Þetta er áhugavert verkefni að mörgu leyti. Okkur langar að koma á fót nýrri tegund hótela á Íslandi. Við höfum fengið fjárfesta frá Belgíu inn í teymið, en ég er einmitt þaðan. Verkefnið mitt felst í því að útfæra allt sem við erum að gera á sjálfbæran hátt. Hugmyndin er að hægt sé að koma fyrir litlum húsum hvar sem þú vilt utan rafkerfisins sem geta svo séð íbúum fyrir vatni og rafmagni og verið sjálfbjarga með alla þá þætti.
En núna meðan ég sit hér þá finn ég mig vera að efast. Stundum kemur það fyrir. Þá þarf ég að taka skref til baka og hugsa um lífið og hvað ég er að gera.
Ég kom einn hingað. Fjölskyldan mín er heima og það er í henni sem ég hef getað sótt hvað bestu ráðin. Með því að tala við þau og geta séð sjálfan mig í því. En núna þegar ég er hér og þau annars staðar þá tala ég við sjálfan mig. Ég vona að ég hljómi ekki eins og ég sé í einhverju vondu skapi. Það er ekki þannig. Það er alveg allt í lagi með mig.
Athugasemdir