Árið sem ég kom var eitt af þessum sumrum þar sem veðrið var alltaf í fréttunum og hvernig það hefði ekki verið svona skýjað eða rignt svona mikið í 100 ár. Mér fannst það mjög fyndið þá hvað fjölmiðlar fjölluðu mikið um veðrið.
En það var enn þá furðulegra að þegar að þessir tveir til þrír sólardagar birtust þá fóru bara allir úr vinnunni eins og ekkert væri eðlilegra. Ég kem frá Ítalíu og þar er það aðeins öðruvísi.
Það var ótrúlega erfitt þegar ég kom hérna fyrst. Ég hef alltaf hatað kuldann og jafnvel svo að hann hefur komið mér í uppnám. Ég kveið fyrir vetrinum og það hafði slæm áhrif á mig bara að hugsa til þess.
En eftir að hafa verið hér í fjögur ár þá hefur eitthvað breyst. Ég fór aftur til Ítalíu síðasta sumar og hitastigið þar var bara eðlilegt. Allir vinir mínir reyndu að …
Athugasemdir