Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

ÖSE ítrekað gert athugasemdir við misræmi í störfum kjörstjórna

Ör­ygg­is- og sam­vinnu­stofn­un Evr­ópu hef­ur ít­rek­að gert at­huga­semd­ir við að mis­ræmi sé í störf­um kjör­stjórna við kosn­ing­ar hér á landi. Krist­ín Edwald, formað­ur Lands­kjör­stjórn­ar, seg­ir að auð­vit­að ætti að sam­ræma fram­kvæmd kosn­inga yf­ir allt land­ið og koma boð­valdi á einn stað. Það hefði að lík­ind­um kom­ið í veg fyr­ir þau vand­ræði sem sköp­uð­ust við kosn­ing­arn­ar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

ÖSE ítrekað gert athugasemdir við misræmi í störfum kjörstjórna
Samræmingar þörf Kristín Edwald telur að ef samræmt verklag hefði gilt í störfum yfirkjörstjórna um land allt hefði þau mistök sem urðu í Norðvesturkjördæmi aldrei orðið. Mynd: Lex.is

Formaður landskjörstjórnar, Kristín Edwald, telur að ef ein stjórnsýslustofnun, á borð við landskjörstjórn, hefði farið með samræmingar- og boðvald yfir yfirkjörstjórnum, þá hefðu þau vandræði sem sköpuðust við framkvæmd alþingiskosninga í Norðvesturkjördæmi tæpast orðið. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, hefur í yfir áratug gert athugasemdir við ósamræmi í störfum kjörstjórna á Íslandi.

Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofa ÖSE hefur allt frá árinu 2009 gert athugasemdir við misræmi í störfum kjörstjórna við alþingiskosningar á Íslandi. Hver kjörstjórn, hvort sem eru yfirkjörstjórnir í hverju hinna sex kjördæma eða hverfiskjörstjórnir innan hvers kjördæmis, starfa sjálfstætt sem gerir það að verkum að misræmi hefur gætt í störfum þeirra. Þörf er á að þjálfa kjörstjórnir betur og setja viðmiðunarreglur til að tryggja samræmi í verkum þeirra.

Við síðustu alþingiskosningar taldi ÖSE ekki þörf á að viðhafa kosningaeftirlit hér á landi, þrátt fyrir að þingflokkur Pírata hafi sérstaklega …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár