Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Engar ráðstafanir gerðar fyrir fylgdarlaus börn á jólunum

Eng­ar sér­stak­ar ráð­staf­an­ir eru gerð­ar fyr­ir þau fylgd­ar­lausu börn sem dvelja í bú­setu­úr­ræði Út­lend­inga­stofn­unn­ar fyr­ir jól­in. Þetta stað­fest­ir upp­lýs­inga­full­trúi stofn­un­ar­inn­ar. Í svör­um frá stofn­un­inni seg­ir að börn­in fái des­em­berupp­bót upp á 5 þús­und krón­ur. Flest þess­ara barna þurfa að und­ir­gang­ast ald­urs­grein­ingu og sá sem fram­kvæm­ir hana fær 260 þús­und krón­ur fyr­ir hverja grein­ingu.

Engar ráðstafanir gerðar fyrir fylgdarlaus börn á jólunum
Börn á flótta Tólf börn eru skráð í íslenska verndarkerfinu sem fylgdarlaus börn, það eru börn sem koma hingað til lands eins síns liðs eða í fylgd þeirra sem fara ekki með þeirra forsjá. Engar sérstakar ráðstafanir eru í búsetuúrræðum Útlendingastofnunnar yfir hátíðarnar yfir jólin. Mynd: Unicef

Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunnar, segir að ekki verði gerðar sérstakar ráðstafanir fyrir fylgdarlaus börn í búsetuúrræðinu fyrir jólin. „Útlendingastofnun hefur ekki aðkomu að því að „halda“ jólin í búsetuúrræðum. Í úrræðunum dvelur fólk sem er ólíkrar trúar og ekki allir sem „halda“ jólin yfir höfuð,“ segir Þórhildur í skriflegu svari við fyrirspurn Stundarinnar. Enginn eiginlegur starfsmaður vinnur í húsnæðinu fyrir utan öryggisvörð á vegum stofnunarinnar.

Tólf fylgdarlaus börn eru nú í íslenska verndarkerfinu. Níu þeirra búa í búsetuúrræðum á vegum Útlendingastofnunnar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði, eða á sama stað og móttökumiðstöð útlendingastofnunnar er staðsett, tvö þeirra á vegum barnaverndarnefndar Suðurnesjabæjar og eitt þeirra á Ásbrú. Þetta staðfestir Þórhildur.

Varðandi barnið sem dvelur nú á Ásbrú ásamt fullorðnum segir hún:

„Á Ásbrú dvelur einstaklingur sem kveðst nú yngri en 18 ára en gerði það ekki þegar umsókn var lögð fram. Í þessu tilviki eins og öðrum er það hlutverk barnaverndar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HG
    Hlédís Guðmundsdóttir skrifaði
    " Í úrræðunum dvelur fólk sem er ólíkrar trúar og ekki allir sem „halda“ jólin yfir höfuð,“ segir Þórhildur upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar sem skýringu á fullkonu sinnuleysi Stofnunarinnar um hælisleitendur um jólin, þar á meðal fjölda barna. Sannast hefur að eitt barnið (af tæplega 20) er orðið 18 ára segir kona einnig til skýringar. - ALDEILIS kristileg afstaða!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár