Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Tími margröddunar

Ljóða­safn­ið Pó­lífón­ía sýn­ir að bók­mennt­ir nýrra Ís­lend­inga standa með mikl­um blóma. Skáld­in Ana Mjall­hvít Dreka­dótt­ir, Jakub Stachowiak og Natasha Stolyarova segja að tími fjöl­breytn­inn­ar sé runn­inn upp og skora á ís­lenska út­gef­end­ur að svara kall­inu.

Tími margröddunar
Frá vinstri: Jakub Stachowiak, Natasha Stolyarova og Ana Mjallhvít Drekadóttir. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Við erum til og við erum mörg. Það er eftirspurn eftir okkar skáldskap og hér er svarið.“ Þannig segir í aðfaraorðum ljóðabókarinnar Pólífóníu sem kom út hjá Unu útgáfuhúsi á degi íslenskrar tungu í síðustu viku. Bókin hefur að geyma skáldskap nýrra Íslendinga og er í formála kölluð „eins konar fæðing innflytjendabókmennta á Íslandi“. Meðal höfunda eru þau Ana Mjallhvít Drekadóttir, Jakub Stachowiak og Natasha Stolyarova.

Það vantar svona bók á Íslandi

Natasha, sem einnig ritstýrði bókinni og skrifaði formála, lýsir því hvernig ljóðabók danska skáldsins Yahya Hassan, YAHYA HASSAN, varð henni innblástur. Verk Hassan lýsti lífi og stöðu innflytjenda í Danmörku á óvæginn og hispurslausan hátt og hafði mikil áhrif. „Ég hugsaði: Það vantar svona bók á Íslandi,“ segir Natasha. „Það eru engar raddir með útlenskan bakgrunn í bókmenntum. Þetta er að breytast núna. Mér fannst nauðsynlegt að búa til svona bók og koma innflytjendabókmenntum til Íslands. Það eru …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár