Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

579. spurningaþraut: Þessi mynd er ekki af tónskáldi, samt snýst spurningin um tónskáld

579. spurningaþraut: Þessi mynd er ekki af tónskáldi, samt snýst spurningin um tónskáld

Fyrri aukaspurning:

Myndin hér að ofan á að leiða huga ykkar að frægu tónverki. Hver samdi það tónverk?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða borg er fótboltavöllur sem heitir eftir karli að nafni Santiago Bernabéu?

2.  Hvaða líffæri heitir „cor“ á latínu?

3.  Hvaða vinsæla hljómsveit sendi í fyrndinni frá sér tvöfalda plötu sem nefnd er Hvíta albúmið?

4.  Í einu vinsælasta lagi Hvíta albúmsins fjallar söngvarinn á fjörlegan hátt um það þegar hann snýr aftur fljúgandi til ... hvaða ríkis?

5.  Hversu mörg eru stig fellibylja?

6.  Auglýsing Íslandsstofu þar sem snúið var á góðlátlegan hátt úr auglýsingu frá Facebook vakti mikla athygli. Í auglýsingunni vekur leikari athygli á „Iceland-verse“ þar sem grínast er með fyrirbæri sem forstjóri Facebook hafði kynnt með mikilli viðhöfn og sagði framtíð mannkynsins liggja í þessu fyrirbæri. Hvað kallaði forstjórinn það?

7.  En hvaða íslenski leikari lék í auglýsingunni?

8.  Í lok 12. aldar var oft grunnt á því góða milli Englendinga og Frakka en árið 1189 héldu konungar beggja þó í sameiginlegan leiðangur til að reyna að frelsa eina fræga borg úr klóm óvina sinna. Hvaða borg var það?

9.  Nefnið að minnsta kosti annan konunganna tveggja með nafni.

10.  En hvað hét foringi andstæðinganna sem héldu þessari borg? Sá þótti göfugur og prúður í meira lagi, svo meira að segja kóngarnir tveir, svarnir andstæðingar hans, báru fyrir honum fyllstu virðingu.

***

Seinni aukaspurning:

Af hverjum eða hverri er þessi mynd Halldórs Péturssonar — aðallega?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Madrid.

2.  Hjartað.

3.  Bítlarnir.

4.  Sovétríkjanna, öðru nafni U.S.S.R. Smellið á "Watch on YouTube".

5.  Fimm.

6.  Metaverse.

7.  Jörundur Ragnarsson.

8.  Jerúsalem.

9.  Ríkarður ljónshjarta (konungur Englands) og Filippus ágæti (konungur Frakklands). Annað nafnið er sem sé nóg og þarf ekki viðurnefnin einu sinni!

10.  Saladín.

***

Svör við aukaspurningum.

Efri myndin á að minna á frægan lokakafla forleiksins 1812.

Þar koma fallbyssur Napóleons-tímans koma mjög við sögu.

Verkið samdi Tsjækovskí.

Neðri myndin er aftur á móti af Grýlu.

Hún birtist á sínum tíma í Vísnabók einni víðfrægri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár