Þarf á óreiðunni að halda

Eva Rún Snorra­dótt­ir seg­ir frá til­urð bók­ar­inn­ar Óskilamun­ir, sem fjall­ar um alls kon­ar skiln­aði og inni­held­ur smá­sög­ur, ljóð og ljós­mynd­ir.

Þarf á óreiðunni að halda
Bók

Óskilamun­ir

Höfundur Eva Rún Snorradóttir
Benedikt bókaútgáfa
160 blaðsíður
Gefðu umsögn

„Bókin Óskilamunir eru stuttar sögur, og inn á milli ljóð og ljósmyndir sem eru sjálfstæðar en kallast á og tengjast með nokkrum þráðum,“ segir rithöfundurinn Eva Rún Snorradóttir. Bókin fjallar um krossgötur, skilnaði, á ýmsum skeiðum í lífinu og ýmsum birtingarmyndum. „Skilnaði elskhuga, skilnaði vina, þegar maður þarf að skilja við eitthvað í sjálfum sér. Svo fjallar hún líka um sársauka, hvernig hann mótar okkur og hvernig hann vinnur og við með hann. Hún fjallar líka um ákveðinn performans í lífinu, það er mikið fjallað um sviðslistafólk og alls konar sviðslistir og hvernig lífið er eitt allsherjar grímuball. Svona verið að reyna að rekja það upp.“

Hún byrjaði að skrifa nokkrar sögur sem spruttu frá einhverju sem hún var að ganga í gegnum og upplifa. „Svo mótaði ég það með aðferðum skáldskaparins. Og svo bara hélt ég áfram og það opnaðist einhver taug. Það spruttu út þessar sögur og svo hef ég bara verið að elta það. Hún bara varð til í þeirri vinnu.“

Gott og fallegt að gefa út bók 

Ólíkt mörgum öðrum þá unir hún sér illa við skriftir í algjörri ró, hún þarf á óreiðunni að halda. „Það tók mig tíma að fatta að ég þarf óreiðu, dýnamík til þess að skrifa. Þegar ég kem úr sviðslistinni og hef unnið í samsköpun þar sem við erum nokkur að kasta boltum og það verður einhver dýnamík. Ég er búin að vera undanfarin ár að þróa þá dýnamík ein, að búa til einhverja óreiðu með litlum miðum. Þannig að ég mæti á daginn og bý til rosa mikla óreiðu með miðum og listum og stundum hlutum. Og þá get ég byrjað að skrifa.“ 

Það er góð tilfinning að gefa út bók. „Mér líður vel með að bókin sé komin út. Mjög vel. Ég er mjög ánægð með hana, mér finnst gott að taka utan um þennan viðburð að gefa út bók. Þetta er stórt. Mér finnst það bara gott og fallegt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár