Fyrri aukaspurning:
Hver er karlinn á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða ár verður næst kosið til forseta Íslands?
2. Hvaða starfi gegndi Sveinn Björnsson áður en hann varð ríkisstjóri og síðar fyrsti forseti Íslands?
3. Hvaða ár var Empire State Building í New York tekin í notkun? Hér má skeika tveim árum til eða frá.
4. Hversu lengi gengur Afríkufíllinn með unga sína? Hér má muna einum mánuði til eða frá.
5. Hvaða taflmaður getur aðeins gengið í eina átt — nema þegar hann drepur taflmann andstæðingsins?
6. FIFA eru alþjóðasamtök sem snúast um ... hvað?
7. „Cohen“ er mjög algengt og gamalt eftirnafn Gyðinga. Hvað skyldi það þýða?
8. Frægt dómsmál í Bandaríkjunum er kallað Roe vs. Wade. Um hvað snýst það?
9. Lilja Pálmadóttir er kunn lista-, athafna- og hestakona. En hún er, ásamt vinkonu sinni Steinunni Jónsdóttur, líka kunn fyrir ákveðna byggingaframkvæmd. Hvað liggur eftir þær á því sviði?
10. Karlmaður nokkur skrifaði í upphafi 20. aldar bréf til tveggja kvenna sem hann var skotinn í, fyrst Felice Bauer og síðan Milenu Jesenská. Bréfin hafa verið gefin út. Hvað hét hann?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða stafróf má sjá hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. 2024.
2. Hann var sendiherra í Kaupmannahöfn.
3. 1931, svo rétt telst vera allt frá 1929 til 1933.
4. Í 22 mánuði svo rétt telst vera allt frá 21 mánuði til 23.
5. Peðin.
6. Fótbolta.
7. Prestur.
8. Þungunarrof.
9. Sundlaug.
10. Kafka.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Beethoven.
Á neðri myndinni er hebreska stafrófið. Ég gef líka rétt fyrir ísraelska stafrófið.
Athugasemdir