Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nýr umhverfis- og loftslagsmálaráðherra, segir að hann hafi sóst sérstaklega eftir því að taka við þessu ráðuneyti þegar fyrir lá að hvaða ráðuneyti flokkur hans myndi stýra í nýafstöðnum stjórnarmyndunarviðræðum. Hann segir að hann hafi ekki sóst eftir því að verða utanríkisráðherra áfram. „Ég sóttist eftir þessu ráðuneyti þegar ljóst var hvaða ráðuneyti kæmu í hlut Sjálfstæðisflokksins,“ segir hann í skriflegum svörum við spurningum Stundarinnar.
Guðlaugur Þór segir enn fremur, aðspurður, að ráðuneytið sem hann fékk sé það ráðuneyti sem hann hafi helst viljað stjórna.
Athugasemdir