Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

634. spurningaþraut: Hvað gerir Valdimar þegar hann nennir ekki að horfa á klukkuna?

634. spurningaþraut: Hvað gerir Valdimar þegar hann nennir ekki að horfa á klukkuna?

Fyrri aukaspurning:

Hver er karlinn hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  „Sælir eru hógværir, því þeir munu erfa landið.“ Hver mælti svo?

2.  En hvernig er framhaldið á orðum sem viðkomndi sagði líka: „Sælir eru sorgbitnir því þeir munu ...“

3.  Þegar söngvarinn Valdimar er orðinn leiður á að horfa á klukkuna, þótt vísarnir færist varla úr stað, og líka að horfa á malbik sem storknar seint, og að mála strik og passa að það sé beint, og þegar hann vill forðast allt púl og vill gera sem minnst og reynir að halda þetta út ... hvað gerir Valdimar þá?

4.  Hver tók við sem þjóðhöfðingi Bretlands 10. júní 1837?

5.  Rúmri hálfri öld síðar var alræmdur morðingi hins vegar á ferð í höfuðborg Bretaveldis. Enginn veit hver hann var en hvaða nafn fékk hann í fjölmiðlum?

6.  Hvaða hverfi er á milli Haganna og Hringbrautar í Reykjavík?

7.  Hvaða fræga kanadíska poppstjarna kom til Íslands árið 2016 og hélt tvenna tónleika við heilmikla gleði gesta?

8.  Hvaða lið varð Evrópumeistari í fótbolta karla 2016 þrátt fyrir að langsterkasti maður liðsins þyrfti að fara meiddur af velli mjög snemma leiks?

9.  Út af hvaða nesi má finna Eldey?

10.  Bandaríkjaforsetar eru 45 talsins. Í fimm tilfellum hafa tveir forsetar borið saman eftirnafn. Þau tilfelli eru talin upp hér að aftan, ásamt einu nafni sem EKKI hefur verið borið af tveim forsetum. Hvaða nafn á sem sagt ekki heima innan um hin fimm að þessu leyti? — Bush, Adams, Harrison, Johnson, Roosevelt, Taylor.

***

Seinni aukaspurning:

Hér að neðan er lógóið hjá splunkunýju bandarísku fyrirtæki sem heldur utan um nokkur önnur aðeins eldri fyrirtæki. Hvað er stærsta og áhrifamesta fyrirtækið undir handarjaðri þessa nýja fyrirtækis?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Jesú frá Nasaret.

2.  „ ... huggaðir verða.“

3.  Hann stimplar sig út. 

4.  Viktoría drottning.

5.  Jack the Ripper.

6.  Melarnir.

7.  Justin Bieber.

8.  Portúgal.

9.  Reykjanesi.

10.  Taylor. En það munaði litlu því einn hét Taylor en annar Tyler.

***

Svör við aðalspurningum:

Karlinn á efri myndinni er Diego sálugi Maradona.

Lógóið á neðri myndinni er lógó Meta sem heldur meðal annars utan um Facebook.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár