Þegar Ágúst Kristján Steinarsson stjórnunarráðgjafi var nítján ára gamall veiktist hann í fyrsta sinn af geðhvörfum og fór þá í sína fyrstu maníu. Frá þeirri stundu og allt til dagsins í dag hefur hann þurft að leggjast nokkrum sinnum inn á geðdeild, bæði hér á landi og einu sinni í Danmörku. Hann þekkir því af reynslu íslenska geðheilbrigðiskerfið og það danska og segir þau í grundvallaratriðum ólík. Þar með segist hann ekki geta fullyrt um það hvernig staðan sé í íslenska geðheilbrigðiskerfinu í dag „En ég get fullyrt hvaða áhrif góð meðferð hefur. Það vildi svo til að það var í Danmörku.“
Varð stríðsmaður í íslenska kerfinu
Á Íslandi segist hann hafa upplifað mótlæti, ofbeldi, fordóma og aðstæður sem grófu undan trausti hans á sjálfum sér og kerfinu sem átti að hjúkra honum. Íslenska heilbrigðiskerfið hafði þau áhrif á hann að með tímanum vakti það innra með honum …
Athugasemdir