Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

615. spurningaþraut: Svarað fyrir nýtt ár

615. spurningaþraut: Svarað fyrir nýtt ár

Fyrri aukaspurning: Hver er sá hinn byssuglaði?

Aðalspurningar:

1.  Hvaða stjörnumerki dýrahringsins ræður ríkjum þann 1. janúar ár hvert?

2.  Þann 1. janúar árið 159 fyrir Krist var ákveðið að framvegis skyldi nýársdagur vera sá dagur þegar tveir helstu embættismennirnir í tilteknu ríki tækju við störfum á hverju ári. Hvaða ríki skyldi það hafa verið?

3.  Þann 1. janúar árið 1500 var portúgalski sæfarinn Pedro Cabral úti að sigla á skipi sínu. Þá sigldu hann og félagar hans fram á strönd á landsvæði einu sem Evrópumenn höfðu ekki áður vitað að væri til. Hvaða land er nú á þessu svæði sem þeir Cabral ráku fyrstir augun í af Evrópumönnum?

4.  Þann 1. janúar 1801 fann ítalskur prestur að nafni Guiseppe Piazzi hlut sem enginn hafði séð áður. Hluturinn var síðar nefndur Ceres, og Piazzi er nú helst minnst fyrir að hafa fundið hlutinn. Þótt Piazzi væri prestur, þá kom Ceres kristindómnum ekkert við — raunar þvert á móti, því Ceres fannst milli tveggja heiðinna guða. Hvar fannst Ceres?

5.  Þann 1. janúar 1877 var Viktoría Bretadrottning í ofanálag við drottningartitil sinn útnefnd keisaraynja („empress“) í landi einu víðlendu. Hvaða land var það?

6.  Á ofanverðri 19. öld hafði innflutningur fólks til Bandaríkjanna aukist hratt og 1. janúar 1892 tóku Bandaríkjamenn í notkun innflytjendamiðstöð á smáeyju einni við New York, þar sem tekið var á móti nýjum innflytjendum. Þessi eyja varð síðan eins konar hlið innflytjenda að Bandaríkjunum næstu áratugina. Hvað heitir eyjan?

7.  Þann 1. janúar 1912 fæddist einn frægasti njósnari Sovétríkjanna, breskur maður sem var innsti koppur í búri í njósnahring á Vesturlöndum, og flúði að lokum yfir járntjaldið til Sovétríkjanna þegar upp um hann komst. Hann var gjarnan kallaður „þriðji maðurinn“. Hvað hét hann?

8.  Þann 1. janúar 1967 fæddist einn Greifanna. Hann hefur síðan komið víða við og skemmt bæði börnum og fullorðnum, og komið við sögu Eurovision hin seinni ár. Hvað heitir hann?

9.  Þann 1. janúar 1994 andaðist á Íslandi maður nokkur, 86 ára gamall, sem hafði gert garðinn frægan erlendis í meira mæli en flestir Íslendingar aðrir um hans daga. Og hann hafði svo sannarlega ekki farið í felur með þjóðerni sitt. Eiginlega þvert á móti. Hver var þessi maður?

10.  Þann 1. janúar 1995 gengu þrjú ný lönd í Evrópusambandið. Nefnið að minnsta eitt þeirra. Þeir sem geta nefnt öll þrjú fá flugeldastig að auki!

***

Seinni aukaspurning:

Þessi íslenski myndlistarmaður fæddist 1. janúar 1961. Hann lést fyrir aldur fram en hvað hét hann?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Steingeitin.

2.  Rómaveldi.

3.  Brasilía.

4.  Ceres er loftsteinn í loftsteinabeltinu milli Júpíters og Mars.

5.  Indland.

6.  Ellis.

7.  Kim Philby.

8.  Felix Bergsson.

9.  Stefán Íslandi.

10.  Svíþjóð, Finnland og Austurríki voru löndin þrjú.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er J.Edgar Hoover forstjóri alríkislögreglunnar FBI í Bandaríkjunum.

Á neðri mynd er Georg Guðni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
5
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu