Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

615. spurningaþraut: Svarað fyrir nýtt ár

615. spurningaþraut: Svarað fyrir nýtt ár

Fyrri aukaspurning: Hver er sá hinn byssuglaði?

Aðalspurningar:

1.  Hvaða stjörnumerki dýrahringsins ræður ríkjum þann 1. janúar ár hvert?

2.  Þann 1. janúar árið 159 fyrir Krist var ákveðið að framvegis skyldi nýársdagur vera sá dagur þegar tveir helstu embættismennirnir í tilteknu ríki tækju við störfum á hverju ári. Hvaða ríki skyldi það hafa verið?

3.  Þann 1. janúar árið 1500 var portúgalski sæfarinn Pedro Cabral úti að sigla á skipi sínu. Þá sigldu hann og félagar hans fram á strönd á landsvæði einu sem Evrópumenn höfðu ekki áður vitað að væri til. Hvaða land er nú á þessu svæði sem þeir Cabral ráku fyrstir augun í af Evrópumönnum?

4.  Þann 1. janúar 1801 fann ítalskur prestur að nafni Guiseppe Piazzi hlut sem enginn hafði séð áður. Hluturinn var síðar nefndur Ceres, og Piazzi er nú helst minnst fyrir að hafa fundið hlutinn. Þótt Piazzi væri prestur, þá kom Ceres kristindómnum ekkert við — raunar þvert á móti, því Ceres fannst milli tveggja heiðinna guða. Hvar fannst Ceres?

5.  Þann 1. janúar 1877 var Viktoría Bretadrottning í ofanálag við drottningartitil sinn útnefnd keisaraynja („empress“) í landi einu víðlendu. Hvaða land var það?

6.  Á ofanverðri 19. öld hafði innflutningur fólks til Bandaríkjanna aukist hratt og 1. janúar 1892 tóku Bandaríkjamenn í notkun innflytjendamiðstöð á smáeyju einni við New York, þar sem tekið var á móti nýjum innflytjendum. Þessi eyja varð síðan eins konar hlið innflytjenda að Bandaríkjunum næstu áratugina. Hvað heitir eyjan?

7.  Þann 1. janúar 1912 fæddist einn frægasti njósnari Sovétríkjanna, breskur maður sem var innsti koppur í búri í njósnahring á Vesturlöndum, og flúði að lokum yfir járntjaldið til Sovétríkjanna þegar upp um hann komst. Hann var gjarnan kallaður „þriðji maðurinn“. Hvað hét hann?

8.  Þann 1. janúar 1967 fæddist einn Greifanna. Hann hefur síðan komið víða við og skemmt bæði börnum og fullorðnum, og komið við sögu Eurovision hin seinni ár. Hvað heitir hann?

9.  Þann 1. janúar 1994 andaðist á Íslandi maður nokkur, 86 ára gamall, sem hafði gert garðinn frægan erlendis í meira mæli en flestir Íslendingar aðrir um hans daga. Og hann hafði svo sannarlega ekki farið í felur með þjóðerni sitt. Eiginlega þvert á móti. Hver var þessi maður?

10.  Þann 1. janúar 1995 gengu þrjú ný lönd í Evrópusambandið. Nefnið að minnsta eitt þeirra. Þeir sem geta nefnt öll þrjú fá flugeldastig að auki!

***

Seinni aukaspurning:

Þessi íslenski myndlistarmaður fæddist 1. janúar 1961. Hann lést fyrir aldur fram en hvað hét hann?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Steingeitin.

2.  Rómaveldi.

3.  Brasilía.

4.  Ceres er loftsteinn í loftsteinabeltinu milli Júpíters og Mars.

5.  Indland.

6.  Ellis.

7.  Kim Philby.

8.  Felix Bergsson.

9.  Stefán Íslandi.

10.  Svíþjóð, Finnland og Austurríki voru löndin þrjú.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er J.Edgar Hoover forstjóri alríkislögreglunnar FBI í Bandaríkjunum.

Á neðri mynd er Georg Guðni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Fólki sparkað úr landi fyrir að verja stjórnarskrána
2
Fréttir

Fólki spark­að úr landi fyr­ir að verja stjórn­ar­skrána

Banda­ríkja­stjórn bann­aði Har­vard-há­skóla að taka við er­lend­um nem­end­um síð­ast­lið­inn fimmtu­dag með nýrri til­skip­un en Har­vard hef­ur kært ákvörð­un­ina og seg­ir hana skýrt brot gegn fyrsta við­auka stjórn­ar­skrár­inn­ar um tján­ing­ar­frelsi. Bráða­birgða­lög­bann hef­ur ver­ið sett á til­skip­un­ina. „Hægt og ró­lega er­um við að sjá fall Banda­ríkj­anna," seg­ir Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir, sem er að út­skrif­ast úr há­skól­an­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Var krabbamein í sýninu?
2
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
4
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár