Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunnar, segir að ekki verði gerðar sérstakar ráðstafanir fyrir fylgdarlaus börn í búsetuúrræðinu fyrir jólin. „Útlendingastofnun hefur ekki aðkomu að því að „halda“ jólin í búsetuúrræðum. Í úrræðunum dvelur fólk sem er ólíkrar trúar og ekki allir sem „halda“ jólin yfir höfuð,“ segir Þórhildur í skriflegu svari við fyrirspurn Stundarinnar. Enginn eiginlegur starfsmaður vinnur í húsnæðinu fyrir utan öryggisvörð á vegum stofnunarinnar.
Tólf fylgdarlaus börn eru nú í íslenska verndarkerfinu. Níu þeirra búa í búsetuúrræðum á vegum Útlendingastofnunnar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði, eða á sama stað og móttökumiðstöð útlendingastofnunnar er staðsett, tvö þeirra á vegum barnaverndarnefndar Suðurnesjabæjar og eitt þeirra á Ásbrú. Þetta staðfestir Þórhildur.
Varðandi barnið sem dvelur nú á Ásbrú ásamt fullorðnum segir hún:
„Á Ásbrú dvelur einstaklingur sem kveðst nú yngri en 18 ára en gerði það ekki þegar umsókn var lögð fram. Í þessu tilviki eins og öðrum er það hlutverk barnaverndar …
Athugasemdir (1)