Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

637. spurningaþraut: Hver er sá hinn pattaralegi fiskur?

637. spurningaþraut: Hver er sá hinn pattaralegi fiskur?

Fyrri aukaspurning:

Fiskinn hér að ofan rak á fjöru í Hvalfjarðasveit í júlí 2014. Myndin birtist á vefsíðu Skessuhorns. Fiskurinn var stór eða um 50 kíló, þótt hann geti orðið töluvert stærri. Hvað nefnist fiskurinn.

***

Aðalspurningar:

1.  Við hvaða fljót stendur Rómaborg?

2.  Maður nokkur erlendur ber tvö skírnarnöfn: Joseph Robinette. Hvað er eftirnafn hans?

3.  Hvað hét kvikmyndaleikstjórinn sem stýrði myndum á borð við Clockwork Orange, 2001 og The Shining?

4.  Síðastnefnda myndin var gerð eftir skáldsögu eftir ...?

5.  Hvað fæst Guðrún Sóley Gestsdóttir við í lífinu um þessar mundir?

6.  Í hvaða landi er haldið upp á Bastilludaginn?

7.  Útvarpsstöðin K100 er rekið í nánum tengslum við tiltekið blað. Hvaða blað?

8.  Hann Jón er svo mikið samkvæmis———, að stundum vitjar hans óminnis———. Hvaða tvær dýrategundir eru þannig kenndar við samkvæmi og óminni? Hafa verður báðar rétt.

9.  Kornung íslensk söngkona hefur vakið athygli allra síðustu misseri fyrir söng af jazz-tagi, og kom meðal annars fram í vinsælum bandarískum spjallþætti með Jimmy Kimmel á dögunum. Hvað heitir hún?

10.  Hver skrifaði bókina Ofvitann?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir fjallstindurinn þarna vinstra megin þar sem hann gnæfir yfir frjósömum dal og firði á Íslandi?

***

Svör við aukaspurningum:

1.  Tiber.

2.  Biden.

3.  Kubrick.

4.  Stephen King.

5.  Einn af umsjónarmönnum Kastljóss, annast þar menningarmál.

6.  Frakklandi.

7.  Morgunblaðið.

8.  Samkvæmisljón, óminnishegri.

9.  Laufey Lin.

10.  Þórbergur Þórðarson.

***

Svör við aukaspurningum:

Fiskurinn nefnist guðlax.

Tindurinn er Skessuhorn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár