„Við erum til og við erum mörg. Það er eftirspurn eftir okkar skáldskap og hér er svarið.“ Þannig segir í aðfaraorðum ljóðabókarinnar Pólífóníu sem kom út hjá Unu útgáfuhúsi á degi íslenskrar tungu í síðustu viku. Bókin hefur að geyma skáldskap nýrra Íslendinga og er í formála kölluð „eins konar fæðing innflytjendabókmennta á Íslandi“. Meðal höfunda eru þau Ana Mjallhvít Drekadóttir, Jakub Stachowiak og Natasha Stolyarova.
Það vantar svona bók á Íslandi
Natasha, sem einnig ritstýrði bókinni og skrifaði formála, lýsir því hvernig ljóðabók danska skáldsins Yahya Hassan, YAHYA HASSAN, varð henni innblástur. Verk Hassan lýsti lífi og stöðu innflytjenda í Danmörku á óvæginn og hispurslausan hátt og hafði mikil áhrif. „Ég hugsaði: Það vantar svona bók á Íslandi,“ segir Natasha. „Það eru engar raddir með útlenskan bakgrunn í bókmenntum. Þetta er að breytast núna. Mér fannst nauðsynlegt að búa til svona bók og koma innflytjendabókmenntum til Íslands. Það eru …
Athugasemdir