Elísabet fæddist árið 1958, dóttir Jóhönnu Kristjónsdóttur blaðakonu og Jökuls Jakobssonar
leikskálds. Hún bjó á Seltjarnarnesi fyrstu tíu ár lífs síns, fyrir utan eitt ár sem fjölskyldan bjó í Grikklandi. Foreldrar hennar ákváðu að flytja þangað í von um að bjarga hjónabandinu, sem gekk þó ekki og skildu þau eftir að heim til Íslands var komið. Hún segir bernsku sína hafa verið stöðuga frjóvgun og ekki síst vegna Grikklandsdvalarinnar, þar hafi hún upplifað nýtt bragð- og lyktarskyn, séð mandarínur vaxa á trjánum og brotið hnetur á tröppunum heima hjá sér.
„Barnæskan er tíminn sem sálin frjóvgast, ef vel er á spöðunum haldið. Hún er stöðug frjóvgun. Svo getur náttúrlega lokast fyrir þessa frjóvgun þegar maður kemst á fullorðinsár eða byrjar í skóla. Ég held að ég hafi verið svo heppin að hafa náð aftur í barnið í mér. Kannski er það þess vegna sem mér finnst ég vera í stöðugum …
Athugasemdir