Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Óli Björn segir þá sem gagnrýna sóttvarnaraðgerðir fá yfir sig svívirðingar

Svig­rúm sem skap­að var til að styrkja inn­viði heil­brigðis­kerf­is­ins var ekki nýtt, seg­ir Óli Björn Kára­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þeim sem spyrji gagn­rýnna spurn­inga um sótt­varn­ar­að­gerð­ir sé mætt af mik­illi hörku, með­al ann­ars af lækn­um sem fái með því „út­rás fyr­ir hé­góma í sviðs­ljósi fjöl­miðla“.

Óli Björn segir þá sem gagnrýna sóttvarnaraðgerðir fá yfir sig svívirðingar
Segir skipulega grafið undan trausti á heilbrigðiskerfinu Óli Björn segir skýrar vísbendingar um að heilbrigðisyfirvöld hafi ekki nýtt svigrúm sem skapaðist með hörðum sóttvarnaraðgerðum til að styrkja innviði heilbrigðiskerfisins. Mynd: xd.is

Leikmenn jafnt sem sérfræðingar veigra sér við því að halda uppi gagnrýnni umræðu um aðgerðir stjórnvalda í tengslum við Covid-19 faraldurinn, sökum þess að „þeim er mætt af fullkominni hörku og á stundum með svívirðingum. Þar gang því miður læknar, sem fá útrás fyrir hégóma í sviðsljósi fjölmiðla, hart fram.“

Þetta skrifar Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í grein í Morgunblaðinu í dag. Í greininni rekur Óli Björn hvernig „eitrað andrúmsloft óttans“ hafi myndast hér á landi á þeim rúmu tuttugu mánuðum sem liðnir séu síðan óvissustigi vegna kórónaveirufaraldursins var lýst yfir. Frelsið einstaklinga hafi, líkt og jafnan sé, orðið fyrsta fórnarlamb óttans.

„Til að magna ótta almennings er grafið skipulega undan trausti á heilbrigðiskerfið, sem þrátt fyrir allt er eitt það besta í heimi“

Óli Björn segir í grein sinni að hann hafi sjálfur í upphafi faraldursins tekið stöðu með heilbrigðisyfirvöldum. Hann hefði talið það réttlætanlegt og nauðsynlegt að stjórnvöld gripu til aðgerða til að verja líf og heilsu almennings, jafnvel þó það hefði í för með sér að frelsi einstaklinga yrði skert tímabundið. Það hefði enda skilað því að Íslendingum hefði í mörgu tekist vel upp í baráttunni við kórónaveiruna, þannig að svigrúm hafi verið myndað til að helstu stofnanir samfélagsins hefðu getað styrkt innviði sína til að takast enn og betur á við faraldurinn. Ekki síst hefði það átt við um heilbrigðiskerfið. „Skýrar vísbendingar eru um að svigrúmið hafi ekki verið nýtt,“ skrifar Óli Björn.

Meðalhóf þarf að ráða för

Gagnrýnin umræða um aðgerðir stjórnvalda á erfitt uppdráttar að mati þingmannsins, einkum sökum þess að þeim sem óski eftir rökstuðningi fyrir því hvers vegna frelsi einstaklinga sé takmarkað sé mætt af mikilli hörku. Segir Óli Björn lækna ganga þar hart fram. „Til að magna ótta almennings er grafið skipulega undan trausti á heilbrigðiskerfið, sem þrátt fyrir allt er eitt það besta í heimi.“

Óli Björn viðurkennir nauðsyn þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að verja almenning á hættutímum en um leið verði að gera ákveðnar kröfur til bæði stjórnvalda og heilbrigðisyfirvalda. Þannig verði þau viðmið sem unnið er eftir að vera skýr og taka mið af breyttum aðstæðum. Þá verði yfirvöld heilbrigðismála að nýta svigrúm til að auka viðnámsþrótt mikilvægra stofnana. Sömuleiðis verði að vera hægt að treysta því að ekki sé lengra gengið en þörf sé á, að meðalhóf ráði för og stjórnvöld virði grundvallarréttindi borgaranna en ekki sé kynt undir ótta til að réttlæta skerðingu á borgaralegum réttindum.

„Að málefnalegum athugasemdum og gagnrýni sé ekki mætt af hroka þeirra sem telja sig umboðsmenn valdsins og þekkingarinnar. Að spurningum sé svarað. Stjórnvöld hafa því miður uppfyllt þessar kröfur illa á síðustu tuttugu mánuðum. Líklegast er ekki við aðra að sakast en okkur sjálf, sem hlýðum tilskipunum gagnrýnislaust. Og þess vegna á frelsið í vök að verjast.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Hvað eiga Helvíti, Ríkiskirkjan og Sjálfstæðisflokkurinn sameiginlegt ?
    0
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Gerðu svo vel Óli, skoðaðu svigrúmið. "Gúglaðu"!
    “Niðurskurður á Landsspítalanum yfir árin”
    0
  • Berglind Þórsteinsdóttir skrifaði
    Hann hefur varla þurft að fara sem sjúklingur á bráðamóttökuna, fyrst hann talar um kerfið hér sem eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi.
    0
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Populismi virkar...en uppgjörið er sjaldnast þægilegt.
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Ábyrgir einstaklingar kjósa oft að sjá um sínar sóttvarnir sjálfir líkt og Óli Björn kaus að gera á Austurvelli sælla minninga enda vissi Óli að að þar færi hann meðal vafasamra einstaklinga og sótt varði sig því ótæpilega og sá sér að endingu ekki annað fært enn velta sér yfir girðinguna í fangi lögæslu mannana .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár