Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

615. spurningaþraut: Svarað fyrir nýtt ár

615. spurningaþraut: Svarað fyrir nýtt ár

Fyrri aukaspurning: Hver er sá hinn byssuglaði?

Aðalspurningar:

1.  Hvaða stjörnumerki dýrahringsins ræður ríkjum þann 1. janúar ár hvert?

2.  Þann 1. janúar árið 159 fyrir Krist var ákveðið að framvegis skyldi nýársdagur vera sá dagur þegar tveir helstu embættismennirnir í tilteknu ríki tækju við störfum á hverju ári. Hvaða ríki skyldi það hafa verið?

3.  Þann 1. janúar árið 1500 var portúgalski sæfarinn Pedro Cabral úti að sigla á skipi sínu. Þá sigldu hann og félagar hans fram á strönd á landsvæði einu sem Evrópumenn höfðu ekki áður vitað að væri til. Hvaða land er nú á þessu svæði sem þeir Cabral ráku fyrstir augun í af Evrópumönnum?

4.  Þann 1. janúar 1801 fann ítalskur prestur að nafni Guiseppe Piazzi hlut sem enginn hafði séð áður. Hluturinn var síðar nefndur Ceres, og Piazzi er nú helst minnst fyrir að hafa fundið hlutinn. Þótt Piazzi væri prestur, þá kom Ceres kristindómnum ekkert við — raunar þvert á móti, því Ceres fannst milli tveggja heiðinna guða. Hvar fannst Ceres?

5.  Þann 1. janúar 1877 var Viktoría Bretadrottning í ofanálag við drottningartitil sinn útnefnd keisaraynja („empress“) í landi einu víðlendu. Hvaða land var það?

6.  Á ofanverðri 19. öld hafði innflutningur fólks til Bandaríkjanna aukist hratt og 1. janúar 1892 tóku Bandaríkjamenn í notkun innflytjendamiðstöð á smáeyju einni við New York, þar sem tekið var á móti nýjum innflytjendum. Þessi eyja varð síðan eins konar hlið innflytjenda að Bandaríkjunum næstu áratugina. Hvað heitir eyjan?

7.  Þann 1. janúar 1912 fæddist einn frægasti njósnari Sovétríkjanna, breskur maður sem var innsti koppur í búri í njósnahring á Vesturlöndum, og flúði að lokum yfir járntjaldið til Sovétríkjanna þegar upp um hann komst. Hann var gjarnan kallaður „þriðji maðurinn“. Hvað hét hann?

8.  Þann 1. janúar 1967 fæddist einn Greifanna. Hann hefur síðan komið víða við og skemmt bæði börnum og fullorðnum, og komið við sögu Eurovision hin seinni ár. Hvað heitir hann?

9.  Þann 1. janúar 1994 andaðist á Íslandi maður nokkur, 86 ára gamall, sem hafði gert garðinn frægan erlendis í meira mæli en flestir Íslendingar aðrir um hans daga. Og hann hafði svo sannarlega ekki farið í felur með þjóðerni sitt. Eiginlega þvert á móti. Hver var þessi maður?

10.  Þann 1. janúar 1995 gengu þrjú ný lönd í Evrópusambandið. Nefnið að minnsta eitt þeirra. Þeir sem geta nefnt öll þrjú fá flugeldastig að auki!

***

Seinni aukaspurning:

Þessi íslenski myndlistarmaður fæddist 1. janúar 1961. Hann lést fyrir aldur fram en hvað hét hann?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Steingeitin.

2.  Rómaveldi.

3.  Brasilía.

4.  Ceres er loftsteinn í loftsteinabeltinu milli Júpíters og Mars.

5.  Indland.

6.  Ellis.

7.  Kim Philby.

8.  Felix Bergsson.

9.  Stefán Íslandi.

10.  Svíþjóð, Finnland og Austurríki voru löndin þrjú.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er J.Edgar Hoover forstjóri alríkislögreglunnar FBI í Bandaríkjunum.

Á neðri mynd er Georg Guðni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
5
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
2
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
3
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
9
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
10
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár