Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Björn Zoëga með tæpar 5 milljónir á mánuði í Svíþjóð og Íslandi

Sænskt dag­blað fjall­ar um launa­mál Björns Zoëga, for­stjóra Karol­inska-sjúkra­húss­ins, og set­ur í sam­band við laun sænska for­sæt­is­ráð­herr­ans. Magda­lenu And­er­son. Björn er með helm­ingi hærri laun en hún. Sænska blað­ið set­ur laun­in í sam­hengi við aukastarf Björns fyr­ir heil­brigð­is­ráð­herra á Ís­landi sem Björn fær tæp­lega 1100 þús­und fyr­ir á mán­uði sam­hliða for­stjóra­laun­un­um. Björn seg­ist ekki hafa ver­ið bú­inn að kanna laun sín á Ís­landi.

Björn Zoëga með tæpar 5 milljónir á mánuði í Svíþjóð og Íslandi
Í tvöfaldri vinnu Björn er í fullri vinnu bæði hjá Karolinska í Stokkhólmi og hjá heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar á Íslandi.

Forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð, Björn Zoëga, er með tæplega 5 milljónir króna á mánuði í laun í Svíþjóð og á Íslandi. Launamál Björns hafa verið til umfjöllunar í sænska blaðinu Dagens Nyheter og segir þar að hann sé með rúmlega 270 þúsund sænskar krónur, tæplega 3.9 milljónir íslenskra króna í laun á mánuði. Auk þess er Björn með tæplega 1.1 milljón íslenskra króna á mánuði fyrir að vera ráðgjafi heilbrigðisráðherrans á Íslandi, Willums Þórs Þórssonar. Samtals eru laun hans því tæplega 5 milljónir króna. 

Þessi laun Björns eru sett í samhengi við laun sænska forsætisráðherrans, Magdalenu Anderson, sem er með 180 þúsund sænskar krónur á mánuði, eða tæplega 2.6 milljónir íslenskra króna á mánuði. Björn er því með helmingi hærri laun en hún fyrir forstjórastarfið á Karolinska-sjúkrahúsinu. Laun Björns eru í fréttinni í Dagens Nyheter auk þess sett í samhengi við laun fleiri stjórnenda hjá ríkinu og sveitarfélögum í Svíþjóð. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þór Gunnlaugsson skrifaði
    Þetta eru serfræðingslaun og sumir toppar a heilsugæslum her eru sagðir nalagt 8milljonum a manuði
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár