Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þarf á óreiðunni að halda

Eva Rún Snorra­dótt­ir seg­ir frá til­urð bók­ar­inn­ar Óskilamun­ir, sem fjall­ar um alls kon­ar skiln­aði og inni­held­ur smá­sög­ur, ljóð og ljós­mynd­ir.

Þarf á óreiðunni að halda
Bók

Óskilamun­ir

Höfundur Eva Rún Snorradóttir
Benedikt bókaútgáfa
160 blaðsíður
Gefðu umsögn

„Bókin Óskilamunir eru stuttar sögur, og inn á milli ljóð og ljósmyndir sem eru sjálfstæðar en kallast á og tengjast með nokkrum þráðum,“ segir rithöfundurinn Eva Rún Snorradóttir. Bókin fjallar um krossgötur, skilnaði, á ýmsum skeiðum í lífinu og ýmsum birtingarmyndum. „Skilnaði elskhuga, skilnaði vina, þegar maður þarf að skilja við eitthvað í sjálfum sér. Svo fjallar hún líka um sársauka, hvernig hann mótar okkur og hvernig hann vinnur og við með hann. Hún fjallar líka um ákveðinn performans í lífinu, það er mikið fjallað um sviðslistafólk og alls konar sviðslistir og hvernig lífið er eitt allsherjar grímuball. Svona verið að reyna að rekja það upp.“

Hún byrjaði að skrifa nokkrar sögur sem spruttu frá einhverju sem hún var að ganga í gegnum og upplifa. „Svo mótaði ég það með aðferðum skáldskaparins. Og svo bara hélt ég áfram og það opnaðist einhver taug. Það spruttu út þessar sögur og svo hef ég bara verið að elta það. Hún bara varð til í þeirri vinnu.“

Gott og fallegt að gefa út bók 

Ólíkt mörgum öðrum þá unir hún sér illa við skriftir í algjörri ró, hún þarf á óreiðunni að halda. „Það tók mig tíma að fatta að ég þarf óreiðu, dýnamík til þess að skrifa. Þegar ég kem úr sviðslistinni og hef unnið í samsköpun þar sem við erum nokkur að kasta boltum og það verður einhver dýnamík. Ég er búin að vera undanfarin ár að þróa þá dýnamík ein, að búa til einhverja óreiðu með litlum miðum. Þannig að ég mæti á daginn og bý til rosa mikla óreiðu með miðum og listum og stundum hlutum. Og þá get ég byrjað að skrifa.“ 

Það er góð tilfinning að gefa út bók. „Mér líður vel með að bókin sé komin út. Mjög vel. Ég er mjög ánægð með hana, mér finnst gott að taka utan um þennan viðburð að gefa út bók. Þetta er stórt. Mér finnst það bara gott og fallegt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár