Hin óskráða Íslandssaga

Ís­lensk­ar bók­mennt­ir eru full­ar af sjó­manna­bók­mennt­um og sveita­bók­mennt­um og banka­menn og hrun­ið hafa líka feng­ið sinn skammt. En á Ís­landi er alltaf nýtt gullæði og það hef­ur sár­vant­að bók­mennt­ir sem tók­ust al­menni­lega á við massa­t­úr­is­mann sem skall á land­inu eins og högg­bylgja fyr­ir rösk­um ára­tug síð­an.

Hin óskráða Íslandssaga
Tilvitnun úr Út að drepa túrista: „Það er skiptir ekki máli. Ef kúnninn vill að við trúum á talandi seli þá gerum við það. Andskotinn hafi það. Við erum í þjónustu hérna!“ Mynd: Aðsent
Bók

Út að drepa túrista

Höfundur Þórarinn Leifsson
Forlagið - Mál og menning
288 blaðsíður
Niðurstaða:

Merkileg og ansi fyndin og skemmtileg lýsing á nýlegri en þó merkilega illa skrásettri Íslandssögu, túristabrjálæðinu og árdögum kófsins. Óþarfa glæpasaga dregur annars fína bók töluvert niður, en truflar þó ekki um of, það má hreinlega leiða þetta glæpabrölt hjá sér og njóta þess að virða fyrir sér persónugalleríið og skemmtilegar hugleiðingar um þetta nýliðna síldarævintýri túrismans.

Gefðu umsögn

En núna er ein slík komin, skrifuð úr brjálæðinu miðju, eða kannski rétt eftir það, og sækir sum meðul sín í helsta gullæði íslenskra bókmennta síðustu ár, glæpasöguna. Út að drepa túrista er skáldsaga eftir rithöfund sem gerðist leiðsögumaður og gerðist svo rithöfundur aftur þegar ferðamennirnir hurfu. Þótt hann hafi vissulega aldrei alveg hætt að skrifa.

Strax í byrjun er þó dregið úr því hversu mikill skáldskapur þetta er. Áður en sagan hefst fáum við að vita að „Frásögn þessi er byggð á sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað á Íslandi í mars 2020. Nöfnum hlutaðeigandi hefur í sumum tilvikum verið breytt af tillitssemi við aðstandendur hinna látnu. Athugið að fordómar, kynþáttahatur, fitusmánun, karlremba, kvenfyrirlitning, minnihlutasmánun, mistök í leiðsögn og ýmiskonar óeðli eru ekki höfundar.“

Þetta er kerknislegur formáli, við þykjumst vita að þessi morð eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum – nema Þórarinn sé hér að fletta ofan af …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár