, Willums Þórs Þórssonar. Samtals eru laun hans því tæplega 5 milljónir króna. 

Þessi laun Björns eru sett í samhengi við laun sænska forsætisráðherrans, Magdalenu Anderson, sem er með 180 þúsund sænskar krónur á mánuði, eða tæplega 2.6 milljónir íslenskra króna á mánuði. Björn er því með helmingi hærri laun en hún fyrir forstjórastarfið á Karolinska-sjúkrahúsinu. Laun Björns eru í fréttinni í Dagens Nyheter auk þess sett í samhengi við laun fleiri stjórnenda hjá ríkinu og sveitarfélögum í Svíþjóð. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þór Gunnlaugsson skrifaði
    Þetta eru serfræðingslaun og sumir toppar a heilsugæslum her eru sagðir nalagt 8milljonum a manuði
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
4
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár