Eitt það undarlegasta sem Covid hefur gert okkur er að allt tímaskyn er farið út í veður og vind. Ég segi reglulega að eitthvað hafi gerst í fyrra sem var 2019, jafnvel 2018. Það er einstaklega óheppilegt þegar man er í vinnu sem snýst svona eindregið um skýrar tímalínur og svo kjörtímabil sem eru nákvæmlega fjögur ár að lengd.
Fyrir mig persónulega hefur árið sem er að líða kannski verið fremur sérstakt fyrir þær sakir að þetta er fyrsta árið í töluverðan tíma þar sem ég er ekki í kynleiðréttingarferli. Síðasta stóra aðgerðin fór fram árið 2020, en síðan hef ég getað einbeitt mér að vinnunni og starfinu í kring, án þess að hafa það allt saman hangandi yfir mér. Það er mikill léttir og svolítið undarlegt hvað verður í raun auðvelt að hætta að pæla í því eftir því sem tíminn líður. En auðvitað gleymist það aldrei alveg.
Þetta …
Athugasemdir