Formaður landskjörstjórnar, Kristín Edwald, telur að ef ein stjórnsýslustofnun, á borð við landskjörstjórn, hefði farið með samræmingar- og boðvald yfir yfirkjörstjórnum, þá hefðu þau vandræði sem sköpuðust við framkvæmd alþingiskosninga í Norðvesturkjördæmi tæpast orðið. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, hefur í yfir áratug gert athugasemdir við ósamræmi í störfum kjörstjórna á Íslandi.
Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofa ÖSE hefur allt frá árinu 2009 gert athugasemdir við misræmi í störfum kjörstjórna við alþingiskosningar á Íslandi. Hver kjörstjórn, hvort sem eru yfirkjörstjórnir í hverju hinna sex kjördæma eða hverfiskjörstjórnir innan hvers kjördæmis, starfa sjálfstætt sem gerir það að verkum að misræmi hefur gætt í störfum þeirra. Þörf er á að þjálfa kjörstjórnir betur og setja viðmiðunarreglur til að tryggja samræmi í verkum þeirra.
Við síðustu alþingiskosningar taldi ÖSE ekki þörf á að viðhafa kosningaeftirlit hér á landi, þrátt fyrir að þingflokkur Pírata hafi sérstaklega …
Athugasemdir