Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Verður daglega fyrir morðhótunum á netinu

Ung ís­lensk kona slapp naum­lega und­an manni sem réðst að henni á götu úti um há­bjart­an dag í Ist­an­búl fyr­ir nokkr­um vik­um. Mað­ur­inn var vopn­að­ur hnífi. Kon­an, sem er fædd í Sómal­íu, er sam­fé­lag­miðla­stjarna þar og birt­ir mynd­bönd og fyr­ir­lestra und­ir heit­inu MID SHOW. Hún verð­ur dag­lega fyr­ir morð­hót­un­um á sam­fé­lags­miðl­um vegna bar­áttu sinn­ar fyr­ir rétt­læti til handa stúlk­um og kon­um í fæð­ing­ar­landi henn­ar og víð­ar.

Verður daglega fyrir morðhótunum á netinu
Najmo Fiyasko Finnbogadóttir við sumarhús fjölskyldunnar á Íslandi

„Ég var á göngustíg sem er meðfram stórri umferðargötu og þegar ég kem að gatnamótunum sé ég mann sem hleypur hratt í átt til mín. Ég hélt í fyrstu að hann væri bara úti að hlaupa en það setti samt að mér ugg því hann virtist vera reiður og hann starði á mig. Svo kom hann skyndilega alveg upp að andlitinu á mér og spurði hvort ég væri konan sem stýrði MID SHOW. Og hann tók upp vasahníf.“

Svona lýsir Najmo Fiyasko Finnbogadóttir, 23 ára háskólanemi og aktivisti, atvikinu í Istanbúl í lok september, en hún fór til Tyrklands frá Íslandi í ágúst eftir að hafa verið hér í sumarleyfi en hún er í háskólanámi í London.
Najmo hafði byrjað ferðina í Ankara þar sem systir hennar býr en hún eignaðist nýverið dóttur og Najmo vildi sjá litlu frænku sína og verja tíma með systur sinni. Hún nýtti fríið til …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár