„Ég var á göngustíg sem er meðfram stórri umferðargötu og þegar ég kem að gatnamótunum sé ég mann sem hleypur hratt í átt til mín. Ég hélt í fyrstu að hann væri bara úti að hlaupa en það setti samt að mér ugg því hann virtist vera reiður og hann starði á mig. Svo kom hann skyndilega alveg upp að andlitinu á mér og spurði hvort ég væri konan sem stýrði MID SHOW. Og hann tók upp vasahníf.“
Svona lýsir Najmo Fiyasko Finnbogadóttir, 23 ára háskólanemi og aktivisti, atvikinu í Istanbúl í lok september, en hún fór til Tyrklands frá Íslandi í ágúst eftir að hafa verið hér í sumarleyfi en hún er í háskólanámi í London.
Najmo hafði byrjað ferðina í Ankara þar sem systir hennar býr en hún eignaðist nýverið dóttur og Najmo vildi sjá litlu frænku sína og verja tíma með systur sinni. Hún nýtti fríið til …
Athugasemdir