Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Tími margröddunar

Ljóða­safn­ið Pó­lífón­ía sýn­ir að bók­mennt­ir nýrra Ís­lend­inga standa með mikl­um blóma. Skáld­in Ana Mjall­hvít Dreka­dótt­ir, Jakub Stachowiak og Natasha Stolyarova segja að tími fjöl­breytn­inn­ar sé runn­inn upp og skora á ís­lenska út­gef­end­ur að svara kall­inu.

Tími margröddunar
Frá vinstri: Jakub Stachowiak, Natasha Stolyarova og Ana Mjallhvít Drekadóttir. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Við erum til og við erum mörg. Það er eftirspurn eftir okkar skáldskap og hér er svarið.“ Þannig segir í aðfaraorðum ljóðabókarinnar Pólífóníu sem kom út hjá Unu útgáfuhúsi á degi íslenskrar tungu í síðustu viku. Bókin hefur að geyma skáldskap nýrra Íslendinga og er í formála kölluð „eins konar fæðing innflytjendabókmennta á Íslandi“. Meðal höfunda eru þau Ana Mjallhvít Drekadóttir, Jakub Stachowiak og Natasha Stolyarova.

Það vantar svona bók á Íslandi

Natasha, sem einnig ritstýrði bókinni og skrifaði formála, lýsir því hvernig ljóðabók danska skáldsins Yahya Hassan, YAHYA HASSAN, varð henni innblástur. Verk Hassan lýsti lífi og stöðu innflytjenda í Danmörku á óvæginn og hispurslausan hátt og hafði mikil áhrif. „Ég hugsaði: Það vantar svona bók á Íslandi,“ segir Natasha. „Það eru engar raddir með útlenskan bakgrunn í bókmenntum. Þetta er að breytast núna. Mér fannst nauðsynlegt að búa til svona bók og koma innflytjendabókmenntum til Íslands. Það eru …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár