Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Húsleit hjá Eimskip vegna förgunar á tveimur gámaskipum

Hér­aðssak­sókn­ari gerði í morg­un hús­leit á skrif­stof­um Eim­skipa­fé­lags Ís­lands. Að­gerð­irn­ar eru hluti af rann­sókn embætt­is­ins á förg­un tveggja risa­stórra gáma­skipa sem siglt var í strand við Ind­land á síð­asta ári. Fyr­ir­tæk­ið lét sjálft vita af hús­leit­inni í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar­inn­ar.

Húsleit hjá Eimskip vegna förgunar á tveimur gámaskipum

Héraðssaksóknari hóf í morgun húsleit á skrifstofum Eimskipafélagsins eftir að hafa fengið heimild til þess hjá dómstólum.  Það var fyrirtækið sjálft sem sagði frá húsleitinni með tilkynningu til Kauphallarinnar. Tilefni húsleitarinnar er sala á gámaskipunum Laxfossi og Goðafossi árið 2019 og grunur um brot á lögum um meðhöndlun úrgangs og reglugerða setta á grundvelli þeirra.

Kveikur greindi frá því á síðasta ári að skipunum hefði verið fargað við Alang-strönd á Indlandi þar sem skipin voru brotin niður við aðstæður sem brjóta í bága við evrópsk lög. Í kjölfarið kærði Umhverfisstofnun fyrirtækið til embættis héraðssaksóknara. 

„Embættið hefur óskað eftir afmörkuðum gögnum vegna sölu skipanna Goðafoss og Laxfoss á árinu 2019 sem Umhverfisstofnun kærði til héraðssaksóknara 2020. Engir einstaklingar hafa réttarstöðu í málinu. Félagið vinnur nú að því að afla þeirra upplýsinga sem héraðssaksóknari hefur óskað eftir,“ segir í tilkynningu Eimskips. 

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfesti að ráðist hafi verið í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Samherji og Mái samir við sig -,við eigum við megum.Þingmans druslur þrífið upp eftir mig annars engvir stirkir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár