Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

642. spurningaþraut: Hvaða dýr áttu mæður að éta til að lækna börnin sín?

642. spurningaþraut: Hvaða dýr áttu mæður að éta til að lækna börnin sín?

Aukaspurning hin fyrri:

Hver er fuglinn?

***

Aðalspurningar:

1.  Við hvaða götu í Reykjavíkur hefur Ríkisútvarpið aðsetur?

2.  Árið 1938 birtist fyrst skálduð persóna sem Bandaríkjamennirnir Jerry Siegel og Joe Shuster höfðu skapað. Hver var persónan sem síðan hefur lifað góðu lífi?

3.  Í hvaða landi er borgin Omaha?

4.  En einu sinni nálægt miðbiki 20. aldar var strönd nokkur líka kölluð Omaha, og þar og á nálægum ströndum gekk mikið á í nokkra daga — svo um það hafa verið skrifaðar bækur. Í hvaða landi var sú Omaha strönd?

5.  Hver sendi frá sér vinsælar hljómplötur sem báru nafnið Bat Out Of Hell?

6.  Hvað hét einkadóttir Stalíns?

7.  Í hinu forna Egiftaland áttu íbúar í einkennilegu sambandi við dýrategund eina. Þeir lögðu mikið á sig til að útrýma dýrinu, en þegar hvítvoðungar urðu veikir, þá var móðir smábarnsins gjarnan látin éta dýr af þessari tegund. Það var talið mundu lækna hvítvoðunginn. Hvaða dýr voru þetta?

8.  Ein af helstu borgum Egiftalands til forna var svo fræg að löngu seinna voru ýmsar aðrar borgir skírðar eftir henni. Þar á meðal ein borg, óralangt frá Egiftalandi, en sú borg varð fræg fyrir tónlist af sérstöku tagi. Hvað heita þessar borgir báðar?

9.  Hvaða hljómsveit sendi frá sér lagið Keyrum yfir Ísland árið 2007? 

10.  Árið 1904 fengu Íslendingar heimastjórn og ráðherra. Hvað hafði æðsti embættismaður Dana á Íslandi kallast áratugina á undan?

***

Seinni sú hin aukaspurning:

Hver er konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Efstaleiti.

2.  Superman.

3.  Bandaríkjunum.

4.  Frakklandi. Hér er vísað til innrásarinnar í Normandy 1944.

5.  Meat Loaf.

6.  Svetlana.

7.  Mýs.

8.  Memfis og Memphis, Tennessee.

9.  Sprengjuhöllin.

10.  Landshöfðingi.

***

Svör við aukaspurningum:

Kíví heitir fuglinn á efri myndinni.

Útvarps- og sjónvarpskonan Sigurlaug Margrét er á neðri myndinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár