Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

579. spurningaþraut: Þessi mynd er ekki af tónskáldi, samt snýst spurningin um tónskáld

579. spurningaþraut: Þessi mynd er ekki af tónskáldi, samt snýst spurningin um tónskáld

Fyrri aukaspurning:

Myndin hér að ofan á að leiða huga ykkar að frægu tónverki. Hver samdi það tónverk?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða borg er fótboltavöllur sem heitir eftir karli að nafni Santiago Bernabéu?

2.  Hvaða líffæri heitir „cor“ á latínu?

3.  Hvaða vinsæla hljómsveit sendi í fyrndinni frá sér tvöfalda plötu sem nefnd er Hvíta albúmið?

4.  Í einu vinsælasta lagi Hvíta albúmsins fjallar söngvarinn á fjörlegan hátt um það þegar hann snýr aftur fljúgandi til ... hvaða ríkis?

5.  Hversu mörg eru stig fellibylja?

6.  Auglýsing Íslandsstofu þar sem snúið var á góðlátlegan hátt úr auglýsingu frá Facebook vakti mikla athygli. Í auglýsingunni vekur leikari athygli á „Iceland-verse“ þar sem grínast er með fyrirbæri sem forstjóri Facebook hafði kynnt með mikilli viðhöfn og sagði framtíð mannkynsins liggja í þessu fyrirbæri. Hvað kallaði forstjórinn það?

7.  En hvaða íslenski leikari lék í auglýsingunni?

8.  Í lok 12. aldar var oft grunnt á því góða milli Englendinga og Frakka en árið 1189 héldu konungar beggja þó í sameiginlegan leiðangur til að reyna að frelsa eina fræga borg úr klóm óvina sinna. Hvaða borg var það?

9.  Nefnið að minnsta kosti annan konunganna tveggja með nafni.

10.  En hvað hét foringi andstæðinganna sem héldu þessari borg? Sá þótti göfugur og prúður í meira lagi, svo meira að segja kóngarnir tveir, svarnir andstæðingar hans, báru fyrir honum fyllstu virðingu.

***

Seinni aukaspurning:

Af hverjum eða hverri er þessi mynd Halldórs Péturssonar — aðallega?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Madrid.

2.  Hjartað.

3.  Bítlarnir.

4.  Sovétríkjanna, öðru nafni U.S.S.R. Smellið á "Watch on YouTube".

5.  Fimm.

6.  Metaverse.

7.  Jörundur Ragnarsson.

8.  Jerúsalem.

9.  Ríkarður ljónshjarta (konungur Englands) og Filippus ágæti (konungur Frakklands). Annað nafnið er sem sé nóg og þarf ekki viðurnefnin einu sinni!

10.  Saladín.

***

Svör við aukaspurningum.

Efri myndin á að minna á frægan lokakafla forleiksins 1812.

Þar koma fallbyssur Napóleons-tímans koma mjög við sögu.

Verkið samdi Tsjækovskí.

Neðri myndin er aftur á móti af Grýlu.

Hún birtist á sínum tíma í Vísnabók einni víðfrægri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
4
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
5
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár