Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hin óskráða Íslandssaga

Ís­lensk­ar bók­mennt­ir eru full­ar af sjó­manna­bók­mennt­um og sveita­bók­mennt­um og banka­menn og hrun­ið hafa líka feng­ið sinn skammt. En á Ís­landi er alltaf nýtt gullæði og það hef­ur sár­vant­að bók­mennt­ir sem tók­ust al­menni­lega á við massa­t­úr­is­mann sem skall á land­inu eins og högg­bylgja fyr­ir rösk­um ára­tug síð­an.

Hin óskráða Íslandssaga
Tilvitnun úr Út að drepa túrista: „Það er skiptir ekki máli. Ef kúnninn vill að við trúum á talandi seli þá gerum við það. Andskotinn hafi það. Við erum í þjónustu hérna!“ Mynd: Aðsent
Bók

Út að drepa túrista

Höfundur Þórarinn Leifsson
Forlagið - Mál og menning
288 blaðsíður
Niðurstaða:

Merkileg og ansi fyndin og skemmtileg lýsing á nýlegri en þó merkilega illa skrásettri Íslandssögu, túristabrjálæðinu og árdögum kófsins. Óþarfa glæpasaga dregur annars fína bók töluvert niður, en truflar þó ekki um of, það má hreinlega leiða þetta glæpabrölt hjá sér og njóta þess að virða fyrir sér persónugalleríið og skemmtilegar hugleiðingar um þetta nýliðna síldarævintýri túrismans.

Gefðu umsögn

En núna er ein slík komin, skrifuð úr brjálæðinu miðju, eða kannski rétt eftir það, og sækir sum meðul sín í helsta gullæði íslenskra bókmennta síðustu ár, glæpasöguna. Út að drepa túrista er skáldsaga eftir rithöfund sem gerðist leiðsögumaður og gerðist svo rithöfundur aftur þegar ferðamennirnir hurfu. Þótt hann hafi vissulega aldrei alveg hætt að skrifa.

Strax í byrjun er þó dregið úr því hversu mikill skáldskapur þetta er. Áður en sagan hefst fáum við að vita að „Frásögn þessi er byggð á sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað á Íslandi í mars 2020. Nöfnum hlutaðeigandi hefur í sumum tilvikum verið breytt af tillitssemi við aðstandendur hinna látnu. Athugið að fordómar, kynþáttahatur, fitusmánun, karlremba, kvenfyrirlitning, minnihlutasmánun, mistök í leiðsögn og ýmiskonar óeðli eru ekki höfundar.“

Þetta er kerknislegur formáli, við þykjumst vita að þessi morð eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum – nema Þórarinn sé hér að fletta ofan af …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár