Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

579. spurningaþraut: Þessi mynd er ekki af tónskáldi, samt snýst spurningin um tónskáld

579. spurningaþraut: Þessi mynd er ekki af tónskáldi, samt snýst spurningin um tónskáld

Fyrri aukaspurning:

Myndin hér að ofan á að leiða huga ykkar að frægu tónverki. Hver samdi það tónverk?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða borg er fótboltavöllur sem heitir eftir karli að nafni Santiago Bernabéu?

2.  Hvaða líffæri heitir „cor“ á latínu?

3.  Hvaða vinsæla hljómsveit sendi í fyrndinni frá sér tvöfalda plötu sem nefnd er Hvíta albúmið?

4.  Í einu vinsælasta lagi Hvíta albúmsins fjallar söngvarinn á fjörlegan hátt um það þegar hann snýr aftur fljúgandi til ... hvaða ríkis?

5.  Hversu mörg eru stig fellibylja?

6.  Auglýsing Íslandsstofu þar sem snúið var á góðlátlegan hátt úr auglýsingu frá Facebook vakti mikla athygli. Í auglýsingunni vekur leikari athygli á „Iceland-verse“ þar sem grínast er með fyrirbæri sem forstjóri Facebook hafði kynnt með mikilli viðhöfn og sagði framtíð mannkynsins liggja í þessu fyrirbæri. Hvað kallaði forstjórinn það?

7.  En hvaða íslenski leikari lék í auglýsingunni?

8.  Í lok 12. aldar var oft grunnt á því góða milli Englendinga og Frakka en árið 1189 héldu konungar beggja þó í sameiginlegan leiðangur til að reyna að frelsa eina fræga borg úr klóm óvina sinna. Hvaða borg var það?

9.  Nefnið að minnsta kosti annan konunganna tveggja með nafni.

10.  En hvað hét foringi andstæðinganna sem héldu þessari borg? Sá þótti göfugur og prúður í meira lagi, svo meira að segja kóngarnir tveir, svarnir andstæðingar hans, báru fyrir honum fyllstu virðingu.

***

Seinni aukaspurning:

Af hverjum eða hverri er þessi mynd Halldórs Péturssonar — aðallega?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Madrid.

2.  Hjartað.

3.  Bítlarnir.

4.  Sovétríkjanna, öðru nafni U.S.S.R. Smellið á "Watch on YouTube".

5.  Fimm.

6.  Metaverse.

7.  Jörundur Ragnarsson.

8.  Jerúsalem.

9.  Ríkarður ljónshjarta (konungur Englands) og Filippus ágæti (konungur Frakklands). Annað nafnið er sem sé nóg og þarf ekki viðurnefnin einu sinni!

10.  Saladín.

***

Svör við aukaspurningum.

Efri myndin á að minna á frægan lokakafla forleiksins 1812.

Þar koma fallbyssur Napóleons-tímans koma mjög við sögu.

Verkið samdi Tsjækovskí.

Neðri myndin er aftur á móti af Grýlu.

Hún birtist á sínum tíma í Vísnabók einni víðfrægri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
2
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár