Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þarf á óreiðunni að halda

Eva Rún Snorra­dótt­ir seg­ir frá til­urð bók­ar­inn­ar Óskilamun­ir, sem fjall­ar um alls kon­ar skiln­aði og inni­held­ur smá­sög­ur, ljóð og ljós­mynd­ir.

Þarf á óreiðunni að halda
Bók

Óskilamun­ir

Höfundur Eva Rún Snorradóttir
Benedikt bókaútgáfa
160 blaðsíður
Gefðu umsögn

„Bókin Óskilamunir eru stuttar sögur, og inn á milli ljóð og ljósmyndir sem eru sjálfstæðar en kallast á og tengjast með nokkrum þráðum,“ segir rithöfundurinn Eva Rún Snorradóttir. Bókin fjallar um krossgötur, skilnaði, á ýmsum skeiðum í lífinu og ýmsum birtingarmyndum. „Skilnaði elskhuga, skilnaði vina, þegar maður þarf að skilja við eitthvað í sjálfum sér. Svo fjallar hún líka um sársauka, hvernig hann mótar okkur og hvernig hann vinnur og við með hann. Hún fjallar líka um ákveðinn performans í lífinu, það er mikið fjallað um sviðslistafólk og alls konar sviðslistir og hvernig lífið er eitt allsherjar grímuball. Svona verið að reyna að rekja það upp.“

Hún byrjaði að skrifa nokkrar sögur sem spruttu frá einhverju sem hún var að ganga í gegnum og upplifa. „Svo mótaði ég það með aðferðum skáldskaparins. Og svo bara hélt ég áfram og það opnaðist einhver taug. Það spruttu út þessar sögur og svo hef ég bara verið að elta það. Hún bara varð til í þeirri vinnu.“

Gott og fallegt að gefa út bók 

Ólíkt mörgum öðrum þá unir hún sér illa við skriftir í algjörri ró, hún þarf á óreiðunni að halda. „Það tók mig tíma að fatta að ég þarf óreiðu, dýnamík til þess að skrifa. Þegar ég kem úr sviðslistinni og hef unnið í samsköpun þar sem við erum nokkur að kasta boltum og það verður einhver dýnamík. Ég er búin að vera undanfarin ár að þróa þá dýnamík ein, að búa til einhverja óreiðu með litlum miðum. Þannig að ég mæti á daginn og bý til rosa mikla óreiðu með miðum og listum og stundum hlutum. Og þá get ég byrjað að skrifa.“ 

Það er góð tilfinning að gefa út bók. „Mér líður vel með að bókin sé komin út. Mjög vel. Ég er mjög ánægð með hana, mér finnst gott að taka utan um þennan viðburð að gefa út bók. Þetta er stórt. Mér finnst það bara gott og fallegt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár