Út að drepa túrista
Merkileg og ansi fyndin og skemmtileg lýsing á nýlegri en þó merkilega illa skrásettri Íslandssögu, túristabrjálæðinu og árdögum kófsins. Óþarfa glæpasaga dregur annars fína bók töluvert niður, en truflar þó ekki um of, það má hreinlega leiða þetta glæpabrölt hjá sér og njóta þess að virða fyrir sér persónugalleríið og skemmtilegar hugleiðingar um þetta nýliðna síldarævintýri túrismans.
En núna er ein slík komin, skrifuð úr brjálæðinu miðju, eða kannski rétt eftir það, og sækir sum meðul sín í helsta gullæði íslenskra bókmennta síðustu ár, glæpasöguna. Út að drepa túrista er skáldsaga eftir rithöfund sem gerðist leiðsögumaður og gerðist svo rithöfundur aftur þegar ferðamennirnir hurfu. Þótt hann hafi vissulega aldrei alveg hætt að skrifa.
Strax í byrjun er þó dregið úr því hversu mikill skáldskapur þetta er. Áður en sagan hefst fáum við að vita að „Frásögn þessi er byggð á sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað á Íslandi í mars 2020. Nöfnum hlutaðeigandi hefur í sumum tilvikum verið breytt af tillitssemi við aðstandendur hinna látnu. Athugið að fordómar, kynþáttahatur, fitusmánun, karlremba, kvenfyrirlitning, minnihlutasmánun, mistök í leiðsögn og ýmiskonar óeðli eru ekki höfundar.“
Þetta er kerknislegur formáli, við þykjumst vita að þessi morð eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum – nema Þórarinn sé hér að fletta ofan af …
Athugasemdir