Hér er fyrri aukaspurning, hún er svona:
Útlínur hvaða eyjar má sjá hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða íslenskum firði er Hergilsey?
2. Hvað er Maríutása?
3. Hvaða þéttbýlisstaður er næstur í vestri þegar farið er frá Hvolsvelli?
4. Í hvaða landi hefur Pedro Sánchez verið forsætisráðherra frá 2018?
5. Gunnar Helgason skrifaði eina vinsælustu barnabók síðasta árs. Hún heitir Palli ... Palli hvað?
6. Hve margir spenar eru mjólkaðir á júgri hverrar kýr?
7. Hverrar þjóðar var söngkonan Marlene Dietrich?
8. Með hvaða fótboltaliði á Englandi leikur Senegal-maðurinn Sadio Mané?
9. Hve mörg sjálfstæð ríki í Evrópu eiga landamæri aðeins að einu öðru sjálfstæðu ríki? Hér er sem sagt átt við bara venjuleg landamæri á landi, ekki flugvelli eða neitt slíkt.
10. Hver eru þau?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heitir persónan á myndinni hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Breiðafirði.
2. Skýjategund.
3. Hella.
4. Á Spáni.
5. Playstation.
6. Fjórir.
7. Hún var þýsk.
8. Liverpool.
9. Sjö.
10. Portúgal, Írland, Bretland (öðru nafni Sameinað konungsríki Stóra-Bretlands og Norður-Írlands), Monaco, Vatíkanið, San Marinó, Danmörk.
***
Svör við aukaspurningum:
Eyjan er Korsíka.
Persónan heitir Elsa og er úr Disney-myndunum Frozen.
Athugasemdir