Héraðssaksóknari hóf í morgun húsleit á skrifstofum Eimskipafélagsins eftir að hafa fengið heimild til þess hjá dómstólum. Það var fyrirtækið sjálft sem sagði frá húsleitinni með tilkynningu til Kauphallarinnar. Tilefni húsleitarinnar er sala á gámaskipunum Laxfossi og Goðafossi árið 2019 og grunur um brot á lögum um meðhöndlun úrgangs og reglugerða setta á grundvelli þeirra.
Kveikur greindi frá því á síðasta ári að skipunum hefði verið fargað við Alang-strönd á Indlandi þar sem skipin voru brotin niður við aðstæður sem brjóta í bága við evrópsk lög. Í kjölfarið kærði Umhverfisstofnun fyrirtækið til embættis héraðssaksóknara.
„Embættið hefur óskað eftir afmörkuðum gögnum vegna sölu skipanna Goðafoss og Laxfoss á árinu 2019 sem Umhverfisstofnun kærði til héraðssaksóknara 2020. Engir einstaklingar hafa réttarstöðu í málinu. Félagið vinnur nú að því að afla þeirra upplýsinga sem héraðssaksóknari hefur óskað eftir,“ segir í tilkynningu Eimskips.
Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfesti að ráðist hafi verið í …
Athugasemdir (1)