Þar sem númer þrautar endar á núlli, þá er spurt um fræg tvíeyki af öllu mögulegu tagi.
Fyrri aukaspurning:
Hvaða tvíeyki er á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Tommi og ...
2. Gilbert og ...
3. Batman og ...
4. Barbie og ...
5. Baldur og ...
6. Fred Astaire og ...
7. Mario og ...
8. Simon og ...
9. Grettir og ...
10. Fóbos og ...
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heita þau?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Jenni. — Alkunnar teiknimyndafígúrur.
2. Sullivan. — Breskir gamanóperuhöfundar.
3. Robin. — Alkunnar teiknimyndahetjur.
4. Ken. — Dúkkupar.
5. Konni. — Búktalari og brúða hans.
6. Ginger Rodgers. — Danspar í amerískum bíómyndum.
7. Luigi. — Bræður í tölvuleiknum Mario Bros.
8. Garfunkel. — Söngmenn.
9. Glámur. — Íslendingasagnahetja og draugur. Ef einhver vill svara „Grettir og Illugi“ hlýt ég þó að gefa rétt fyrir það líka!
10. Deimos. — Tungl við Mars. „Synir stríðsguðsins í grískri goðafræði“ er líka rétt.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni eru Karíus og Baktus.
Á neðri myndinni eru hjónin og samstarfsmennirnir Nína Dögg og Gísli Örn.
Athugasemdir