Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

634. spurningaþraut: Hvað gerir Valdimar þegar hann nennir ekki að horfa á klukkuna?

634. spurningaþraut: Hvað gerir Valdimar þegar hann nennir ekki að horfa á klukkuna?

Fyrri aukaspurning:

Hver er karlinn hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  „Sælir eru hógværir, því þeir munu erfa landið.“ Hver mælti svo?

2.  En hvernig er framhaldið á orðum sem viðkomndi sagði líka: „Sælir eru sorgbitnir því þeir munu ...“

3.  Þegar söngvarinn Valdimar er orðinn leiður á að horfa á klukkuna, þótt vísarnir færist varla úr stað, og líka að horfa á malbik sem storknar seint, og að mála strik og passa að það sé beint, og þegar hann vill forðast allt púl og vill gera sem minnst og reynir að halda þetta út ... hvað gerir Valdimar þá?

4.  Hver tók við sem þjóðhöfðingi Bretlands 10. júní 1837?

5.  Rúmri hálfri öld síðar var alræmdur morðingi hins vegar á ferð í höfuðborg Bretaveldis. Enginn veit hver hann var en hvaða nafn fékk hann í fjölmiðlum?

6.  Hvaða hverfi er á milli Haganna og Hringbrautar í Reykjavík?

7.  Hvaða fræga kanadíska poppstjarna kom til Íslands árið 2016 og hélt tvenna tónleika við heilmikla gleði gesta?

8.  Hvaða lið varð Evrópumeistari í fótbolta karla 2016 þrátt fyrir að langsterkasti maður liðsins þyrfti að fara meiddur af velli mjög snemma leiks?

9.  Út af hvaða nesi má finna Eldey?

10.  Bandaríkjaforsetar eru 45 talsins. Í fimm tilfellum hafa tveir forsetar borið saman eftirnafn. Þau tilfelli eru talin upp hér að aftan, ásamt einu nafni sem EKKI hefur verið borið af tveim forsetum. Hvaða nafn á sem sagt ekki heima innan um hin fimm að þessu leyti? — Bush, Adams, Harrison, Johnson, Roosevelt, Taylor.

***

Seinni aukaspurning:

Hér að neðan er lógóið hjá splunkunýju bandarísku fyrirtæki sem heldur utan um nokkur önnur aðeins eldri fyrirtæki. Hvað er stærsta og áhrifamesta fyrirtækið undir handarjaðri þessa nýja fyrirtækis?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Jesú frá Nasaret.

2.  „ ... huggaðir verða.“

3.  Hann stimplar sig út. 

4.  Viktoría drottning.

5.  Jack the Ripper.

6.  Melarnir.

7.  Justin Bieber.

8.  Portúgal.

9.  Reykjanesi.

10.  Taylor. En það munaði litlu því einn hét Taylor en annar Tyler.

***

Svör við aðalspurningum:

Karlinn á efri myndinni er Diego sálugi Maradona.

Lógóið á neðri myndinni er lógó Meta sem heldur meðal annars utan um Facebook.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
4
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár