Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Íslenska kjötsúpan er besti matur sem Tucci hefur borðað á tökustað

Banda­ríski leik­ar­inn Stanley Tucci seg­ir að ís­lensk kjötsúpa sé besti mat­ur sem hann hef­ur borð­að á setti við tök­ur. Hann fjall­ar um þetta í nýj­um ævim­inn­ing­um sín­um. Tucci borð­aði kjötsúp­una góðu þeg­ar hann var stadd­ur á Aust­ur­landi við tök­ur á sjón­varps­þátt­un­um For­titu­de fyr­ir nokkr­um ár­um.

Íslenska kjötsúpan er besti matur sem Tucci hefur borðað á tökustað
Kjötsúpan fyrir austan stendur upp úr Bandaríski leikarinn, Stanley Tucci, segir í nýjum æviminningum sínum að kjötsúpa sem hann borðaði við tökur á þáttunum Fortitude á Austurlandi sé besti matur sem hann hafi borðað á setti. Hann sést hér á kynningarmynd fyrir Fortitude ásamt meðleikurum sínum.

„Þessi kjötsúpa var svo frábær að ég varð sjálfum mér til skammar þegar ég fékk mér þriðja skammtinn af henni. Enn þann dag í dag er þetta besti matur sem ég hef fengið við tökur á kvikmynd, allt frá Suðurpólnum að Norðurheimskautinu og á öllum stöðum þar á milli,“  segir bandaríski leikarinn Stanley Tucci í nýjum æviminningum sínum Taste: My Life Through Food, þar sem hann meðal annars fjallar um matarupplifanir sínar frá Íslandi.

Kápa bókar Stanley Tucchi

Bókin kom út nú í nóvember og fjallar, eins og nafnið ber með sér, fyrst og fremst um mat og minningar Tucchi um það sem hann hefur borðað á ólíkum tímapunktum í lífi sínu. 

Stundin sendi Stanley Tucci beiðni um viðtal um bókina en leikarinn hafði ekki svarað þegar umfjöllunin var birt. 

Besta lambakjötið

Tucci var staddur hér á landi við tökur á sjónvarpsþáttunum Fortitude árið 2015 og dvaldi þá á Austurlandi í tæpar vikur. Hann bjó á Icelandair-hótelinu á Egilsstöðum og lýsir því í bókinni hversu smeykur hann hafi verið um að maturinn á Íslandi yrði honum ekki að skapi. Tucci pakkaði því meðal annars dósasúpum og kexi fyrir ferðina til Íslands svo hann yrði ekki hungurmorða. 

En áhyggjur Tucci reyndust vera óþarfar, eins og hann komst að í fyrstu máltíðinni sem hann fékk á Icelandair-hótelinu á Egilsstöðum. „Svo kom lambið mitt, og enn þann dag í dag er þetta besta lambakjöt sem ég hef borðað. Það var óaðfinnanlega eldað með dálitlum grillröndum að utan, mjúkt og bleikt að innan; bragðið einkenndist af söltuðum sætleika og það bránaði í munninum á mér [...] Eftir þetta hlakkaði ég alltaf til kvöldmatarins á einfalda, litla hótelinu okkar.“

Maðurinn sem elskar kjötsúpaStanley Tucchi elskar íslenska kjötsúpu og ver rúmum tveimur blaðsíðum í mataræviminningum sínum í að tala um hana. Mynd úr bókinni.

Stóra málið var kjötsúpan

Stóra málið í umfjöllun Stanley Tucci um veruna á Íslandi snýst  um kjötsúpuna sem hann fékk á ótilgreindum stað á Austurlandi einn daginn við tökur á þáttunum. Tucci ræðir um íslensku kjötsúpuna og töfra hennar á rúmum tveimur blaðsíðum bókinni og lýsir því svo af mikilli innlifun hvernig það var að borða hana: 

„Einn fallegan, sólríkan morgun keyrðum við í um 45 mínútur á stað þar sem var fjalllendara til að taka upp þann daginn. [...] Við gripum plastskálarnar okkar og stóðum í röð til að bíða eftir því að fá það sem ég fékk að vita að væri þjóðleg íslenska kássa sem heitir kjötsúpa. Eftir að skálin mín hafði verið fyllt náði ég mér í brauðbita, gekk aftur út í sterkt sólarljósið sem blindaði mig, tyllti mér í snjóinn með félögum mínum og borðaði. Það eina sem ég gat sagt er að ég veit ekki hvort það var vegna umhverfisins, nándarinnar sem getur orðið til í öfgafullum aðstæðum í óbyggðum, eða vegna þess að matreiðslumennirnir báru þessa sögulegu kássu fram með svo miklu þjóðarstolti, en þetta var einfaldlega frábær máltíð.“

Eigendur matreiðslufyrirtækisins stoltir af einkunninni

Tucchi séntilmaðurSnorri Þórisson, forstjóri framleiðslufyrirtækisins Pegasus, segir að bandaríski leikarinn Stanley Tucchi hafi verið mikill séntilmaður.

Framleiðslufyrirtækið Pegasus skipulagði tökurnar á þáttunum hér á landi og segir forstjóri fyrirtækisins, Snorri Þórisson, að það sé gaman að heyra hvað Tucci var ánægður með matinn. Hann segir að bandaríski leikarinn hafi verið mikill séntilmaður. „Matarmálin voru greinilega í lagi hjá okkur. Þetta var dagfarsprúður og fínn náungi og það voru engir stjörnustælar í honum, ekki til,“ segir Snorri um Stanley Tucci. 

Fyrirtækið sem sá um að elda ofan í leikara og aðstandendur þáttarins heitir Lostæti-Austurlyst og hefur það meðal annars séð um mötuneyti Alcoa-Fjarðaáls á Reyðarfirði í gegnum árin. Stanley Tucci talar í bókinni mjög vel um matinn sem hann fékk á tökustað þáttanna sem yfirleitt var reiddur fram í mötuneyti sem komið hafði verið upp í gömlu frystihúsi á Reyðarfirði. 

„Mér finnst þetta bara vera alveg æði.“
Valmundur Árnason, eigandi Lostætis

Eigandi Lostætis, Valmundur Árnason, segir um einkunn Tucci á matnum á tökustaðnum: „Mér finnst þetta bara vera alveg æði. Þetta þýðir að við erum að gera eitthvað rétt. Mér finnst æðislegt að fá svona komment.“

Annar starfsmaður Lostætis, sonur Valmundar, Árni Valmundarson, sem sá um matinn fyrir leikara- og tökulið Fortitude, segir a hann muni ekki nákvæmlega eftir því þegar Stanley Tucci og félagar borðuðu kjötsúpuna þar sem nokkur ár séu liðin en að frásögnin sé gleðileg.  „Því miður man ég ekki eftir þessu nákvæmlega því við gáfum þeim svo mikinn og fjölbreyttan mat. Við erum með nokkra matreiðslumenn í vinnu sem hafa bara töfrað fram þessa kjötsúpu fyrir þennan góða hóp,“ segir Árni. „Mér heyrist þetta almennt hafa heppnast mjög vel hjá okkur fyrst hann talar svona um þetta. Mér finnst bara æðislegt að heyra þetta og ég er mjög stoltur af þessu.“

Hvalkjötið á GrillmarkaðnumStanley Tucchi ræðir mest um þrjá rétti sem hann borðaði á Íslandi: Grillað lambakjöt, kjötsúpu og hvalkjötið á Grillmarkaði Hrefnu Sætran.

Matarupplifunin á Íslandi var opinberun

Stanley Tucci ræðir einnig um mataruplifun sína á veitingastaðnum Grillmarkaðnum í Reykjavík, sem er í eigu Hrefnu Sætran. Þar borðaði hann tvo rétti sem hann hafði ekki smakkað áður: lunda og hvalkjöt - hrefnu.

Tucci fannst ekkert svo mikið til lundans koma þar sem reykingin á fuglinum hafði að hans mati „ofþurrkað kjötið“ þannig að þetta hefði getað verið kjötið af nánast hvaða litla fugli sem er og við  „ættum ekki að drepa“.

Öðru máli gegndi um hrefnukjötið sem var hafði „mikið og djúpt bragð sem minnti á Kobe-steik nema að það var flóknara þar sem kjötið var einnig með fiskbragð sem minnti á túnfisk sem notaður er í sushi“. Tucci segir að hann myndi gjarnan vilja panta sér hrefnukjöt aftur. 

„Svo reyndist matarupplifun mín á Íslandi þvert á móti vera hið gagnstæða: Hún var opinberun.“
Stanley Tucci

Þegar bandaríski leikarinn tekur saman matarupplifun sína á Íslandi í bókinni segir hann einfaldlega að hún hafi verið honum „opinberun“: „Ég var svo ánægður með að upphaflegu áhyggjur mínar af matnum á Íslandi voru algjörlega byggðar á sandi og ég skammaðist mín einnig vegna þess að þær byggðar á ósanngjörnum fordómum mínum. Ég hélt að ég myndi þurfa að borða skyr og kæstan hákarl í hvert mál. Svo reyndist matarupplifun mín á Íslandi þvert á móti vera hið gagnstæða: Hún var opinberun.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Sammála honum með kjötsúpuna, hún er alltaf góð.
    Þeir mega vera ánægðir með hólið kokkarnir fyrir austan
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár