Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

ÖSE ítrekað gert athugasemdir við misræmi í störfum kjörstjórna

Ör­ygg­is- og sam­vinnu­stofn­un Evr­ópu hef­ur ít­rek­að gert at­huga­semd­ir við að mis­ræmi sé í störf­um kjör­stjórna við kosn­ing­ar hér á landi. Krist­ín Edwald, formað­ur Lands­kjör­stjórn­ar, seg­ir að auð­vit­að ætti að sam­ræma fram­kvæmd kosn­inga yf­ir allt land­ið og koma boð­valdi á einn stað. Það hefði að lík­ind­um kom­ið í veg fyr­ir þau vand­ræði sem sköp­uð­ust við kosn­ing­arn­ar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

ÖSE ítrekað gert athugasemdir við misræmi í störfum kjörstjórna
Samræmingar þörf Kristín Edwald telur að ef samræmt verklag hefði gilt í störfum yfirkjörstjórna um land allt hefði þau mistök sem urðu í Norðvesturkjördæmi aldrei orðið. Mynd: Lex.is

Formaður landskjörstjórnar, Kristín Edwald, telur að ef ein stjórnsýslustofnun, á borð við landskjörstjórn, hefði farið með samræmingar- og boðvald yfir yfirkjörstjórnum, þá hefðu þau vandræði sem sköpuðust við framkvæmd alþingiskosninga í Norðvesturkjördæmi tæpast orðið. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, hefur í yfir áratug gert athugasemdir við ósamræmi í störfum kjörstjórna á Íslandi.

Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofa ÖSE hefur allt frá árinu 2009 gert athugasemdir við misræmi í störfum kjörstjórna við alþingiskosningar á Íslandi. Hver kjörstjórn, hvort sem eru yfirkjörstjórnir í hverju hinna sex kjördæma eða hverfiskjörstjórnir innan hvers kjördæmis, starfa sjálfstætt sem gerir það að verkum að misræmi hefur gætt í störfum þeirra. Þörf er á að þjálfa kjörstjórnir betur og setja viðmiðunarreglur til að tryggja samræmi í verkum þeirra.

Við síðustu alþingiskosningar taldi ÖSE ekki þörf á að viðhafa kosningaeftirlit hér á landi, þrátt fyrir að þingflokkur Pírata hafi sérstaklega …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár