Forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð, Björn Zoëga, er með tæplega 5 milljónir króna á mánuði í laun í Svíþjóð og á Íslandi. Launamál Björns hafa verið til umfjöllunar í sænska blaðinu Dagens Nyheter og segir þar að hann sé með rúmlega 270 þúsund sænskar krónur, tæplega 3.9 milljónir íslenskra króna í laun á mánuði. Auk þess er Björn með tæplega 1.1 milljón íslenskra króna á mánuði fyrir að vera ráðgjafi heilbrigðisráðherrans á Íslandi, Willums Þórs Þórssonar. Samtals eru laun hans því tæplega 5 milljónir króna.
Þessi laun Björns eru sett í samhengi við laun sænska forsætisráðherrans, Magdalenu Anderson, sem er með 180 þúsund sænskar krónur á mánuði, eða tæplega 2.6 milljónir íslenskra króna á mánuði. Björn er því með helmingi hærri laun en hún fyrir forstjórastarfið á Karolinska-sjúkrahúsinu. Laun Björns eru í fréttinni í Dagens Nyheter auk þess sett í samhengi við laun fleiri stjórnenda hjá ríkinu og sveitarfélögum í Svíþjóð. …
Athugasemdir (1)