Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

643. spurningaþraut: Snjókoma kennd við útlimi á dýri

643. spurningaþraut: Snjókoma kennd við útlimi á dýri

Fyrri aukaspurning:

Hvaða þjóð gerði lágmyndina sem hér að ofan sést?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi er höfuðborgin Dublin?

2.  Hvaða heimsálfa er að meðaltali hæst yfir sjávarmáli?

3.  Mikil og stórflygsótt snjókoma í logni ber sérkennilegt heiti sem dregið er af útlimum dýrs. Hvaða heiti er það?

4.  Nóbelsverðlaunin í bókmenntum hafa verið veitt á haustin ár hvert frá 1901 — að undanskildum sjö árum hér og þar af góðum og gildum ástæðum. Hvaða ár féllu Nóbelsverðlaunin í greininni fyrst niður? (Og já, þið eigið að geta giskað á þetta!)

5.  Hvaða tvö stórveldi áttust helst við í hinu svonefnda kalda stríði?

6.  Bruce Lee var karl einn sem lést 1973, aðeins 32 ára gamall. Hann var kunnur fyrir ... hvað?

7.  Werner Gerlach hét karl nokkur sem var handtekinn í Reykjavík 10. maí 1940. Hver var hann?

8.  Hverjir eru hinir alþjóðlegu einkennisstafir íslenskra flugvéla?

9.  Hvað var eina landspendýrið sem bjó á Íslandi þegar menn settust hér fyrst að?

10.  Hverju söfnuðu Grimm-bræður?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Írland.

2.  Suðurskautslandið.

3.  Hundslappadrífa.

4.  1914 — þegar fyrri heimsstyrjöldin var skollin á.

5.  Sovétríkin og Bandaríkin.

6.  Karete og aðrar bardagaíþróttir.

7.  Ræðismaður Þjóðverja í Reykjavík.

8.  TF.

9.  Refurinn.

10.  Þjóðsögum og ævintýrum.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er lágmynd gjörð af Assyríumönnum. Ekkert annað svar er rétt.

Á neðri myndinni er Camilla hertogaynja af Cornwall, en Camilla Barker-Bowles telst líka fullgilt svar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár