Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

615. spurningaþraut: Svarað fyrir nýtt ár

615. spurningaþraut: Svarað fyrir nýtt ár

Fyrri aukaspurning: Hver er sá hinn byssuglaði?

Aðalspurningar:

1.  Hvaða stjörnumerki dýrahringsins ræður ríkjum þann 1. janúar ár hvert?

2.  Þann 1. janúar árið 159 fyrir Krist var ákveðið að framvegis skyldi nýársdagur vera sá dagur þegar tveir helstu embættismennirnir í tilteknu ríki tækju við störfum á hverju ári. Hvaða ríki skyldi það hafa verið?

3.  Þann 1. janúar árið 1500 var portúgalski sæfarinn Pedro Cabral úti að sigla á skipi sínu. Þá sigldu hann og félagar hans fram á strönd á landsvæði einu sem Evrópumenn höfðu ekki áður vitað að væri til. Hvaða land er nú á þessu svæði sem þeir Cabral ráku fyrstir augun í af Evrópumönnum?

4.  Þann 1. janúar 1801 fann ítalskur prestur að nafni Guiseppe Piazzi hlut sem enginn hafði séð áður. Hluturinn var síðar nefndur Ceres, og Piazzi er nú helst minnst fyrir að hafa fundið hlutinn. Þótt Piazzi væri prestur, þá kom Ceres kristindómnum ekkert við — raunar þvert á móti, því Ceres fannst milli tveggja heiðinna guða. Hvar fannst Ceres?

5.  Þann 1. janúar 1877 var Viktoría Bretadrottning í ofanálag við drottningartitil sinn útnefnd keisaraynja („empress“) í landi einu víðlendu. Hvaða land var það?

6.  Á ofanverðri 19. öld hafði innflutningur fólks til Bandaríkjanna aukist hratt og 1. janúar 1892 tóku Bandaríkjamenn í notkun innflytjendamiðstöð á smáeyju einni við New York, þar sem tekið var á móti nýjum innflytjendum. Þessi eyja varð síðan eins konar hlið innflytjenda að Bandaríkjunum næstu áratugina. Hvað heitir eyjan?

7.  Þann 1. janúar 1912 fæddist einn frægasti njósnari Sovétríkjanna, breskur maður sem var innsti koppur í búri í njósnahring á Vesturlöndum, og flúði að lokum yfir járntjaldið til Sovétríkjanna þegar upp um hann komst. Hann var gjarnan kallaður „þriðji maðurinn“. Hvað hét hann?

8.  Þann 1. janúar 1967 fæddist einn Greifanna. Hann hefur síðan komið víða við og skemmt bæði börnum og fullorðnum, og komið við sögu Eurovision hin seinni ár. Hvað heitir hann?

9.  Þann 1. janúar 1994 andaðist á Íslandi maður nokkur, 86 ára gamall, sem hafði gert garðinn frægan erlendis í meira mæli en flestir Íslendingar aðrir um hans daga. Og hann hafði svo sannarlega ekki farið í felur með þjóðerni sitt. Eiginlega þvert á móti. Hver var þessi maður?

10.  Þann 1. janúar 1995 gengu þrjú ný lönd í Evrópusambandið. Nefnið að minnsta eitt þeirra. Þeir sem geta nefnt öll þrjú fá flugeldastig að auki!

***

Seinni aukaspurning:

Þessi íslenski myndlistarmaður fæddist 1. janúar 1961. Hann lést fyrir aldur fram en hvað hét hann?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Steingeitin.

2.  Rómaveldi.

3.  Brasilía.

4.  Ceres er loftsteinn í loftsteinabeltinu milli Júpíters og Mars.

5.  Indland.

6.  Ellis.

7.  Kim Philby.

8.  Felix Bergsson.

9.  Stefán Íslandi.

10.  Svíþjóð, Finnland og Austurríki voru löndin þrjú.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er J.Edgar Hoover forstjóri alríkislögreglunnar FBI í Bandaríkjunum.

Á neðri mynd er Georg Guðni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár